Færslur: Ófærð 3

Ófærð
Leynist páskaegg fyrir innvígða áhorfendur í Ófærð?
Getur það verið að vísað sé til einnar eftirminnilegustu senu íslenskrar kvikmyndasögu í sjöunda þætti Ófærðar? Gestir hlaðvarpsins Með Ófærð á heilanum telja það ekki ólíklegt.
28.11.2021 - 21:50
Ófærð
Stranglega bannað að draga undirmenn á tálar
Það hitnaði rækilega í kolunum fyrir Andra Ólafsson í nýjasta þætti Ófærðar 3. Í hlaðvarpinu Með Ófærð á heilanum rýndu tveir fyrrverandi lögreglustjórar á höfuðborgarsvæðinu, þau Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, í nýjasta þáttinn og gáfu mikilvæga innsýn í störf lögreglunnar.
Með Ófærð á heilanum
Baby Lars ekki allur þar sem hann er séður
Fimmti þáttur Ófærðar 3 kláraðist í kvöld og sérfræðingar hlaðvarpsins Með Ófærð á heilanum eru þegar búnir að kryfja hvað bar hæst í þættinum. Grínistinn Vilhelm Neto og rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir skiptust á skoðunum í þættinum um alla lausu þræðina í Ófærð 3.
14.11.2021 - 22:14
Ófærð
Löngu kominn tími á að Andri upplifi rómantík
Þriðji þáttur Ófærðar var sýndur á RÚV í kvöld en strax eftir sýningu hans voru gestir Snærósar Sindradóttir, þau Edda Falak og Hugleikur Dagsson, í hlaðvarpinu Með Ófærð á heilanum, búin að kryfja öll helstu smáatriði þáttarins. Gestir þáttarins voru sammála um að þriðji þátturinn hefði verið sá besti hingað til í þáttaröðinni.
31.10.2021 - 22:30
Ófærð
Dulin hómófóbía áhorfenda mögulega að villa fyrir þeim
Annar þáttur Ófærðar var sýndur á sunnudagskvöldið og spennuspekingar hlaðvarpsins Með ófærð á heilanum settust niður beint eftir þátt til að kryfja þær upplýsingar sem fram komu. Ýmsar kenningar eru uppi um hver beri ábyrgð á morðinu og hvernig muni spilast úr fléttunni. Athugið að færslan og þátturinn innihalda spilliefni úr Ófærð 3.
Hátt í þriðji hver landsmaður horfði á Ófærð
Nærri þriðjungur þjóðarinnar horfði á fyrsta þáttinn í þriðju þáttaröð Ófærðar í sjónvarpinu í gærkvöldi. Meðaláhorf á hverja mínútu var þrjátíu prósent og uppsafnað áhorf var í morgun komið upp í þrjátíu og tvö prósent.
18.10.2021 - 14:46
Með Ófærð á heilanum
Balti á það til að henda inn hipp og kúl tónlistarfólki
Í nýjasta þætti Ófærðar má koma auga á alls kyns þjóðþekkta einstaklinga sem að mati Bjargar Magnúsardóttur og Níels Thibaud Girerd er dæmigert fyrir leikstjórann Baltasar Kormák. Vel hafi verið valið í leikarahópinn sem talar til íslenska áhorfendahópsins á meðan náttúrufegurðin grípur erlenda markaðinn.