Færslur: Norrænt samstarf

Íslendingar geri ýmislegt vel í jafnréttismálum
Formaður norrænu velferðarnefndarinnar segir hin Norðurlöndin geta lært ýmislegt af Íslendingum í jafnréttismálum. Nefndin fundar í Reykjavík í þessari viku og kynnir sér tilhögun ýmissa jafnréttis- og velferðarmála hér á landi.
29.06.2022 - 17:45
Meta áhrif tæknirisa á lýðræðið
Norræna ráðherranefndin hefur sett á laggirnar nýja hugveitu sérfræðinga, sem fær það verkefni að meta áhrif tæknirisa á stöðu og þróun lýðræðis á Norðurlöndum. Markmið hugveitunnar er að löndin verði betur í stakk búin til að takast á við áskoranir í framtíðinni.
Heimskviður
Norrænt samstarf eftir COVID
Ráðamenn á Norðurlöndum virðast einhuga um að næst þegar löndin standa frammi fyrir vandamáli á borð við kórónuveirufaraldurinn verði þau að bregðast sameiginlega við. Þegar farsóttin breiddist út gripu ríkisstjórnir til einhliða ráðstafana. Anna Hallberg, norrænn samstarfsráðherra Svíþjóðar segir að þetta megi ekki gerast aftur. Sigurður Ingi Jóhannsson, starfsbróðir hennar, vonar að þeirri öfugþróun sem var í norrænu samstarfi hafi verið snúið við á þingi Norðurlandráðs í Kaupmannahöfn.
Spegillinn
Áfangasigur fyrir norrænt menningarstarf
Norðurlöndin eiga að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi, stórauka á samvinnu í loftslagsmálum og efla innra samstarf. Svona er framtíðarsýn norrænu ráðherranefndarinnar og lögð hefur verið fram aðgerðaáætlun sem á að tryggja að sú sýn verði að veruleika. Í aðdraganda Norðurlandaráðs-þings i Kaupmannahöfn sem haldið var nýlega bar nokkuð á gagnrýni vegna þess að skera ætti niður í menningarstarfi á vegum Norðurlandaráðs. 
08.11.2021 - 17:05
Þungar áhyggjur af niðurskurði til menningarmála
Forstjóri Norræna hússins í Reykjavík lýsir þungum áhyggjum vegna áforma Norrænu ráðherranefndarinnar um að skera niður framlög til menningar á næstu árum. Það þýði um 26,6% niðurskurð til hússins næstu fjögur ár. Forseti Norðurlandaráðs tekur í sama streng.
Dönskukennsla verði endurskoðuð
Endurskoða þarf dönskukennslu í íslensku skólakerfi til að tryggja að hún geri Íslendingum kleift að taka þátt í norrænu samstarfi til fulls. Þetta segir í ályktun Ung norræn, ungmennadeildar Norræna félagsins.
Spegillinn
Norrænt samstarf steytir á skeri
Norrænt samstarf hefur steytt á skeri í Covid19-farsóttinni og tiltrú almennings á norrænt samstarf hefur beðið alvarlega hnekki. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu frá Norðurlandaráði. Forseti Norðurlandaráðs hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum með norrænt samstarf á síðustu mánuðum.
Færeyingar langeygir eftir að losna af rauða listanum
Það tekur of langan tíma að hreinsa Færeyinga af rauða lista Norðmanna sem veldur færeyskum verkamönnum í Noregi miklum vanda.
Styrkja samstarf um viðbúnað vegna farsótta
Forsætisráðherrar Norðurlanda og leiðtogar Álandseyja, Færeyja og Grænlands ákváðu á fundi í dag að vinna að því að styrkja samstarf Norðurlanda um öryggi birgða og viðbúnaðargetu vegna farsótta.
Lofuðu hlutum sem þeir gátu ekki staðið við
Menn voru komnir út af sporinu og búnir að lofa hlutum sem þeir gátu ekki staðið við, sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni kom í morgun fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins til að ræða aðkomu fjár­málaráðuneyt­is­ins varðandi að Þor­valdi Gylfa­syni var boðin rit­stjórastaða nor­ræna fræðirits­ins Nordic Economic Policy Review, NEPR.
Spegillinn
Vilja auka samstarf á sviði samfélagsöryggis
Stefna Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi var samþykkt á Norðurlandaráðsþinginu  í Stokkhólmi í síðasta mánuði. Ísland sem tekur við formennsku í ráðinu á næsta ári og mun leggja áherslu á þennan málaflokk. Silja Dögg Gunnarsdóttir var kjörin forseti Norðurlandaráðs og Oddný Harðardóttir varaforseti.
15.11.2019 - 13:33
Planta trjám til að kolefnisjafna ferðir sínar
Norrænir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherrar funduðu í dag um loftslagsbreytingar. Að fundi loknum gróðursettu ráðherrarnir tré í Gunnarsholti til þess að kolefnisjafna ferðir sínar.
26.08.2019 - 18:06
Norðurlönd starfi saman í loftslagsmálum
Mikilvægt er að Norðurlönd vinni saman gegn loftslagsbreytingum og hættum sem þeim fylgja að mati norrænna sérfræðinga í loftslagsmálum. Metnaðarfullar aðgerðir þeirra í málaflokknum breyti því ekki að frekari samræmingar stefnumótunar sé þörf.
Fréttaskýring
Stoltenberg skýrslan markaði tímamót
Skýrsla og tillögur Thorvalds Stoltenbergs, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, um norræna samvinnu markaði tímamót í norrænni samvinnu þegar hún var kynnt fyrir tíu árum. Fram að því hafði samstarf ríkjanna á sviði varnar- og öryggismála verið mjög takmarkað. Utanríkismálastofnanir Norðurlandanna kynntu fyrir helgi úttekt á Stoltenberg-skýrslunni og þýðingu hennar.
Norræna húsið 50 ára - meiri þörf á samstarfi
Fólk á Norðurlöndum þarfnast norræns samstarfs enn frekar nú en fyrir 50 árum, segir framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Hálfrar aldar afmæli Norræna hússins í Vatnsmýri verður fagnað á ýmsan hátt. 
24.08.2018 - 19:08
Vatnaskil í framleiðslu norræns sjónvarpsefnis
Útvarpsstjórar norrænu almannaþjónustumiðlanna fimm kynntu í gær samstarf um framleiðslu leikins efnis sem ber yfirskriftina „Nordic 12“. Samningunum er ætlað að auka bæði magn og gæði norræns leikins efnis fyrir sjónvarp og streymiþjónustu. Samningurinn tryggir íslenskum áhorfendm aðgang að tólf nýjum þáttaröðum sem verða aðgengilegar í 12 mánuði.
20.04.2018 - 09:50
Sameiginlegir norrænir einkennisbúningar
Yfirvöld varnarmála í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð ætla að sameinast um innkaup á bardagabúningum fyrir herafla ríkjanna. Vonast er til að hægt verði að spara mikið fé með sameiginlegum innkaupum. Verkefnið nefnist NCU, Nordic Combat Uniform.
07.12.2017 - 09:54
Norðurlönd styðji tveggja ríkja lausn
Þing Norðurlandaráðs samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að hvetja ríkisstjórnir sínar til að beita sér fyrir tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu og viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki líkt og Íslendingar og Svíar hafa gert.
29.10.2015 - 16:10
Vill efla blaðamennsku á Norðurlöndum
Norðurlandaráð leggur til að ríkisstjórnir Norðurlandanna viðhaldi starfsemi Norrænu blaðamannamiðstöðvarinnar og veiti verkefnum miðstöðvarinnar aukinn forgang. Sérstök áhersla verði á að efla fjálsa fjölmiðlun á strálbýlum svæðum, t.d. Íslandi, Færeyjum, þar sem blaðamennska á erfitt uppdráttar.
29.10.2015 - 15:19
Dj. flugvél og geimskip skemmti í Hörpu
Dj. flugvél og geimskip kom fram á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs, sem fram fór í Hörpu 27. október.
Norðurlöndin leysi ekki flóttamannavandann
Forsætisráðherrar Norðurlandanna ræddu flóttamannastrauminn á fundi sínum í dag. Þeir segja ekki hægt að taka á móti öllum en lýsa vilja og mikilvægi að Norðurlöndin vinni saman. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að Norðurlöndin geti ekki leyst flóttamannavandann í Evrópu.
28.10.2015 - 13:36
Cameron ræði ESB í Reykjavík
Búist er við að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, noti málþing í Reykjavík á morgun til að ræða framtíð Bretlands í Evrópusambandinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Breta er boðuð árið 2017. Ekki þykir líklegt að hann vilji fara sömu leið og Ísland og Noregur í sambandi við ESB.
28.10.2015 - 12:13
GusGus á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs
GusGus og Reykjavík Dance Production komu fram á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs, sem fór fram í Eldborgarsal Hörpu, 27. október. Atriðið er úr samstarfsverkefni þessara tveggja hópa sem nefnist „Á vit...“.
Uppistand Ara í Hörpu - myndskeið
Ari Eldjárn kitlaði hláturtaugar gesta í Eldborgarsal Hörpu fyrr í kvöld þegar hann kom fram á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs. Uppstand Ara má sjá hér að ofan en hann gerði meðal annars grín að talanda Skandinava og staðalímyndum.
Verðlaunaféð fer í skattinn
Dagur Kári Pétursson, handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar Fúsa sló á létta strengi í þakkarræðu sinni á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í kvöld. Mynd hans, Fúsi fékk kvikmyndaverðlaunin í ár. Dagur Kári sagði meðal annars að verðlaunaféð kæmi sér vel, hann skuldaði skattinum peninga.