Færslur: Of monsters and men

Sýrudjass og draugabær
Undiraldan fer um víðan völl á þessum sólríka þriðjudegi, en akureyskt rokk, sýru-geim-djass og hamingjan sjálf eru meðal þess sem er á dagskrá.
Menningin
Halda upp á 10 ára afmæli með tónleikaröð í Gamla bíó
Hljómsveitin Of Monsters and Men sló í gegn á heimsvísu fyrir sléttum áratug með plötunni My Head is an Animal og smellnum Little talks. Í tilefni af því heldur hljómsveitin ferna tónleika í Gamla bíói í vikunni.
09.11.2021 - 10:57
Viðtal
„Við kunnum ennþá íslensku”
Um þessar mundir eru tíu ár frá því að fyrsta plata Of Monsters and Men kom út. Af því tilefni gefur hljómsveitin út afmælisútgáfu af plötunni með tveimur áður óútgefnum lögum. Hljómsveitin fagnar líka afmælinu með fernum tónleikum á Gamla Bíó, þar sem hún hélt einmitt sína fyrstu tónleika.
31.10.2021 - 08:00
Of Monsters and Men á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs
Hljómsveitin Of Monsters and Men gaf nýlega út glænýtt lag sem heitir Visitor. Litið var við á æfingu hjá sveitinni í Garðabæ í sjónvarpsútsendingu verðlauna Norðurlandaráðs.
Viðtal
„Mjög gott fyrir sálina að telja í og spila“
Þetta er gott fyrir sálina - að telja í og spila, segja liðsmenn hljómsveitarinnar Of Monsters and Men sem tóku upp tónleika í dag fyrir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Þeim verður svo streymt í nóvember þegar hátíðin fer fram.
15.10.2020 - 21:57
„Við erum alveg með skrímsli á heilanum“
„Við erum tíu ára í ár,“ segja þau Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Brynjar Leifsson í hljómsveitinni Of Monsters and Men en áður en sveitin sigraði heiminn vann hún Músíktilraunir á Íslandi árið 2010. „Það markaði svona upphafið hjá okkur,“ sögðu þau þegar Með okkar augum tók þau tali.
13.08.2020 - 15:34
Síðan sem sameinaði Halta hóru og söngstjörnur Íslands
Hin sáluga vefsíða rokk.is var gríðarlega vinsæl á sínum tíma en um 1.300 hljómsveitir notuðust við síðuna til að koma tónlist sinni á framfæri. Margt af okkar þekktasta tónlistarfólki í dag hóf feril sinn á rokk.is þar sem allt snérist um að koma lagi á vinsældalista síðunnar.
23.05.2020 - 09:45
Síðdegisútvarpið
OMAM aflýstu tónleikum vegna eldanna í Ástralíu
Of Monsters and Men var að enda við að leika á tónleikum í Sydney en sveitin hefur verið í Ástralíu undanfarna daga sem er liður í heimstónleikaferðalagi þeirra til að fylgja úr hlaði breiðskífunni Fever Dream.
08.01.2020 - 15:46
Viðtal
„Mjög gott þegar fólk grætur yfir þér“
Hljómsveitin of Monsters and Men er nýkomin heim af fimm vikna tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Þau verða á Íslandi í rúma viku áður en þau halda til Evrópu í fjögurra vikna túr. Þó skjótast þau inn á milli aftur til Íslands og koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni.
22.10.2019 - 15:54
Of Monsters and Men og lífið og tilveran..
Hljómsveitin Of Monsters And Men er ein allra þekkasta og stærsta hljómsveit sem Ísland hefur alið af sér. Sveitin varð til fyrir tæpum áratug, sigraði í Músíktilraunum 2010, sló fljótlega í gegn með laginu Little talks og hefur síðan verið á ferðalögum um heiminn að spila fyrir fólk.
Of Monsters and Men í þætti Ellenar
Hljómsveitin Of Monsters and Men kom fram í spjallþætti Ellen Degeneres í gær og flutti smáskífulagið Alligator af plötunni Fever Dream sem kom út í júlí. Aðrir gestir í þættinum voru leikkonan Demi Moore og Lenny Kravitz en í lok þáttar fengu allir áhorfendur í sal eintak af nýjustu plötu sveitarinnar.
25.09.2019 - 13:14
Allar plötur OMAM ratað á topplista Billboard
Nýjustu hljómplötu Of Monsters and Men, Fever Dream, hefur verið vel tekið vestanhafs. Platan er sú þriðja frá sveitinni sem náð hefur inn á topp 10 lista Billboard.
16.08.2019 - 15:51
Gagnrýni
Hið straumlínulagaða popp
Þriðja plata OMAM, Of Monsters And Men, kallast Fever Dream. Hún ber með sér vissar breytingar, sveitin hefur aldrei verið poppaðri en heildarmyndin er um leið broguð að mörgu leyti. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið, sem er plata vikunnar á Rás 2.
Myndskeið
Of Monsters and Men hjá Jimmy Kimmel
Of Monsters and Men komu fram í spjallþætti Jimmy Kimmel í fyrrinótt og flutti lög af nýútgefinni plötu sveitarinnar.
01.08.2019 - 09:14
Myndskeið
Krókódíll OMAM á Hótel Holti
Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Alligator sem kom út í maí en lagið verður eitt ellefu laga á nýrri plötu sveitarinnar sem væntanleg er 26. júlí.
03.07.2019 - 10:04
OMAM kemur fram hjá Jimmy Fallon
Hljómsveitin Of Monsters and Men kemur fram hjá Jimmy Fallon, einum vinsælasta spjallþáttastjórnanda heims, í næstu viku. Sveitin er önnum kafin þessa daga við að kynna nýtt lag og væntanlega plötu, þeirra fyrstu í fjögur ár.
09.05.2019 - 12:00
Viðtal
„Við höfum lifað með þessari plötu mjög lengi“
Hljómsveitin of Monsters and Men segir frá væntanlegri plötu, þeirra fyrstu í fjögur ár, í nýju viðtali. „Ég held að við höfum aldrei náð að fylgja plötu svona vel eftir og eytt svona miklum tíma með plötu,“ segir Ragnar Þórhallsson annar söngvara sveitarinnar.
09.05.2019 - 11:00
Viðtal
Of Monsters and Men spilar á Airwaves
Hljómsveitin Of Monsters and Men kemur fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í vetur. „Það er gaman að koma aftur,“ segir Ragnar Þórhallsson, annar söngvara sveitarinnar. Hljómsveitin hefur ekki komið fram á tónleikum í tæp þrjú ár.
Ný plata með OMAM kemur út í lok júlí
Hljómsveitin Of Monsters and Men gefur út sína þriðju breiðskífu þann 26. júlí sem ber heitið Fever Dream. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenska útgáfurfyrirtæki þeirra Records Records.
07.05.2019 - 15:40
Árni Vil, Joey Christ og Of Monsters and Men
Stórtíðindi urðu í vikunni þegar eitt stærsta rokkband Íslands gaf út nýtt lag eftir langa þögn. Við heyrum það ásamt öðrum ágætis smellum í Undiröldunni að þessu sinni.
Fyrsta lag Of Monsters and Men í fjögur ár
Hljómsveitin of Monsters and Men sendi frá sér lagið „Alligator“ í dag, en það er hið fyrsta sem heyrist frá sveitinni frá því platan Beneath the Skin kom úr árið 2015 og lenti í þriðja sæti á bandaríska Billboard-listanum.
03.05.2019 - 13:53
Of Monsters and Men með milljarð hlustana
Hljómsveitin Of Monster and Men er fyrsta íslenska hljómsveitin sem hefur náð milljarða hlustana um tónlistarveituna Spotify.
05.10.2017 - 11:47
Skapandi frí hjá Of Monsters and Men
Hljómsveitin knáa Of Monsters and Men er í fríi frá tónleikahaldi og heimshornaflakki þessa dagana en sannarlega ekki aðgerðalaus, þau eru í skapandi fríi.
Reykjavík kraumar af kátínu - Airwaves dagur 3
Það má með sanni segja að Reykjavík kraumi af kátínu. Hvar sem fæti er stigið niður er eitthvað að gerast, tónleikar á hverju götuhorni og bros á hverju mannsbarni.
05.11.2016 - 15:52
1000 sinnum segðu Rokkland
Í dag fer þúsundasti þáttur Rokklands í loftið og gestir þáttarins eru þau Nanna og Raggi úr hljómsveitinni Of Monsters And Men.
03.04.2016 - 13:49

Mest lesið