Færslur: Ólafur Þ. Harðarson

Sjónvarpsfrétt
Baráttan um borgina að hefjast
Samgöngu-, húsnæðis- og dagvistarmál verða í forgrunni í kosningabaráttunni í borginni að mati oddvita stærstu flokkanna. Að minnsta kosti 20 af 23 núverandi borgarfulltrúum vilja sitja áfram á næsta kjörtímabili.
Myndskeið
Jöfnunarþingsætin auki spennuna á kosninganótt
Úthlutun jöfnunarsæta í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar, sýna annars vegar galla kosningakerfisins en auka hins vegar spennuna á kosninganótt. Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði, þegar hann ræddi fylgi stjórnmálaflokkanna við Boga Ágústson í kvöldfréttum sjónvarps í kvöld.
24.09.2021 - 19:39
Sviptingar í Suðurkjördæmi
Sósíalistaflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins fengju allir kjördæmakjörinn þingmann í Suðurkjördæmi samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Prófessor í stjórnmálafræði segir það sæta tíðindum en tekur niðurstöðunni með fyrirvara.
Myndskeið
Kannanir alls ekki út og suður
Jafnvel örlitlar breytingar á fylgi stjórnmálaflokka geta haft meiriháttar breytingar á fjölda þingmanna. Skoðanakannanir sem birst hafa undanfarna daga eru ekki jafn misvísandi og þær kunna að virðast í fyrstu.
Vel hefði mátt laga galla í kosningalögum
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir vert að skoða skekkju í kosningakerfinu sem stjórnmálafræðiprófessor hefur ítrekað bent á. Þingmaður Pírata segir furðulegt að það hafi ekki verið gert fyrir löngu því nægur hafi tíminn verið.
Fréttaskýring
Hver nær á þing?
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Birgir Ármannsson og Brynjar Níelsson næðu öll inn á þing í Reykjavík, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var fyrir helgi. Þetta sést þegar niðurstöður Þjóðarpúlsins eru fullgreindar og skipting jöfnunarþingsæta eftir kjördæmum skoðuð.
Myndskeið
Vilji Katrínar stýrir stjórnarmynstrinu
Tvenns konar stjórnarmynstur er á borðinu eftir næstu þingkosningar. Útkoman ræðst að miklu leyti af því með hverjum Katrín Jakobsdóttir vill starfa með í næstu ríkisstjórn, segir prófessor í stjórnmálafræði.
Spegillinn
Jöfnunarsæti þyrftu að vera fleiri
Fyrirkomulag og úthlutun þingsæta miðað við gildandi kosningalög dugir ekki til að tryggja jöfnuð milli þingflokka. Jöfnunarsætin eru of fá, að mati Ólafs Þ. Harðarsonar prófessors í stjórnmálafræði. Hann telur að breytingar á kosningalögum sem lagðar voru til í vetur séu til bóta í mörgu en þar sé ekki tekið á þessum vanda.
Myndskeið
Fráleitt að ekki sé tekið á framsali valds
„Nýtt stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra er ekki róttækt en tillögurnar eru flestar til bóta,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Hann segir fráleitt og algerlega óviðunandi að ekki sé hróflað við 21. grein stjórnarskrárinnar um framsal valds.