Færslur: Norðurárdalur

Telur að hyggja þurfi að slökkvistarfi úr lofti
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, gerði gróðurelda að umtalsefni undir fundarliðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. Gróðureldum geti fjölgað hér á landi vegna stækkandi skóglendis og aukinnar uppgræðslu, loftslagsbreytinga og breytinga á veðurfari. Frekari þurrkar séu mögulegir og fleiri eldingaveður.
29.05.2020 - 14:23
Ætla að fljúga dróna yfir Norðurárdal í dag
Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri telur að gróðureldar í Norðurárdal í Borgarfirði hafi kviknað af mannavöldum. Gera megi ráð fyrir að tíu til fimmtán hektarar hafi brunnið. Hversu stórt svæði brann komi frekar í ljós síðar í dag þegar dróna verði flogið þarna yfir.
19.05.2020 - 10:07