Færslur: Óeirðir í Washington

Allir fyrrverandi forsetar fordæma árásina á þinghúsið
„Atburðir dagsins eru skammarlegir, þeir eru hneisa sem skráð verður í sögubækur,“ segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann birti á Twitter í kvöld. Allir fyrrverandi Bandaríkjaforseta sem enn lifa hafa tjáð sig um atburðarás kvöldsins.Þrír þeirra eru Demókratar og einn Repúblikani.
Samfélagsmiðlaaðgangi forsetans lokað í 12 klukkutíma
Twitter-aðgangi Donalds Trump Bandaríkjaforseta var í kvöld lokað næstu tólf tímana og þremur tístum hans eytt. Í einu þeirra sagði hann hópinn sem réðst inn í þinghúsið mikla föðurlandsvini.
Pence varaforseti segir ofbeldi aldrei hafa betur
Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna setti þingfund að nýju skömmu eftir klukkan eitt að íslenskum tíma með þeim orðum að óeirðaseggirnir sem ruðst hefðu inn í þinghúsið og valdið þar óskunda hefðu ekki sigrað.
Viðtal
Ótrúlegt að sjá Bandaríkjamenn ráðast á eigin stofnanir
Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, sagði ótrúlegt að sjá óeirðirnar í og við þinghúsið í Washington í kvöld. Ekkert í líkingu hafi gerst síðan þinghúsið var brennt af breskum hermönnum á 19. öld.
07.01.2021 - 00:08
Viðtal
Lögregla skaut mótmælanda í hálsinn
Fréttamenn á vettvangi í Washington ræddu við mótmælanda sem ruddist inn í þinghúsið og óeirðarlögregla kom burtu út úr því. Mótmælandinn Thomas, sem er stuðningsmaður Donalds Trumps forseta, lýsti því hvernig lögregla hefði skotið konu, sem var í hópi mótmælenda í hálsinn.
Leiðtogar heims bregðast við — Trump elskar mótmælendur
Árás á Capitol Hill er árás á lýðræðið. Þetta skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Twitter um ástandið í Washington. Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur brugðist við atburðum kvöldsins á samfélagsmiðlum. Donald Trump bað mótmælendur að fara heim en sagðist elska þá.
  •