Færslur: Norræna ráðherranefndin

Notkun netmiðla jókst um 30 prósent í faraldrinum
Í heimsfaraldrinum jókst notkun helstu netmiðla hérlendis um 30%. Heimsóknir á mest sóttu vefina héldust í hendur við fjölda þeirra sem þurftu að sæta einangrun. Traust á umfjöllun miðlanna um faraldurinn var mikið og almennt.
08.06.2022 - 18:00
Meta áhrif tæknirisa á lýðræðið
Norræna ráðherranefndin hefur sett á laggirnar nýja hugveitu sérfræðinga, sem fær það verkefni að meta áhrif tæknirisa á stöðu og þróun lýðræðis á Norðurlöndum. Markmið hugveitunnar er að löndin verði betur í stakk búin til að takast á við áskoranir í framtíðinni.
Hækkun fasteignaverðs mest hér meðal Norðurlandanna
Húsnæðisverð hækkaði mest á Íslandi meðal Norðurlanda í heimsfaraldrinum þótt það risi talsvert um þau öll. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni State of the Nordic Region sem kemur út annað hvert ár á vegum Nordregio, rannsóknarstofnunar Norrænu ráðherranefndarinnar.
Fimm ráðherrar ræða lærdóm af kreppunni í Kaupmannahöfn
Búist er við að fimm ráðherrar ríkisstjórnarinnar sæki Norðurlandaráðsþing sem haldið verður í Kaupmannahöfn í næstu viku. Þar á að ræða hvaða lærdóm Norðurlöndin geti dregið af kreppunni sem kórónuveiran hefur valdið og hvernig samstarfið verði eflt eftir hana.
Þungar áhyggjur af niðurskurði til menningarmála
Forstjóri Norræna hússins í Reykjavík lýsir þungum áhyggjum vegna áforma Norrænu ráðherranefndarinnar um að skera niður framlög til menningar á næstu árum. Það þýði um 26,6% niðurskurð til hússins næstu fjögur ár. Forseti Norðurlandaráðs tekur í sama streng.
Vandi ráðherranefndar að mestu vegna nýs kerfis
Engir fjármunir töpuðust vegna alvarlegra vandamála við fjármálastjórn Norrænu ráðherranefndarinnar. Frá þessu var greint á fréttamannafundi með framkvæmdastjóra og fjármálastjóra hennar í morgun.
23.06.2021 - 14:12
„Veruleg vandamál“ í fjármálastjórn ráðherranefndar
Umfangsmikil innri endurskoðun leiddi í ljós alvarleg vandamál í fjármálastjórn Norrænu ráðherranefndarinnar. Frá þessu er greint á heimasíðu Norðurlandasamstarfsins, norden.org. Þar segir að Norræna ráðherranefndin eigi „við verulegan vanda að etja“ í tengslum við fjármála- og verkefnastjórn nefndarinnar.
23.06.2021 - 01:49
Spegillinn
Norrænt samstarf steytir á skeri
Norrænt samstarf hefur steytt á skeri í Covid19-farsóttinni og tiltrú almennings á norrænt samstarf hefur beðið alvarlega hnekki. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu frá Norðurlandaráði. Forseti Norðurlandaráðs hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum með norrænt samstarf á síðustu mánuðum.
Færeyingar langeygir eftir að losna af rauða listanum
Það tekur of langan tíma að hreinsa Færeyinga af rauða lista Norðmanna sem veldur færeyskum verkamönnum í Noregi miklum vanda.
Gremja og óvissa meðal íbúa á landamærum Norðurlandanna
Hertar takmarkanir á landamærum norrænu ríkjanna valda mikilli óvissu og gremju meðal margra sem búa á nálægt landamærum. Enn eru ferðatakmarkanir til Norðurlandanna og hafa þær skapað nýjar hindranir fyrir íbúa á landamærunum.
Prófessorar við HR mótmæla afskiptum vegna ráðningar
Félag prófessora við Háskólann í Reykjavík og Rannsóknarráð Háskólans mótmæla pólitískum afskiptum fjármála- og efnahagsráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar í stöðu ritstjóra fræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review og taka í einu og öllu undir yfirlýsingu prófessora við ríkisháskóla vegna málsins.
Myndskeið
Tengir akademískt frelsi ekki við ráðningu
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist ekki tengja akademískt frelsi fræðimanna við það ferli sem á sér stað þegar ráðuneyti koma sér saman um hvern skuli ráða í ákveðnar stöður. Þetta sagði hún í svari við fyrirspurnum á Alþingi um ráðningu í ritstjórastöðu hagfræðitímarits sem norræna ráðherranefndin stendur að. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði óhuggulegt að stjórnvöld beittu sér gegn hæfum einstaklingi eins og gert hafi verið í máli Þorvaldar Gylfasonar hagfræðings.
12.06.2020 - 14:29