Færslur: Notre Dame

Fréttaskýring
Ár frá bruna Notre dame: „Veiran einokar huga fólks“
Það er enn ekki komið rafmagn á Notre Dame dómkirkjuna, því þarf krafta til að hringja kirkjuklukkunni , sem er sú næst stærsta í Frakklandi. Á miðvikudag þegar ár var liðið frá því dómkirkjan fræga stórskemmdist í eldsvoða, gekk hringjari, klæddur heilgalla og grímu upp í turninn. Hann togaði af afli í reipið sem bundið er við þungann kólfinn og fljótlega ómaði klukknahljómurinn um Parísarborg.
18.04.2020 - 09:00
Enn hætta á að hvelfing Notre Dame hrynji
Enn er hætta á því að Notre Dame-kirkjan í París hrynji eftir að hún stórskemmdist í bruna í vor. Það ræðst ekki fyrr en vinnupallar sem reistir voru umhverfis kirkjuna verða fjarlægðir.
05.01.2020 - 18:37
Jólamessa Notre Dame flutt í aðra kirkju
Ekki var hægt að halda árlega miðnæturmessu á aðfangadag í Notre Dame kirkjunni í París í gær þar sem enn er verið að gera við kirkjuna eftir eldsvoða í apríl. Þar hefur verið haldin miðnæturmessa 24. desember síðan árið 1803. Í gær flutti söfnuðurinn sig í aðra kirkju.
25.12.2019 - 12:17
Ekki kveikt í Notre Dame
Saksóknarar í París segja að ekki hafi verið kveikt í Notre Dame kirkjunni sem skemmdist mikið í bruna í apríl. Engar vísbendingar séu um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað en ekki sé þó útilokað að vítavert gáleysi hafi valdið eldinum.
26.06.2019 - 14:31
Myndskeið
Fyrsta messan í Notre Dame eftir eldsvoðann
Fyrsta messan í Notre Dame eftir eldsvoða fyrir tveimur mánuðum var í dag. Kirkjan skemmdist verulega í eldsvoðanum sem braust út í þaki hennar. Tilefnið er vígsludagur altarisins sem er 16. júní, en ákveðið var að minnast vígslunnar degi fyrr að þessu sinni og eldsvoðans 15. apríl um leið. Franska þingið samþykkti í vikunni lög til þess að flýta fyrir endurbótum á kirkjunni og stefnt er að því að endurreisn hennar verði lokið innan fimm ára.
15.06.2019 - 19:43
Messað á ný í Notre Dame á laugardaginn
Efnt verður til messu í Frúarkirkjunni í París, Notre Dame, á laugardag, réttum tveimur mánuðum eftir að kirkjan stórskemmdist í eldsvoða. „Það er mikilvægt að halda messuna til að sýna að dómkirkjan er ennþá lifandi og opin kirkja," segir Monsignor Patrick Chauvet, yfirklerkur við Notre Dame.
13.06.2019 - 05:23
Meirihluti Frakka vill óbreytta Frúarkirkju
54 prósent Frakka vilja að Frúarkirkjan - Notre Dame - í París verði endurbyggð nákvæmlega eins og hún leit út áður en hún stórskemmdist í eldi 15. apríl. Fjórðungur þátttakenda í skoðanakönnun YouGov er því fylgjandi að einhverju nútímalegu verði bætt við hönnunina eins og Emmanuel Macron forseti hefur lagt til. 21 prósent hafði enga skoðun á málinu.
30.04.2019 - 13:59
Verktakar reyktu í Notre Dame
Verkamenn sem unnu við endurbætur á Notre Dame kirkjunni í París hundsuðu reykingabann á vinnusvæðinu. Þetta viðurkenndi talsmaður verktakafyrirtækis sem vann að endurbótunum í samtali við AFP.
24.04.2019 - 10:37
Erlent · Evrópa · Frakkland · Notre Dame · Bruni
Forða Notre Dame frá frekari vatnsskemmdum
Óhagstæð veðurspá setti strik í reikninginn í uppbyggingu Notre Dame kirkjunnar í París i dag. Franskur býflugnabóndi gleðst hinsvegar yfir því að um tvö hundruð þúsund býflugur, sem höfðust við í kirkjunni, sluppu lifandi úr eldsvoðanum.
23.04.2019 - 22:15