Færslur: Ofnotkun lyfja

Myndskeið
130 deyja daglega vegna ofneyslu ópíóíða
Oklahoma varð í dag fyrsta ríkið sem þingfestir mál gegn lyfjafyrirtæki vegna ópíóíða. Að meðaltali deyja 130 Bandaríkjamenn á dag úr ofneyslu slíkra lyfja.
28.05.2019 - 19:23
Hafa áhyggjur af óhóflegum ofvirknisgreiningum
Á síðasta ári dró í fyrsta skipti úr ávísunum á lyf við ofvirkni og athyglisbrest. Íslendingar nota um þrisvar sinnum meira af þessum lyfjum en aðrar Norðurlandaþjóðir. Embætti Landlæknis óttast að ofvirknisgreiningar hérlendis séu óhóflegar.
05.01.2019 - 18:48
Myndskeið
Minnast látinna með myndbandi
Aðstandendur minningarsjóðs Einars Darra Óskarssonar birtu í gærkvöld myndband á Facebook-síðu sjóðsins tileinkað þeim sem hafa látist af eða í tengslum við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum. Í myndbandinu birtast myndir af og nöfn á 33 einstaklingum sem lyfjamisnotkunin hefur dregið til dauða.
05.11.2018 - 08:54
66% fleiri innlagnir vegna fíknar í ópíóíða
Innlögnum á Vog vegna fíknar í sterk verkjalyf fjölgaði um sextíu og sex prósent frá árinu 2015 til 2017. Yfir helmingur sjúklinga á Vogi hefur keypt lyfseðilsskyld lyf á götunni.
21.08.2018 - 19:30
72 þúsund dauðsföll vegna ofneyslu á einu ári
Um 72 þúsund Bandaríkjamenn létu lífið vegna ofneyslu á lyfjum árið 2017. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu Bandaríska heilbrigðiseftirlitsins um fjölda dauðsfalla í Bandaríkjunum sem rekja má til lyfja. Misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja er víða vaxandi vandamál og hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýst yfir neyðarástandi vegna umfangsmesta vímuefnafaraldurs í sögu Bandaríkjanna. The New York Times rýnir í drög skýrslunnar í dag.
16.08.2018 - 15:25
Bráðar og óafturkræfar afleiðingar ofneyslu
Afleiðingar ofneyslu ávanabindandi lyfja geta verið bæði bráðar og óafturkræfar. Embætti landlæknis hefur, vegna frétta undanfarið af notkun ungs fólks á ávanabindandi lyfjum, tekið saman upplýsingar um afleiðingarnar og birt á vef embættisins.
16.08.2018 - 11:54
Alvarlegar afleiðingar ofneyslu lyfja
Starfsfólk á bráðamóttöku Landspítala segir að ofneysla sterkra verkjalyfja sé að aukast meðal ungs fólks hér á landi. Fái fólk eitrun geta afleiðingarnar verið alvarlegar; dauði eða örorka.
12.08.2018 - 19:10
Ný reglugerð um ADHD-lyf tekur gildi 1. júlí
Afgreiðslutakmarkanir á metýlfenídatlyfjum til meðferðar við ADHD taka gildi um næstu mánaðarmót. 
„Góði guð, plís ekki taka mig, ekki taka mig“
Yfirlæknir bráðadeildar á Landspítalanum segir það næstum daglegt brauð að heyra af einstaklingum sem taka of stóran skammt af lyfjum. Grunur leikur á að níu manns hafi látist vegna ofneyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum eða ólöglegum fíkniefnum það sem af er ári. Þá leita um 10 manns á viku til bráðamóttökunnar vegna ofneyslu slíkra lyfja. 
27.03.2018 - 17:18
„Það er pressa, fólk vill fá ADHD-lyf“
Íslendingar eiga Norðurlandamet í inntöku svefnlyfja, verkjalyfja, þunglyndislyfja og kvíðastillandi lyfja en heimsmet í notkun örvandi lyfsins metýlfenídats sem notað er gegn athyglisbresti og ofvirkni. Á árunum 2004 til 2014 jókst notkun þess um 233% hér á landi. Framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala segir lyfin of mikið notuð. Skjólstæðingar biðji gagngert um þau og sumir leiti allra leiða til að fá þau.
19.01.2016 - 17:58