Færslur: Norður-Atlantshaf

Kortleggja hafsbotninn suðvestur af landinu
Kortlagningarleiðangur rannsóknaskips Hafrannsóknastofnunar, Rs. Árna Friðrikssonar, hófst í gær og mun standa til 1. júlí næstkomandi.
24.06.2021 - 15:16
Myndskeið
Golfstraumurinn er ekki að hverfa
Hægt hefur á lóðréttum og köldum hafstraumum sem streyma frá Norðurpólnum til suðurs. Nýleg rannsókn sýnir fram á þetta. Haffræðingur segir að þrátt fyrir þetta sé ótímabært að fullyrða að þetta verði til þess að hinn hlýi Golfstraumur hverfi. „En í fyrsta lagi þá er Golfstraumurinn ekki að hverfa og í öðru lagi, þó að þessi straumur hryndi, þá myndi það breyta Golfstraumnum eitthvað en það myndi ekki gera Ísland óbyggilegt,“ segir haf- og veðurfræðingur.
Høgni Hoydal: Ekki Dana að gera Færeyjar að skotmarki
Høgni Hoydal, fyrrverandi utanríkisráðherra Færeyja, segir ótækt að Danir ræði án samráðs við NATO um hluti sem geri Færeyjar að skotmarki. Í nýrri áætlun Dana um aukið eftirlit á norðurslóðum er gert ráð fyrir nýrri eftirlitsratsjá á Sornfelli í Færeyjum. Gremja ríkir í Færeyjum og einnig á Grænlandi með að Danir hafi ekki haft samráð við stjórnir og þing landanna áður en tilkynnt var um áætlunina.
Fréttaskýring
Aukið eftirlit Dana á Norðurslóðum
Danska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst á þingi um að auka verulega eftirlit á norðurslóðum. Útgjöld til eftirlitsins verða aukin um sem svarar rúmlega 30 milljörðum íslenskra króna. Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, sagði nauðsynlegt að auka viðbúnað hersins til að fylgjast betur með siglingum og flugi á norðurslóðum.
Myndskeið
Stunda námið í Færeyjum, Danmörku, Grænland og hér
Danmörk, Færeyjar, Ísland og Grænland. Þannig hljómar kennsluskráin hjá fyrsta nemendahópnum í Norður-Atlantshafsbekknum. Í honum eru nemendur frá þessum fjórum löndum sem ferðast þeirra á milli og læra saman. „Þetta er gott framtak vegna þess að þetta er Norður-Atlantshafssamstarf og það er svo mikilvægt,“ segir verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Versló.