Færslur: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir
Raunveruleiki og sviðsetning í Listasafninu á Akureyri
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um tvær yfirlitssýningar sem nú standa yfir í Listasafninu á Akureyri, sýningar sem eru afar ólíkar en vekja upp áhugaverðar spurningar um listina og samspil hennar við hversdagsleikann annars vegar og opinber söfn hins vegar.
15.01.2021 - 13:33
Gott ár fyrir myndlist þrátt fyrir heimsfaraldur
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir horfir til baka og skoðar hvaða viðfangsefni hafa verið efst á baugi hjá myndlistarmönnum þetta árið. Einnig veltir hún fyrir sér hvaða áhrif faraldurinn eigi eftir að hafa á starfsemi safna og sýningarstaða, sem og hegðun menningarunnenda.
30.12.2020 - 10:55
Hressandi höggmyndalist á Gerðarsafni
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um tvær nýjar einkasýningar sem hafa verið opnaðar í sýningaröðinni Skúlptúr/Skúlptúr í Gerðarsafni, þar sem leikgleði og tilraunastarfsemi eru í fyrirrúmi.
15.12.2020 - 14:04
Frásagnarvald safna
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir rýnir í sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og veltir fyrir sér frásagnarvaldi safna, en sýningin býður upp á mörg ólík sjónarhorn þegar kemur að lestri á sjónrænum menningararfi og sjálfsmyndum þjóðarinnar.
02.12.2020 - 12:57
Safn án veggja
„Það verður að hrósa [Listasafni Reykjavíkur] fyrir að ráðast í það stóra verkefni að beina sjónum borgarbúa og annarra landsmanna að list í almannarýminu,“ segir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir.
16.11.2020 - 12:34
Hverfulir þekkingarþræðir á þjóðlistasafninu
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um sýninguna Listþræði sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands. Sýningin var sett upp í tilefni af aldarafmæli Ásgerðar Búadóttur og tilefnið notað til að horfa sérstaklega til vefnaðar og þráðlistar í íslenskri samtímalist.
04.11.2020 - 10:32
Brýn sýning um norræna normalíseringu hins kynjaða
Þó lítið sé að gerast í myndlistarlífi Reykjavíkur þessa dagana fór Ólöf Gerður Sigfúsdóttir engu að síður í kjallara Norræna hússins á dögunum til að skoða sýninguna Undirniðri, en þar eiga norrænir myndlistarmenn verk.
14.10.2020 - 16:47
Vannýtt tækifæri á metnaðarfullri sýningu
Miðað við metnaðarfullt og viðeigandi markmið sýningarinnar Á sameiginlegri jörð á Korpúlfsstöðum, og þá burðugu lista- og fræðimenn sem í henni taka þátt, hefði verið hægt að nýta tækifærið betur til að virkja myndlistina sem hreyfiafl, segir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir sjónmenningarrýnir Víðsjár.
25.09.2020 - 11:35
Smáspekileg tengsl heimspeki og hönnunar
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir ætlar að rýna í sjónmenningu í Víðsjá í vetur. Hún byrjaði á að fjalla um Smáspeki (Minisophy) sem er afsprengi Sigríðar Þorgeirsdóttur og Katrínar Ólínu Pétursdóttur. Verkefnið efnisgerist í ýmsum myndum vefsíðu og smáforriti, auk þess sem samfélagsmiðlar eru notaðir á virkan hátt.
15.09.2020 - 09:45