Færslur: Ólafur Egill Egilsson

Tengivagninn
„Vissum ekkert og héldum að við værum aðalmálið“
Árið var núll hjá Ólafi Agli og félögum hans í Vesturporti þegar þau fóru af stað með leiksýninguna Rómeó & Júlíu. Hann segir að þau hafi verið svo vitlaus að þau vissu ekki hvað þau gátu ekki og það fyllti þau sjálfsöryggi sem skilaði sér. Árni Pétur sem var töluvert eldri tók þátt í verkinu og taldi nálgun þeirra nýstárlega og frumlega. Hann segist frekar myndu hoppa fram af bjargi en segja að eitthvað hafi verið gert áður.
Sumarmál
Nektin og sígarettan ollu usla og hneykslan
Rúðan á stúdíói Jóns Kaldals var þrisvar brotin á meðan gluggann prýddi fræg mynd af Ástu Sigurðardóttur skáldkonu. Það þótti ögrandi að hún skyldi koma fram fáklædd og reykjandi. Ásta vakti reyndar athygli hvar sem hún kom og flest samtímafólk hennar man eftir þeim svip sem hún setti á borgarlífið, samkvæmt Ólafi Agli Egilssyni leikstjóra.
Víðsjá
„Við erum Bubbi og Bubbi er við“
Borgarleikhúsið frumsýnir á föstudag leikritið Níu líf sem byggist á ævi og höfundarverki Bubba Morthens. Í sýningunni er ævi Bubba skoðuð frá ýmsum hliðum, í karnivalskri sýningu sem geymir bæði söngva og dansa, meðal annars nýjar útsetningar á lögum Bubba. „Við erum með allt undir,“ segir Ólafur Egill Egilsson leikstjóri verksins.​
Viðtal
Eins manns her á móti auðvaldinu
Íslenska kvikmyndin Kona fer í stríð var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í síðustu viku. Gagnrýnendur erlendra fjölmiðla hafa tekið henni vel og hefur hún þegar hlotið tvenn verðlaun. Myndin fjallar um hugsjónamanneskju sem hefur farið yfir ákveðna línu í sinni baráttu.
Gagnrýni
Fórnarlambamelódía
María Kristjánsdóttir fór að sjá Álfahöllina sem nú er á fjölum Þjóðleikhússins. Hún telur að Þorleifur Örn þurfi að taka sér meiri tíma fyrir sýningar sínar og losa sig við svokallaðan „póstmódernískan“ þankagang til þess að standa undir þeim væntingum sem leikhúsunnendur gera til hans.
Gagnrýni
Flottar hugmyndir í ófullburða Álfahöll
Leikritið Álfhöllin iðar af góðum hugmyndum sem er hins vegar ekki búið að vinna nógu mikið til að þær komi heim og saman í heildstæðri sýningu, að mati gagnrýnenda Menningarinnar í Kastljósi.
Gagnrýni
Stjörnuframmistaða á frábærri skemmtun
Söngleikurinn Elly er frábærlega heppnuð sýning, borin uppi af ótrúlegri frammistöðu Katrínar Halldóru Sigurðardóttur í titilhlutverkinu, að mati gagnrýnenda Menningarinnar.
Gagnrýni
Katrín Halldóra lagði salinn að fótum sér
Það er léttur bragur yfir umhverfi Ellyjar Vilhjálms í söngleik þar sem tónlistarferli hennar, hljómsveitarlífi, ferðum innanlands og utan, þremur hjónaböndum og barneignum er lýst í formi kabaretts. María Kristjánsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, brá sér á frumsýningu á Elly.