Færslur: Nóbelsverðlaun í bókmenntum

Abdulrazak Gurnah fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum
Rithöfundurinn Abdulrazak Gurnah fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 2021.
Í BEINNI
Hver fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum?
Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna í bókmenntum 2021 í beinni útsendingu.
Heimskviður
Telur Nóbelsverðlaun þurfa róttækra breytinga við
Nóbelsverðlaun í bókmenntum hafa staðið á krossgötum frá 2017 eftir hneykslismál og grunsemdir um spillingu. Í ár hafa sumir jafnvel kallað eftir því að Louise Glück, handhafi Nóbelsverðlaunanna 2020, taki ekki við verðlaununum í desember. Óvíst er hvort akademían endurheimtir traustið sem hún naut áður.
Gagnrýni
Stoppað upp í eitt af götum íslensks menningarrefils
Skáldsaga Nóbelsskáldsins Peter Handke, Ótti markmannsins við vítaspyrnu, er komin út í íslenskri þýðingu. Gauti Kristmannsson segir að bókin hafi fundið verðugan þýðanda í Franz Gíslasyni heitnum. „Þýðingin lá á meðal handrita hans að honum látnum og það er nú fyrir tilstilli forlagsins Uglu og ritstjórans Jóns Bjarna Atlasonar að þetta stórvirki heimsbókmenntanna er komið út.“
Tekist á við eigin skrímsli og annarra
Tilkynnt var í vikunni að bandaríska ljóðskáldið Louise Glück hlyti Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 2020. Hún fær verðlaunin fyrir „óyggjandi ljóðræna rödd sína, sem á íburðarlausan hátt gerir persónulega tilveru altæka,“ eins og segir í rökstuðningi sænsku akademíunnar. Glück hefur um langt árabil verið eitt fremsta ljóðskáld Bandaríkjanna, ljóð hennar einkennast í senn af mikilli visku og auðugu tilfinningalífi.
Louise Glück fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum
Bandaríska ljóðskáldið Louise Glück fær Bókmenntaverðlaun Nóbels 2020. Hún er 16. konan til að hljóta verðlaunin. Þau voru síðast veitt ljóðskáldi árið 2011.
Í beinni
Nóbelsverðlaunin í bókmenntum tilkynnt
Tilkynnt verður um handhafa Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum 2020 klukkan 11:00 að íslenskum tíma.
Bókmenntaverðlaun Nóbels veitt eftir röð hneykslismála
Búist er við að sænska akademían reyni að lægja öldurnar eftir umdeilt val síðasta árs og hneykslismál sem gerði hana um tíma óstarfhæfa.
Beðið eftir barbörunum - J.M. Coetzee
Beðið eftir barbörunum er stórmerkileg bók eftir suður-afríska nóbelsskáldið J.M. Coetzee og eflaust þekktasta verk höfundar. Bókin kom út á tímum aðskilnaðarstefnunnar en þótt sagan sé staðlaus og fjalli um ónefnt heimsveldi er hún ljóðræn og beitt gagnrýni á nýlendutímann, aðskilnað manna og valdbeitinu.
Ferðalög bókafólksins
„Varð uppi fótur og fit þegar Olga birtist“
Sigurbjörg Þrastardóttir skáld segir frá því þegar Olga Tokarczuk, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum mætti á ljóðahátíð í Póllandi á síðasta ári.
Deilur um Peter Handke – gömul saga og ný
„Þetta er í raun og veru einfalt og flókið í senn, eins og alltaf er í lífinu,“ segir Kristján B. Jónasson um áratugalangar deilur sem vöknuðu aftur til lífsins þegar tilkynnt var að austurríski rithöfundurinn Peter Handke hlyti Nóbelsverðlaun í bókmenntum.
Peter Handke: „Ég hata blaðamennsku!“
Peter Handke, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum 2019, segist aldrei ætla að svara spurningum blaðamanna aftur. Rithöfundurinn hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir afstöðu sína gagnvart Kósóvóstríðinu á tíunda áratugnum.
Nóbelsverðlaun vekja undrun og reiði
Margir spáðu því að sænska akademían myndi forðast það að deilt yrði um Nóbelsverðlaunin í ár en raunin hefur orðið allt önnur. Álitsgjafar eru furðu lostnir yfir því að Peter Handke hafi hlotið verðlaunin en hann hefur verið sakaður um að bera blak af stríðsglæpum Serba í Kósóvóstríðinu.
Óglatt yfir Nóbelsverðlaunum Handke
Ákvörðun sænsku akademíunnar um að afhenda austurríska höfundinum Peter Handke bókmenntaverðlaun Nóbels hefur vakið talsverða reiði. Meðal þeirra sem gagnrýna hana eru leiðtogar Albaníu og Kósóvó, auk mannréttindasamtaka rithöfunda í Bandaríkjunum.
Handke og Tokarczuk hljóta Nóbelsverðlaun
Sænska akademían hefur tilkynnt höfundana sem hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Það eru rithöfundarnir Peter Handke og Olga Tokarczuk.
Dylan tók loks við Nóbelsverðlaunum
Bob Dylan tók við Nóbelsverðlaunum sínum fyrir bókmenntir á lokuðum fundi með sænsku akademíunni í dag. Sænska ríkisútvarpið fékk þetta staðfest frá Horace Engdahl, sem situr í Nóbelsakademíunni.