Færslur: Ólöglegir innflytjendur

Fjórir ákærðir vegna dauða 53 innflytjenda í Texas
Fjórir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn á dauða 53 innflytjenda sem smyglað var til Texas í Bandaríkjunum frá Mexíkó í lok júní. Eru mennirnir grunaðir um að hafa skipulagt og framkvæmt flutningana á fólkinu yfir landamærin í lokuðum tengivagni flutningabíls í kæfandi hita, og orðið þannig valdir að dauða þess.
Mo Farah var seldur mansali til Bretlands á barnsaldri
Sir Mo Farah, einn dáðasti og mesti afreksíþróttamaður Breta fyrr og síðar og margfaldur heims- og ólympíumeistari, var fórnarlamb mansals og fluttur til Bretlands með ólögmætum hætti á barnsaldri. Þetta kemur fram í heimildarmynd um hlaupastjörnuna, sem sýnd verður á BBC á miðvikudagskvöld.
12.07.2022 - 07:35
53 létust eftir ferð í brennheitum flutningabíl
Fimmtíu og þrír laumufarþegar í tengivagni flutningabíls, sem fór fullur af fólki yfir landamæli Mexíkó til í San Antonio í Texas í Bandaríkjunum, eru látnir. Á mánudag var greint frá því að 46 lík hefðu fundist í tengivagninum. Fólkið var talið vera ólöglegir innflytjendur. Sjö til viðbótar létust á sjúkrahúsi í Mexíkó.