Færslur: Nýgengi

Nýgengi lægst hér – „Mikilvægt að vakta landamærin vel“
Nýgengi kórónuveirusmita í Evrópu er hvergi lægra en á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópu. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að þróunin hér á landi sé á svipaðri leið og búist var við og sýni að samkomutakmarkanir hafi skilað tilætluðum árangri.
22.11.2020 - 16:47
Góðar niðurstöður og við vitum hvað þarf til
Þetta er góðar niðurstöður, segir sóttvarnalæknir um fá innanlandssmit í gær. Hann segir almenning vita hvað þurfi til svo árangurinn verði áfram góður. Innanlandssmit hafa nú verið færri en 30 á dag í sautján daga og undir tíu síðustu þrjá daga. 
Baráttan við COVID-19 harðnar í Evrópu
Nýjum kórónuveirutilfellum fjölgar dag frá degi í Evrópu og met eru slegin nánast daglega. Nokkur mismunur er milli landa en ekkert þeirra er óhult fyrir mikilli útbreiðslu veirunnar.
Ísland í 7. sæti yfir COVID-nýgengi í Evrópu
Nýgengi COVID-19 smita innanlands hér á landi er það sjöunda mesta í Evrópu og það mesta á Norðurlöndunum. Þetta sýna tölur Evrópsku sóttvarnarstofnunarinnar, ECDC. Nýgengi hér er nú 128,2.
28.09.2020 - 23:16