Færslur: Norður-Makedónía

Fundu 86 manns í farmrými vöruflutningabíls
Lögregla í Norður-Makedóníu fann á laugardagskvöld gær 86 manneskjur, þar á meðal allmörg börn, í yfirfullu farmrými vöruflutingabíls skammt frá landamærunum að Grikklandi. Lögreglumenn uppgötvuðu þennan ólöglega og illa meðhöndlaða farm við handahófseftirlit nærri landamærabænum Gevgelija í Norður-Makedóníu.
Falla frá neitunarvaldi vegna umsóknar Norður-Makedóníu
Búlgarska þingið samþykkti í morgun að hætta að beita neitunarvaldi gegn umsókn Norður-Makedóníu um aðild að Evrópusambandinu. Leiðtogaráð sambandsins samþykkti að veita Úkraínu og Moldóvu stöðu umsóknarríkja í gær.
24.06.2022 - 12:55
Ríkisstjórn Búlgaríu fallin eftir sex mánaða valdatíð
Búlgarska þingið samþykkti í gær vantrauststillögu á ríkisstjórn Kirils Petkov forsætisráðherra, sem tók við völdum fyrir sex mánuðum. Þetta þýðir að ríkisstjórn landsins er fallin og líklegt þykir að boðað verði til nýrra þingkosninga. Petkov mun þó að líkindum freista þess að mynda nýja stjórn áður en til þess kemur.
Axlaði pólitíska ábyrgð og sagði af sér
Zoran Zaev, forsætisráðherra Norður-Makedóníu, tilkynnti afsögn í dag, eftir að flokkur hans fékk slæma útreið í sveitarstjórnarkosningum um helgina. Hann telur enga þörf á að boða til þingkosninga þrátt fyrir afsögnina.
01.11.2021 - 16:10
Forseti Lettlands smitaður af COVID-19
Egils Levits, forseti Lettlands er smitaður af COVID-19. Smitum hefur fjölgað svo mjög í landinu undanfarið að stjórnvöld ákváðu að lýsa fyrir neyðarástandi af þeim sökum.
Tíu látnir eftir eldsvoða á COVID-19 deild sjúkrahúss
Tíu eru látnir eftir að eldur kviknaði á sjúkrahúsi í borginni Tetovo í Norður-Makedóníu í dag. Eldurinn braust út í álmu sjúkrahússins þar sem hugað var að sjúklingum með COVID-19.
09.09.2021 - 01:24
Neyðarástand í Norður-Makedóníu
Stjórnvöld í Skopje, höfuðborg Norður-Makedóníu, hafa lýst yfir 30 daga neyðarástandi vegna skógarelda sem geisað hafa í landinu síðastliðna fjóra daga. Aðgerðin færir öll völd sveitarfélaga tímabundið í hendur ríkisstjórnarinnar. Slökkviliðsbílarnir í landinu eru flestir frá tímum gömlu Júgóslavíu og engin af þremur flugvélum slökkviliðsins nothæf.
07.08.2021 - 12:49
Norður-Makedónía: torvelt að mynda ríkisstjórn
Jafnaðarmenn í Norður-Makedóníu unnu nauman sigur í þingkosningum þar í landi í dag.
16.07.2020 - 02:35
Þingkosningar í Norður-Makedóníu
Norður-Makedónar ganga að kjörborðinu í dag. Nýtt þing og stjórn þurfa að takast á við kórónuveirufaraldur og upphaf viðræðna um inngöngu í Evrópusambandið.
Norður-Makedónía þrítugasta NATO-ríkið
Norður-Makedónía varð í gær þrítugasta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, NATO. Stjórnvöld í Skopje greindu frá þessu í yfirlýsingu og sögðu draum margra kynslóða hafa ræst.
28.03.2020 - 06:48
Norður-Makedónía á leið inn í NATO
Í gær var rutt úr vegi síðustu hindruninni fyrir aðild Norður-Makedóníu að Atlantshafsbandalaginu þegar efri deild spænska þingsins lagði blessun sína yfir inngöngu landsins í NATO.
18.03.2020 - 08:54
Boðar kosningar í N-Makedóníu eftir höfnun ESB
Zoran Zaev, forsætisráðherra Norður-Makedóníu, hefur boðað til þingkosninga, þótt kjörtímabilið sé aðeins rúmlega hálfnað. Ástæðan er ákvörðun leiðtogaráðs Evrópusambandsins um að fresta því enn einu sinni að hefja umbeðnar aðildarviðræður við stjórn hans.
20.10.2019 - 01:43
Æðstu embættismenn ESB gagnrýna leiðtoga þess
Æðstu embættismenn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þeir Jean Claude Juncker og Donald Tusk, gagnrýna leiðtogaráð sambandsins harðlega fyrir að neita að hefja umsóknarferli og aðildarviðræður við Albaníu og Norður-Makedóníu. Segja þer þetta mikil og söguleg mistök, sem geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.
19.10.2019 - 05:25
Hafnar viðræðum við Albaníu og N-Makedóníu
Ekki náðist samkomulag á leiðtogafundi Evrópusambandsins um að bjóða Albaníu og Norður-Makedóníu að hefja aðildarviðræður við sambandið, eins og bæði ríkin hafa leitað eftir. Þrátt fyrir margra klukkustunda samningaþref, ýmist fyrir opnum tjöldum eða bak við þau, tókst ekki að sannfæra alla leiðtogana um ágæti þess að byrja formlegar viðræður við Balkanríkin tvö.
18.10.2019 - 05:46
Söguleg stund í Norður-Makedóníu
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, fékk hlýjar móttökur, þegar hann kom í dag í opinbera heimsókn til nágrannaríkisins Norður-Makedóníu, fyrstur grískra ráðamanna frá því að Makedóníumenn lýstu yfir sjálfstæði árið 1991.
02.04.2019 - 18:06
13 létust í rútuslysi í Norður-Makedóníu
Minnst þrettán eru látnir og 30 slasaðir eftir rútuslys í Norður-Makedóníu í gær. Rútan valt út af veginum um 20 kílómetrum frá höfuðborginni Skopje. AFP fréttastofan hefur eftir heilbrigðisráðherranum Venko Filipce að nokkrir liggi þungt haldnir á sjúkrahúsi. Um 50 manns voru um borð í rútunni þegar hún valt.
14.02.2019 - 06:15
Grikkir fullgiltu Nató-aðild Norður-Makedóníu
Gríska þingið samþykkti í gær fullgilda samning um aðild Norður-Makedóníu að Atlantshafsbandalaginu, eða Nató, með 153 atkvæðum gegn 140. Öll aðildarríki Nató samþykktu á miðvikudag að taka við umsókn Norður-Makedóníu á miðvikudag og því er nú ekkert því til fyrirstöðu að ríkið verði 30. aðildarríki hernaðarbandalagsins. Fyrst þurfa þó þjóðþing allra aðildarríkja að fylgja fordæmi Grikkja og fullgilda samninginn, en ekki er búist við öðru en að það reynist auðsótt.
09.02.2019 - 05:50
Grikkir samþykkja Norður-Makedóníu
Gríska þingið samþykkti í dag sögulegt samkomulag við Makedóníu og batt þar með enda á 27 ára deilu ríkjanna um nafn landsins.
25.01.2019 - 15:06
Mótmælt í Grikklandi - atkvæðagreiðslu frestað
Nokkur þúsund Grikkir mótmæltu í kvöld samkomulagi grísku stjórnarinnar við stjórnvöld í nágrannaríkinu í norðri, um að það skuli eftirleiðis bera nafnið Norður-Makedónía. Með því vonast ráðamenn beggja ríkja til að útkljá endanlega deilu þeirra um nafngift þessa fyrrum Júgóslavíuríkis, sem staðið hefur í 27 ár. Umræður um samkomulagið hófust á miðvikudag og stóðu langt fram á fimmtudagskvöld.
25.01.2019 - 01:23
Deilt um Makedóníu á gríska þinginu
Gert er ráð fyrir að gríska þingið greiði í kvöld atkvæði um samkomulag sem miðar að því að binda enda á deilur við grannríki í norðri um nafnið Makedóníu. Þingheimur er klofinn í afstöðu til málsins, en búist er við að samkomulagið verði samþykkt með naumum meirihluta.
24.01.2019 - 09:22
Vill atkvæðagreiðslu í gríska þinginu
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefur boðað atkvæðagreiðslu í þingi landsins um það hvort ríkisstjórn hans nýtur trausts eftir að varnarmálaráðherra landsins sagði af sér fyrr í dag. Varnarmálaráðherrann, Panos Kammenos, er jafnframt formaður samstarfsflokksins í ríkisstjórninni.
13.01.2019 - 15:55
Varnarmálaráðherra Grikklands segir af sér
Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikkja og leiðtogi ANEL, helsta samstarfsflokks Alexis Tsiprasar í ríkisstjórn Grikkilands, tilkynnti í dag um afsögn sína áður en kemur til atkvæðagreiðslu í gríska þinginu um nýtt nafn nágrannaríkis Grikkja, Norður-Makedóníu. Lengi hefur staðið styr um það nafn. Kammenos sagði eftir fund með Tsiprasi að hann og flokkur hans gæti ekki stutt samkomulagið.
13.01.2019 - 11:17
Norður-Makedónía komin á kortið
Makedóníuþing samþykkti í gærkvöld að breyta nafni landsins í Norður-Makedóníu. 81 af 120 þingmönnum samþykktu stjórnarskrárbreytingarnar sem gera þurfti til að þetta yrði að veruleika, en 80 er lágmarksfjöldi til að knýja fram breytingar á stjórnarskrá. Enginn greiddi atkvæði á móti. Nafnbreytingin er gerð að kröfu nágrannaríkisins Grikklands, sem heldur því fram að annars sé hætta á ruglingi við samnefnt hérað í Grikklandi.
12.01.2019 - 05:51
Samþykktu að breyta nafni Makedóníu
Makedóníuþing samþykkti í kvöld að hefja vinnu við breytingu á nafni ríkisins úr Fyrrum júgóslavneska lýðveldið Makedónía í Lýðveldið Norður Makedónía. 80 af 120 þingmönnum greiddu atkvæði með tillögunni, eða tveir af hverjum þremur. Sá meirihluti nægir til að undirbúningsvinna fyrir þær stjórnarskrárbreytingar sem nýja nafnið kallar á getur hafist.
20.10.2018 - 01:22
Orðaskak og afsögn í grísku ríkisstjórninni
Deilurnar og ekki síður samkomulagið um nafngift Makedóníu draga enn dilk á eftir sér. Utanríkisráðherra Grikklands, Nikos Kotzias, sagði af sér embætti í gær eftir að í odda skarst milli hans og varnarmálaráðherra landsins, hægri mannsins Panosar Kammenos, á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag.
18.10.2018 - 06:24