Færslur: Ófærð

Óvissustig á Holtavörðuheiði frá klukkan 15 í dag
Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á Holtavörðuheiði frá klukkan 15:00 í dag vegnar slæmrar veðurspár og er búist við loka þurfi veginum. Nú er hált á Holtavörðuheiði, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi fyrir nær allt landið í dag og þar til á morgun.
13.01.2020 - 11:11
Tugir flutningabíla milli Reykjavíkur og Akureyrar
Það losnaði um mikla stíflu hjá flutningafyrirtækjum þegar loksins tókst að opna landleiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar í gærkvöld. Tugir bíla fóru af stað að norðan og annað eins frá Reykjavík. Margir hafa verið strandaglópar í Varmahlíð síðustu daga.
10.01.2020 - 10:39
Morgunferðir á landsbyggðinni og Álftanesi falla niður
Allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni í dag falla niður vegna óveðurs og ófærðar. Ferðir leiðar 23, sem ekur um Álftanes, hafa einnig verið felldar niður.
08.01.2020 - 08:32
„Komin leysing og vegir eru að detta í flughálku" 
Gefin hefur verið út gul veðurviðvörun fyrir Norðurland eystra og austanvert landið í dag. Fólk er hvatt til að huga að lausamunum og fara varlega í umferðinni. Gera má ráð fyrir umhleypingasömu veðri næstu daga.
27.12.2019 - 11:38
Innlent · Veður · Ófærð · Hálka
Snjóflóð við Ljósavatn lokaði löngum vegarkafla
Snjóflóð féll á veginn um Ljósavatnsskarð á Norðurlandi, við Ljósavatn, í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra lokaði snjóflóðið allt að fimm hundruð metra vegarkafla. Einn bíll keyrði inn í flóðið að austanverðu og komu björgunarsveitir ökumanninum, sem var einn í bílnum, til hjálpar. Honum varð ekki meint af. Bíllinn var skilinn eftir á staðnum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verður staðan tekin síðar í dag og næstu skref rædd.
Snjóflóð féll í Ljósavatnsskarði– Vegir víða lokaðir
Snjóflóð féll á veginn um Ljósavatnsskarð í kvöld. Búið er að opna Stórutjarnaskóla fyrir ferðafólki sem ekki kemst leiðar sinnar. Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra lenti einn í flóðinu en varð ekki meint af.
19.12.2019 - 13:25
Ófærð einn af þáttum ársins
Ófærð er einn af 12 bestu þáttum sjónvarpsársins hingað til að mati menningarrýna BBC. Lögreglumaðurinn Andri og félagar eru þar í félagsskap heimsþekktra þátta frá BBC, Netflix og HBO eins og Chernobyl, Fleabag, Russian Doll, Mindhunter og Stranger Things.
05.09.2019 - 11:57
„Tæknilega séð erum við að tala um mannát“
Lokaþáttur Ófærðar var sýndur í gær og sitt sýndist hverjum um sögulok. Eins og venjulega var mikill hamagangur í Twitter-öskjunni og háðfuglarnir kepptust við að tísta um ósköpin. Hér fer brot af því besta, en varað er við spilliefnum (e. spoiler) í tístunum.
25.02.2019 - 16:10
Myndskeið
Biðst afsökunar á örlögum Ásgeirs
Baltasar Kormákur sem leikstýrði Ófærð, segir að þættirnir hafi verið seldir um allan heim og fyrstu viðtökur séu góðar. Undirbúningur er hafinn fyrir þriðju þáttaröðina. 
24.02.2019 - 19:32
Viðtal
Segist vera morðinginn ef hann er spurður
„Ég má náttúrulega ekkert segja,“ segir leikarinn Arnmundur Ernst Björnsson sposkur þegar hlutverk hans í nýjustu vendingum Ófærðar ber á góma.
23.02.2019 - 12:00
Viðtal
„Fólk má ekki bara dæma Þórhildi“
Margir halda niðri í sér andanum af spenningi yfir síðasta þætti Ófærðar sem verður sýndur á sunnudaginn, en tveir 16 ára leikarar, Elva María Birgisdóttir og Stormur Jón Kormákur Baltasarsson, fara þar með mjög stórar rullur.
22.02.2019 - 18:09
Ófærð fær glimrandi dóm í Guardian
Sjónvarpsgagnrýnandi The Guardian er yfir sig hrifinn af fyrstu tveimur þáttum Ófærðar. Sýningar hófust á BBC síðustu helgi og segir gagnrýnandinn þættina koma á hárréttum tíma.
22.02.2019 - 14:42
Hvað gerist í síðustu þáttum Ófærðar?
Farið er að síga á seinni hluta annarrar seríu Ófærðar og af því tilefni fékk Vikan helstu Ófærðarsérfræðinga landsins, Margréti Erlu Maack, Eydísi Blöndal, Hrafn Jónsson og Ragnhildi Sverrisdóttur til að greina fléttuna og deila kenningum sínum um hver morðinginn sé.
16.02.2019 - 10:45
„Veistu hvar ég get fengið dauðar rollur?“
„Ég held að menn hafi bara verið ánægðir með þetta. Í upplýsingamiðstöð bæjarins kemur aukinn fjöldi ferðamanna sem er að spyrja um tökustaði og slíkt,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar um hvernig önnur þáttaröð Ófærðar leggst í bæjarbúa.
24.01.2019 - 12:57
Önnur þáttaröð Ófærðar slær áhorfsmet
Áhorf á aðra þáttaröð Ófærðar hefur verið með mesta móti allt frá því sýningar hófust þann 26. desember og fer vaxandi. „Hliðrað áhorf” hefur aldrei mælst meira frá því mælingar hófust.
18.01.2019 - 17:32
Ben Stiller: „Elska þennan þátt og Ólaf Darra“
Fyrsti þáttur af annari seríu Ófærðar var frumsýndur á RÚV í gær og Twitter-notendur létu gamminn geisa eins og þeirra er von og vísa, en bandaríski stórleikarinn Ben Stiller var meðal þeirra sem sátu um hituna.
27.12.2018 - 14:17
Viðtal
Vildi segja eitthvað sem skiptir máli
„Mér þykir rosalega vænt um þessa seríu og gaman að koma til baka og hitta vinina,“ segir Baltasar Kormákur um persónurnar í Ófærð. Önnur þáttaröð þessara geysivinsælu þátta hefur göngu sína á RÚV annan í jólum.
21.12.2018 - 13:28
Viðtal
„Pabbi leikstýrði mér í kynlífssenu“
„Þeir fóru í gegnum sama prósess og aðrir í casting,“ segir Baltasar Kormákur sem leikstýrði tveimur sonum sínum, þeim Stormi Jóni og Baltasar Breka í annarri þáttaröð af Ófærð. Fyrstu tveir þættirnir voru forsýndir í Bíó Paradís í gærkvöldi að viðstöddum aðstandendum og velunnurum verkefnisins.
19.12.2018 - 17:36
Björgunarsveitir aðstoða ökumenn í ófærð
Björgunarsveitin Súlur á Akureyri, Björgunarsveitin Dalvík og Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði hafa verið í aðgerðum í nótt og morgun vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Sveitirnar hafa þurft að aðstoða ökumenn sem hafa fest bíla sína í ófærð.
29.11.2018 - 10:25
Fólk hvatt til að senda börn ekki ein í skóla
Spáð er á vonskuveðri víða um land á morgun. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, á Ströndum og á Norðurlandi vestra. Á höfuðborgarsvæðinu eru foreldrar hvattir til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið og að senda börn yngri en 12 ára ekki ein í skólann.
20.02.2018 - 17:42
Farþegum fylgt yfir Fjarðarheiði í Norrænu
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er verið að opna vegi yfir Víkurskarð og Öxnadalsheiði fyrir umferð. Þæfingur og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Flestar leiðir frá Egilsstöðum eru ófærar eða þungfærar. Ófært er á Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi. Þá er Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði lokuð. Hríðin norðaustan- og austanlands gengur smám saman niður í kvöld. Hálkubletti eru á Suðausturlandi og hvasst er orðið í Öræfum.
24.01.2018 - 16:33
Ófærð á lista BBC yfir mest spennandi þætti
Önnur þáttaröðin af Ófærð er á lista breska ríkissjónvarpsins yfir mest spennandi þætti sem eru væntanlegir á árinu 2018.
06.01.2018 - 11:51
Mikið að gera við snjómokstur á Akureyri
Það er mikið að gera hjá verktökum við snjómokstur á Akureyri. Mikill snjór er í bænum en það hlánar hratt. Stefnt er að því að allar götur verði orðnar færar á morgun.
27.12.2016 - 14:01
Breskir gagnrýnendur ánetjaðir Ófærð
Margt í Ófærð jafnast á við það sem best var gert í þáttum á borð við Brúna og Glæpinn, þótt efnistökin séu ef til vill hefðbundnari og kvenhlutverkin ekki jafn bitastæð, að mati breskra sjónvarpsgagnrýnenda sem fylgst hafa með þáttunum upp á síðkastið.
02.03.2016 - 10:07
Aðeins fyrri hluti Ófærðar undir á Eddunni
Aðeins eru fyrstu sex þættirnir af Ófærð tilnefndir til Eddurverðlauna. Ástæðan er sú að aðeins höfðu sex þættir af tíu verið sýndir þegar tilnefningum var skilað inn. Framleiðendur þáttanna tóku ákvörðun um að taka þátt í ár frekar en á næsta ári þar sem öll þáttaröðin hefði verið undir.
18.02.2016 - 15:51