Færslur: Norræna

Skimuðu 500 farþega í Norrænu á leið frá Færeyjum
Vel gekk að skima tæplega 500 farþega sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Sýnatökuteymi frá Heilbrigðisstofnun Austurlands flaug til Færeyja í gær og skimaði farþega um borð á leiðinni til Seyðisfjarðar.
09.07.2020 - 18:21
Í sóttkví þegar komið er heim til Íslands
Sýnataka á landamærum er ekki nóg fyrir þá sem búsettir eru hérlendis og verður þeim gert að fara í sóttkví eftir komuna til landsins. Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt þessa tillögu sóttvarnalæknis. Einn smitaður ferðamaður er komin í einangrun í farsóttarhúsi. Sýnataka á Keflavíkurflugvelli stefnir í að fara yfir 2000 sýna viðmiðið í dag.
Tók um þrjá tíma að skima 300 farþega
Það tók um þrjá tíma að skima þrjú hundurð farþega sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Um 460 farþegar komu með skipinu, þrisvar sinnum fleiri en komu með skipinu í síðustu viku. Hluti farþega var frá Færeyjum og Grænlandi þurfa því ekki að fara í skimun. 
23.06.2020 - 14:07
300 skimaðir um borð í Norrænu
Um 300 af þeim 460 farþegum sem koma til Seyðisfjarðar í dag með Norrænu þurfa að fara í sýnatöku þegar ferjan leggst að bryggju. Líkt og fyrir viku mun sýnatakan vera framkvæmd um borð í skipinu.  Ekki var að þessu sinni gerð tilraun til að senda senda heilbrigðisstarfsfólk til Færeyja svo hægt væri að framkvæma sýnatökuna á leiðinni til landsins.
Þoka í Færeyjum hamlar sýnatöku í Norrænu
Útlit er fyrir að ekkert verði af sýnatöku um borð í Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði á morgun þriðjudag, vegna þess að það er þoka í Færeyjum.
15.06.2020 - 09:09
Norræna flytur farþega á ný
Von er á rúmlega tuttugu farþegum með Norrænu til Seyðisfjarðar í næstu viku. Bæjarstjóri segir þau vel undirbúin og að enginn farþegi komi í land án heilsufarsvottorðs.
16.04.2020 - 12:43
Norræna lokar fyrir farþegaflutninga vegna COVID-19
Farþegaferjan Norræna hefur lokað fyrir það að farþegar geti farið með skipinu milli Íslands, Færeyja og Danmerkur. Áfram verður þó siglt á milli með vörur. Þetta er gert vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar.
13.03.2020 - 07:47
Myndskeið
COVID-19: Norræna yrði sett í sóttkví
Seyðfirðingar fengju smáskilaboð léki grunur á COVID-19 smiti í Norrænu. Almannavarnadeild Austurlands er tilbúin með áætlanir um farsóttahús. Ferjan yrði sett í sóttkví.
19.02.2020 - 09:40