Færslur: Ólafur og Libia

Pistill
Listrænt, lýðræðislegt og skipulagslegt afrek
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um sýningu spænsk-íslenska listamannatvíeykisins Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar Töfrafundur – áratug síðar. Sýningin fjallar um stjórnarskrármálið svokallaða og hreyfir við áhorfandanum með því að færa flókin pólitísk álitamál yfir á hið listræna svið og út til almennings.
Viðtal
Stjórnarskrártillagan er spegill okkar mannlífs
Á morgun, laugardag, fer fram Leit að töfrum í Hafnarhúsinu. Þar er á ferðinni verkefni og viðburður sem myndlistarmennirnir Ólafur Ólafsson og Libia Castro hafa staðið fyrir á undanförnum misserum í samstarfi við stóran hóp listafólks og aðgerðasinna sem kalla sig Töfrateymið. Verkefnið hverfist um tillöguna að nýrri stjórnarskrá fyrir Lýðveldið Ísland frá árinu 2011. Nú hefur verið samin tónlist við allar 114 greinar tillögunnar. Víðsjá ræddi við framkvæmdastjóra verkefnisins. 
Fjölradda stjórnarskrá
Hvernig hentar Nýja stjórnarskráin sem efniviður í myndlistar- og tónverk? Myndlistartvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson eru þess fullviss að hún henti vel til slíkrar úrvinnslu. Á nýafstaðinni Cycle-hátíð í Kópavogi fengu þau fjölmarga listamenn til samstarfs við sig, með það fyrir augum að vinna slíkt verk, sem þau vona að fari sem víðast.