Færslur: Nýgengi

Grímuskylda á almannafæri afnumin á Spáni
Til stendur að afnema grímuskyldu utandyra á Spáni 8. febrúar. Þar með lýkur ráðstöfun sem varað hefur frá því í seint í desember þegar omíkron-afbrigði veirunnar skall á af fullum þunga.
Veldisvöxtur og met slegið í sjö daga nýgengi
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn í veldisvexti. Sjö daga nýgengi hefur ekki verið hærra frá upphafi faraldursins og tveir þriðju þeirra 209 sem greindust í gær voru utan sóttkvíar.
Katalónsk yfirvöld vilja framlengja útgöngubann
Heimastjórnin í Katalóníu á Spáni fer fram á leyfi til að framlengja útgöngubann sem dómstóll ógilti fyrr í vikunni. Einkum er horft til fjölmennustu borga sjálfstjórnarsvæðisins.
Þjóðverjar ætla að bjóða upp á örvunarskammt bóluefna
Þjóðverjar hyggjast bjóða eldra fólki og fólki í áhættuhópum svokallaðan örvunarskammt af bóluefnum gegn COVID-19. Eins er ætlunin að gefa börnum á aldrinum 12 til 17 ára kost á bólusetningu.
Ekkert smit innanlands annan daginn í röð
Ekkert COVID-19 smit greindist innanlands síðastliðinn sólarhring en tveir á landamærunum sem bíða mótefnamælingar. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna eru þetta mikil gleðitíðindi sem sýni að við séum á réttri leið. 
08.06.2021 - 11:00
Eitt smit innan sóttkvíar í gær
Eitt kórónuveirusmit greindist innanlands í gær innan sóttkvíar. Nú eru 45 í einangrun með virkt smit hér á landi og 163 í sóttkví.Nýgengi innanlandssmita lækkar nokkuð milli daga.
03.06.2021 - 11:04
Ekkert smit innanlands í gær og eitt á landamærunum
Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær og smit eitt greindist á á landamærunum. Það var 14. apríl síðastliðinn að síðast greindist ekkert innanlandssmit, samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarna.
18.05.2021 - 11:11
Bjartsýni á efnahagsbata í Þýskalandi
Peter Altmaier, efnahagsráðherra Þýskalands, segir ástæðu til bjartsýni á efnahagsbata í landinu eftir mjög erfitt ár í skugga kórónuveirufaraldursins. Öll gögn bendi til þess að hagvöxtur í landinu verði hærri en þau þrjú prósent sem spáð var í janúar síðastliðnum.
Breytingarnar á landamærunum sem taka gildi 1. apríl
Á morgun 1. apríl gengur í gildi ný reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19. Margvíslegt nýmæli fylgir reglugerðinni.
Meira en 142-faldur munur á COVID-nýgengi
Nýgengi kórónuveirusmita í Evrópu er langlægst á Íslandi. Þar sem það er hæst er það meira en hundrað sinnum hærra en hér á landi.  Þetta sýna  tölur Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar. Ísland er eina landið í álfunni sem er allt skilgreint grænt.
Ísland enn með fæst smit á hverja 100 þúsund íbúa
Ísland er enn það ríki innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins sem er með fæst kórónuveirusmit á hverja hundrað þúsund íbúa.
Nýgengi lægst hér – „Mikilvægt að vakta landamærin vel“
Nýgengi kórónuveirusmita í Evrópu er hvergi lægra en á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópu. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að þróunin hér á landi sé á svipaðri leið og búist var við og sýni að samkomutakmarkanir hafi skilað tilætluðum árangri.
22.11.2020 - 16:47
Góðar niðurstöður og við vitum hvað þarf til
Þetta er góðar niðurstöður, segir sóttvarnalæknir um fá innanlandssmit í gær. Hann segir almenning vita hvað þurfi til svo árangurinn verði áfram góður. Innanlandssmit hafa nú verið færri en 30 á dag í sautján daga og undir tíu síðustu þrjá daga. 
Baráttan við COVID-19 harðnar í Evrópu
Nýjum kórónuveirutilfellum fjölgar dag frá degi í Evrópu og met eru slegin nánast daglega. Nokkur mismunur er milli landa en ekkert þeirra er óhult fyrir mikilli útbreiðslu veirunnar.
Ísland í 7. sæti yfir COVID-nýgengi í Evrópu
Nýgengi COVID-19 smita innanlands hér á landi er það sjöunda mesta í Evrópu og það mesta á Norðurlöndunum. Þetta sýna tölur Evrópsku sóttvarnarstofnunarinnar, ECDC. Nýgengi hér er nú 128,2.
28.09.2020 - 23:16