Færslur: Norður-Íshaf

Kjöraðstæður fyrir selveiðar hvítabjarna í vetur
Íbúar í nyrstu byggðum Rússlands þurfa að líkindum ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af heimsóknum hungraðra hvítabjarna í matarleit í vetur og raunin hefur verið undanfarin ár, að mati sérfræðinga Alþjóðlega náttúruverndarsjóðsins, WWF. Ástæðan er sú að hafísbreiðan í Norður-Íshafinu er vel þétt í vetur og aðstæður til hefðbundinnar mataröflunar hvítabjarna því með ágætum.
27.12.2021 - 04:51
Sjónvarpsfrétt
Vöruflutningar bráðlega Norðaustur siglingaleiðina
Þess er vænst að vöruflutningar færist bráðlega yfir á Norðaustur siglingarleiðina meðfram Síberíu, Noregi og Austfjörðum, vegna loftlagsbreytinga. Málið var rætt á fundi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu, og þar voru meðal annars kynntar niðurstöður nýlegs rannsóknarleiðangurs um rússneska íshafið. Jón Björgvinsson, fréttaritari RÚV var með í þeim leiðangri. 
17.10.2021 - 20:16
Fundu óvart nyrstu eyju jarðar
Vísindamenn telja að þeir hafi rambað á nyrstu eyju jarðar fyrir algjöra heppni. Eyjan meinta er norður af Grænlandi. Vísindamennirnir héldu að þeir væru á Oodaaq-eyju, sem hefur verið þekkt frá árinu 1978. Þangað flugu þeir til að taka sýni til frekari rannsókna.
28.08.2021 - 07:50
Útiloka ekki kólnun hafsins umhverfis Ísland
Breytingar á hitastigi og seltu í hafinu við Ísland undanfarin 20 ár má rekja til náttúrulegra sveiflna. Þær tengjast síður breytingum á loftslagi af mannavöldum. Hafstraumar hafa borið hingað heitari og saltari Atlantshafssjó en á árunum 1965 til 1995. Möguleiki er á að kaldur íshafssjór streymi að landinu líkt og gerðist fyrir rúmum 50 árum.
Kennsl borin á einn leiðangursmanna Franklins
Vísindamönnum hefur tekist að bera kennsl á líkamsleifar eins leiðangurssmanna úr Franklin-leiðangrinum svonefnda. Leiðangurinn endaði með ósköpum um miðja nítjándu öld, og er fátt vitað um afdrif leiðangursmanna. 
07.05.2021 - 06:48
Flutningar um Norður-Íshaf fjórfaldast á þremur árum
Vöruflutningar til og frá höfnum við Norður-Íshaf hafa rúmlega fjórfaldast á síðustu þremur árum. Hafa þeir aldrei verið meiri en í fyrra og útlit er fyrir enn meiri aukningu í ár. Frá þessu er greint í Fiskifréttum, sem út komu í dag.
05.03.2020 - 06:51
Rússar slá met í siglingu til Kína
Skip rússneska gasfyrirtækisins Novatek hefur slegið met í siglingu til Kína frá Rússlandi um Norðausturleiðina. Siglingin tók 16 daga og voru ekki notaðir ísbrjótar til að ryðja leiðina.
25.07.2019 - 14:45
Innrás hvítabjarna vekur ugg á Novaja Zemlja
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á rússneska eyjaklasanum Novaja Zemlja vegna tuga hvítabjarna sem þar hafa tekið sér bólfestu að undanförnu, ráðist á fólk og brotist inn í mannabústaði í leit að fæðu.
10.02.2019 - 00:38