Færslur: Ófærð

Gul stormviðvörun og ekkert ferðaveður
Gul stormviðvörun hefur verið gefin út fyrir Norðurlandi eystra, miðhálendi og Austurland. Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum á fjallvegum á norður- og Austurlandi á meðan viðvörunin er í gildi.
02.11.2020 - 13:39
Umferðarslys á Kjalarnesi - einn fluttur á slysadeild
Umferðarslys varð á Kjalarnesi á níunda tímanum í morgun og var veginum lokað um tíma vegna þess. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var bíl ekið aftan á annan bíl. Einn var fluttur á slysadeild en ekki fást upplýsingar um hvort hann sé alvarlega slasaður.
05.04.2020 - 09:44
Myndskeið
Óveður og ófærð: „Það er búið að vera nóg af verkefnum“
„Það var þónokkuð að gera hjá björgunarsveitum í gær og fram á kvöld. Svo eru björgunarsveitir búnar að vera að í alla nótt,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Vonskuveður gengur nú yfir landið og appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu að höfuðborgarsvæðinu undanskildu, en þar er gul viðvörun. Ekkert ferðaveður er á landinu og fjölmargir vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir. 
05.04.2020 - 09:05
Fjölmargir ökumenn í vanda: „Ekkert ferðaveður hérna“
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa þurft að aðstoða fjölda ökumanna sem hafa lent í vandræðum vegna óveðursins sem nú gengur yfir svæðið. Ekkert ferðaveður er frá Pétursey að Skógum, að sögn björgunarsveita.
04.04.2020 - 17:18
Myndskeið
Snjóþyngsli gera landanum erfitt fyrir
Snjóþyngsli og ófærð síðustu vikur hafa gert landsmönnum víða um land erfitt fyrir. Á Grenivík hafa snjókmoksturstæki verið á ferðinni um bæinn frá því í desember.
19.03.2020 - 11:48
Svekktir ferðalangar misstu af flugi vegna ófærðar
„Fólkinu líður að mestu leyti vel. Það eru einhverjir svolítið svekktir. Þeir eru að missa af flugi sennilega núna í morgunsárið,“ segir Árni Jóhannsson, formaður Víkurdeildar Rauða krossins. Vonast er til að hægt verði að opna veginn upp úr ellefu. 104 ferðalangar frá frá tuttugu löndum dvelja nú í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Vík í Mýrdal, þar sem þjóðvegur 1 er lokaður til vesturs, frá Vík að Steinum, vegna óveðurs.
10.03.2020 - 08:08
Þjóðvegur 1 lokaður á milli Hvolsvallar og Víkur
Vetrarfærð er í öllum landshlutum og hefur Þjóðvegi eitt á Suðurlandi verið lokað frá Hvolsvelli að Vík. Fyrr í dag fóru nokkrir bílar út af veginum austan við Hvolsvöll og fór Björgunarsveitin Dagrenning á vettvang til að aðstoða fólk. Engin slys urðu að sögn Magnúsar Kristjánssonar, formanns Dagrenningar, og var bílunum ekið aftur til baka í vesturátt.
01.03.2020 - 17:35
Hvasst í dag og vegir víða lokaðir
Áfram verður hvasst á landinu í dag, sérstaklega við Suður- og Suðausturströndina og í Skagafirði, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Gular viðvaranir verða í gildi víða um landið í dag. Vindhraði verður víða 13 til 20 metrar á sekúndu og þar sem ekki hefur hlánað aðeins ofan í snjó skefur mjög auðveldlega, það gæti átt við inn til landsins og á fjallvegum.
01.03.2020 - 07:54
Líkur á ófærð fyrir norðan í fyrramálið
Líkur eru á ófærð á vegum í fyrramálið, sérstaklega í Skagafirði, Eyjafirði og með ströndinni á Norðausturlandi, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Útlit er fyrir hríðarveður norðanlands og á Vestfjörðum eftir klukkan 22:00 í kvöld og í nótt.
09.02.2020 - 18:26
Vetrarfærð og vegir víða lokaðir
Veðrið hefur áhrif á færð víða um land. Óvissustig er á vegum á Suðvesturlandinu og gætu þeir lokað fyrirvaralaust. Á Vestfjörðum eru vegir víða lokaðir og beðið með mokstur vegna veðurs. Ferðir Strætó á landsbyggðinni falla niður.
23.01.2020 - 11:02
Hvasst og flughált víða um land
Útlit er fyrir hvassviðri eða storm með vætusömu veðri í dag, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Austanlands rofar til eftir hádegi og þar verðu rjafnframt hlýjast. Búast má við að hiti mælist þar yfir 10 stig í hnjúkaþey á völdum stöðum. Enn er óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og líkur á töluverðum vatnavöxtum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og á morgun.
19.01.2020 - 08:21
Vonskuveður og útlit fyrir víðtækar samgöngutruflanir
Appelsínugular og gular veðurviðvaranir um nær allt land taka gildi seint í kvöld og í nótt. Útlit er fyrir víðtækar samgöngutruflanir á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra upp úr miðnætti.
18.01.2020 - 15:44
Tómlegt í hillum verslana – ráðast í brauðbakstur
Eftir mikla ófærð og óveður síðustu daga er orðið tómlegt í hillum verslana á norðanverðum Vestfjörðum. Þangað hafa flutningabílar ekki komist og að sama skapi kemst fólk ekki á milli byggðarlaga. Sjoppan er eina verslunin sem selur mat á Flateyri og í þessu tíðarfari komast Flateyingar ekki á Ísafjörð að versla í matinn og því hefur verið brugðið á það ráð í Gunnu kaffi á Flateyri að nýta iðnaðarhrærivélina og baka brauð sem selt er í sjoppunni.
14.01.2020 - 09:58
Skafrenningur í öllum landshlutum
Veðurviðvaranir Veðurstofu Íslands eru enn í gildi. Appelsínugul viðvörun fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra gildir til miðnættis. Appelsínugul viðvörun fyrir Suðausturland og miðhálendið gildir til hádegis í dag. Gul viðvörun er í gildi í öðrum landshlutum.
14.01.2020 - 06:20
Myndskeið
Hafa aldrei lent í öðru eins óveðri
Sandra McGannon og Brendon Collin voru meðal þeirra 180 sem vörðu nóttinni í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í nótt. Þau eru frá Boston og hafa aldrei lent í öðru eins hvassviðri.
13.01.2020 - 13:59
Óvissustig á Holtavörðuheiði frá klukkan 15 í dag
Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á Holtavörðuheiði frá klukkan 15:00 í dag vegnar slæmrar veðurspár og er búist við loka þurfi veginum. Nú er hált á Holtavörðuheiði, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi fyrir nær allt landið í dag og þar til á morgun.
13.01.2020 - 11:11
Tugir flutningabíla milli Reykjavíkur og Akureyrar
Það losnaði um mikla stíflu hjá flutningafyrirtækjum þegar loksins tókst að opna landleiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar í gærkvöld. Tugir bíla fóru af stað að norðan og annað eins frá Reykjavík. Margir hafa verið strandaglópar í Varmahlíð síðustu daga.
10.01.2020 - 10:39
Morgunferðir á landsbyggðinni og Álftanesi falla niður
Allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni í dag falla niður vegna óveðurs og ófærðar. Ferðir leiðar 23, sem ekur um Álftanes, hafa einnig verið felldar niður.
08.01.2020 - 08:32
„Komin leysing og vegir eru að detta í flughálku" 
Gefin hefur verið út gul veðurviðvörun fyrir Norðurland eystra og austanvert landið í dag. Fólk er hvatt til að huga að lausamunum og fara varlega í umferðinni. Gera má ráð fyrir umhleypingasömu veðri næstu daga.
27.12.2019 - 11:38
Innlent · Veður · Ófærð · Hálka
Snjóflóð við Ljósavatn lokaði löngum vegarkafla
Snjóflóð féll á veginn um Ljósavatnsskarð á Norðurlandi, við Ljósavatn, í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra lokaði snjóflóðið allt að fimm hundruð metra vegarkafla. Einn bíll keyrði inn í flóðið að austanverðu og komu björgunarsveitir ökumanninum, sem var einn í bílnum, til hjálpar. Honum varð ekki meint af. Bíllinn var skilinn eftir á staðnum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verður staðan tekin síðar í dag og næstu skref rædd.
Snjóflóð féll í Ljósavatnsskarði– Vegir víða lokaðir
Snjóflóð féll á veginn um Ljósavatnsskarð í kvöld. Búið er að opna Stórutjarnaskóla fyrir ferðafólki sem ekki kemst leiðar sinnar. Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra lenti einn í flóðinu en varð ekki meint af.
19.12.2019 - 13:25
Ófærð einn af þáttum ársins
Ófærð er einn af 12 bestu þáttum sjónvarpsársins hingað til að mati menningarrýna BBC. Lögreglumaðurinn Andri og félagar eru þar í félagsskap heimsþekktra þátta frá BBC, Netflix og HBO eins og Chernobyl, Fleabag, Russian Doll, Mindhunter og Stranger Things.
05.09.2019 - 11:57
„Tæknilega séð erum við að tala um mannát“
Lokaþáttur Ófærðar var sýndur í gær og sitt sýndist hverjum um sögulok. Eins og venjulega var mikill hamagangur í Twitter-öskjunni og háðfuglarnir kepptust við að tísta um ósköpin. Hér fer brot af því besta, en varað er við spilliefnum (e. spoiler) í tístunum.
25.02.2019 - 16:10
Myndskeið
Biðst afsökunar á örlögum Ásgeirs
Baltasar Kormákur sem leikstýrði Ófærð, segir að þættirnir hafi verið seldir um allan heim og fyrstu viðtökur séu góðar. Undirbúningur er hafinn fyrir þriðju þáttaröðina. 
24.02.2019 - 19:32
Viðtal
Segist vera morðinginn ef hann er spurður
„Ég má náttúrulega ekkert segja,“ segir leikarinn Arnmundur Ernst Björnsson sposkur þegar hlutverk hans í nýjustu vendingum Ófærðar ber á góma.
23.02.2019 - 12:00