Færslur: Nord Stream 2

Þakklátur fyrir þvinganir en hefði viljað sjá þær fyrr
Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ávarpaði leiðtogaráð Evrópusambandsins í gær þar sem hann þakkaði fyrir þær viðskiptaþvinganir sem Rússar væru beittir. Hann bætti þó við að heldur seint hefði verið gripið til aðgerða.
Segja Nord Stream 2 tilbúið til notkunar
Bæði rör Nord Stream 2 gasleiðslunnar ættu nú að vera orðin full og tilbúin til gasafhendingar að sögn Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Alexei Miller, stjórnandi Gazprom, sagði seinna rörið hafa verið fyllt í dag og allt væri því til reiðu. Þýska orkumálastofnunin BNetzA sagði fyrr í mánuðinum að líklega yrði ekki komið leyfi fyrir vinnslu úr leiðslunni fyrr en á seinni hluta ársins 2022.
29.12.2021 - 19:26
Segir ótímabært fyrir Úkraínu að ganga í NATÓ
Joe Biden Bandaríkjaforseti fullvissaði Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu um andstöðu Bandaríkjanna við yfirgang Rússlands á fundi þeirra í dag. Hins vegar sýndi hann engan áhuga á stuðningi við inngöngu Úkraínu í Atlantshafsbandalagið.
02.09.2021 - 01:12
Draga til baka þvinganir vegna Nord Stream 2
Fyrir fund þeirra Antony Blinken og Sergei Lavrov í dag sendi Blinken Bandaríkjaþingi bréf þar sem greint var frá því að Bandaríkjastjórn ætli að draga til baka viðskiptaþvinganir gegn fyrirtækjum sem vinna að lagningu Nord Stream 2 gasleiðslunnar.
20.05.2021 - 01:08
18 fyrirtæki yfirgefa Nord Stream 2
Átján evrópsk fyrirtæki hafa annaðhvort hætt störfum við lagningu Nord Stream 2 jarðgasleiðslunnar eða ætla að hætta vegna yfirvofandi viðskiptaþvingana Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins sem lögð var fyrir Bandaríkjaþing fyrir helgi.
25.02.2021 - 01:18
Viðskiptabann á rússneskt skip vegna Nord Stream 2
Bandaríkjastjórn ætlar að leggja viðskiptabann á rússneska skipið Fortuna. Skipið leggur lokahönd á lagningu Nord Stream 2 gasleiðsluna frá Rússlandi til Þýskalands. Þýskir embættismenn staðfestu þetta við AFP fréttastofuna í gær.
19.01.2021 - 04:49
Fréttaskýring
Navalny, Novichok og Nord Stream 2
Eitt stærsta pólitíska deilumál síðari tíma á alþjóðavísu varð enn stærra eftir að rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny var byrlað taugaeitrið Novichok í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu. Hann liggur nú á sjúkrahúsi í Berlín í Þýskalandi þar sem hann vaknaði til meðvitundar í gær. Þjóðverjar kalla eftir ítarlegri rannsókn yfirvalda í Moskvu á því hver eitraði fyrir Navalny.
17.09.2020 - 07:00
Mögulega hætt við Nord Stream 2
Þjóðverjar hafa gefið í skyn að mögulega verði hætt við gaslögnina Nord Stream 2, gefi Rússar ekki viðunandi skýringar á hvernig stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny veiktist af taugaeitrinu novichok. Navalny er kominn til meðvitundar eftir að hafa verið haldið sofandi á Charite-sjúkrahúsinu í Berlín. Hann er áfram í öndunarvél og segja læknar að of snemmt sé að segja til um langtímaáhrif eitursins.
07.09.2020 - 18:17
Þýskt orkufyrirtæki lýsir áhyggjum vegna Nord Stream 2
Lagning Nord Stream 2 gasleiðslunnar kann enn að vera í uppnámi. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri þýska orkufyrirtækisins Uniper sem hefur lagt mikið fé til verksins.
11.08.2020 - 17:30
Þjóðverjar mótmæla hugmyndum um viðskiptabann
Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas lýsir yfir vanþóknun sinni við Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna vegna hótana Bandaríkjamanna um að beita viðskiptabanni á höfnina í Sassnitz við Eystrasalt. Ástæðan er tengsl borgarinnar við lagningu Nord Stream 2 gasleiðslunnar.
10.08.2020 - 16:10