Færslur: Nóbelsverðlaun

Hundrað ár síðan Marie Curie var gefið gramm af radíni
Heimsóknar pólska eðlis- og efnafræðingsins Marie Curie til Bandaríkjanna árið 1921 var minnst með athöfn í franska sendiráðinu í Washington í gær. Þar var henni fært frumefni að gjöf. Rannsóknir hennar liggja meðal annars til grundvallar krabbameinsmeðferðar.
Í BEINNI
Hver fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum?
Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna í bókmenntum 2021 í beinni útsendingu.
Heimsglugginn: Nóbelsverðlaun og ís og loft frá 1765
Þessa vikuna er verið að tilkynna um þá sem fá Nóbelsverðlaunin, þau vekja alltaf mikla athygli en við leiðum ekki alltaf hugann að uppruna þeirra eða hvenær þau öðluðust þann virðingarsess sem þau hafa.
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir aðferð við gerð sameinda
Þjóðverjinn Benjamin List og Skotinn David MacMillan hljóta Nóbelsverðlaun í efnafræði. Þetta var tilkynnt í morgun. Verðlaunin hljóta þeir fyrir þróun á aðferð við byggingu sameinda sem að mati Nóbelsnefndarinnar hefur haft mikil áhrif á rannsóknir í lyfjafræði og sömuleiðis gert efnafræðina umhverfisvænni.
06.10.2021 - 10:34
Deila nóbelsverðlaunum í læknisfræði
David Julius og Ardem Patapoutian hlutu í morgun nóbelsverðlaunin í læknisfræði fyrir uppgötvanir sínar sem skýra frekar hvernig líkaminn nemur hitastig og snertingu, svokallað líkamsskyn.
Tilkynnt í dag hver hreppir Nóbelinn í læknisfræði
Tilkynnt verður í dag um hver hreppir Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár. Hæst ber nöfn ungverska vísindamannsins Katalin Kariko og þess bandaríska Drew Weissman.
Upplýst um Nóbelsverðlaunatilnefningar í næstu viku
Tilkynnt verður um tilnefningar til Nóbelsverðlauna í Stokkhólmi og Ósló dagana 4. til 11. október næstkomandi. Líkt og áður hvílir mikil leynd yfir því hver eru tilnefnd en fjöldi nafna hefur verið nefndur.
Þrjú ár frá því að Greta Thunberg hóf baráttu sína
Í dag eru þrjú ár liðin frá því að fimmtán ára sænsk stúlka skrópaði í skólanum og mótmælti aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Skilaboð hennar hafa borist út um allan heim á þessum þremur árum.
Hundruð tilnefninga til friðarverðlauna Nóbels
Norsku Nóbelsnefndinni hafa borist 329 tilnefningar til friðarverðlauna Nóbels í ár. Þeirra á meðal eru Greta Thunberg, aðgerðasinni í loftslagsmálum, og Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Sömu leiðis Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi í Hvíta-Rússlandi og rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny.
01.03.2021 - 16:53
Íslenskur píanisti kemur fram á Nóbelsverðlaunaathöfn
Píanóleikarinn Anna Gréta Sigurðardóttir hlaut nýverið þann heiður að fá boð um að koma fram á Nóbelsverðlaunaafhendingunni í Stokkhólmi í desember.
Nóbelsverðlaunin í hagfræði til Bandaríkjanna
Bandarísku hagfræðingarnir Paul Milgrom og Robert Wilson hlutu í dag Nóbelsverðlaunin í hagfræði fyrir uppgötvanir sínar og þróun á uppboðskenningunni. Fyrir þeirra tilstuðlan er unnt að halda uppboð á vörum og þjónustu sem ella væri erfitt að koma í verð, svo sem útvarpstíðnum.
Verlaunaðar fyrir byltingarkennda aðferð
Emmanuelle Charpentier frá Frakklandi og Jennifer Doudna frá Bandaríkjunum fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Í tilkynningu frá Nóbelsnefndinni í Stokkhólmi sagði að þær fengju verðlaunin fyrir að þróa aðferð til að breyta erfðaefni dýra, jurta og örvera með mikilli nákvæmni sem hefði haft byltingarkennd áhrif í vísindaheiminum meðal annars við krabbameinslækningar.
07.10.2020 - 10:21
Þrír fá Nóbelsverðlaun í læknavísindum
Bandaríkjamennirnir Harvey Alter og Charles Rice og Bretinn Michael Houghton fá Nóbelsverðlaunin í læknavísindum í ár fyrir uppgötvanir og rannsóknir á lifrarbólgu C. Tilkynnt var um þetta í morgun. Í tilkynningunni sagði að vísindamennirnir væru heiðraðir fyrir framlag sitt gagnvart þessum sjúkdómi sem hefði mikil áhrif um allan heim.
05.10.2020 - 10:00
Verðlaunafé Nóbelsverðlauna hækkað
Verðlaunafé Nóbelsverðlaunahafa þessa árs verður hærra en í fyrra, hækkar úr níu milljónum sænskra króna í tíu milljónir, jafnvirði ríflega 150 milljóna íslenskra króna. Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri hefur þetta eftir Lars Heikensten, yfirmanni Nóbelsstofnunarinnar.
24.09.2020 - 08:43
Nóbelshátíðinni í Stokkhólmi aflýst
Hátíðlegri athöfn þegar Nóbelsverðlaunin eru afhent í Stokkhólmi hefur verið aflýst í ár. Það hefur ekki gerst síðan árið 1944. Athöfnin fer ávallt fram tíunda desember að viðstaddri sænsku konungsfjölskyldunni.
22.09.2020 - 14:20
Peter Handke: „Ég hata blaðamennsku!“
Peter Handke, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum 2019, segist aldrei ætla að svara spurningum blaðamanna aftur. Rithöfundurinn hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir afstöðu sína gagnvart Kósóvóstríðinu á tíunda áratugnum.
Hélt í 40 mínútur að hann fengi Nóbelsverðlaun
Írski rithöfundurinn John Banville fékk símhringingu þar sem honum var tjáð að hann fengi Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Um símahrekk var að ræða og er sænska akademían að rannsaka málið.
15.10.2019 - 16:47
Nóbelsverðlaun vekja undrun og reiði
Margir spáðu því að sænska akademían myndi forðast það að deilt yrði um Nóbelsverðlaunin í ár en raunin hefur orðið allt önnur. Álitsgjafar eru furðu lostnir yfir því að Peter Handke hafi hlotið verðlaunin en hann hefur verið sakaður um að bera blak af stríðsglæpum Serba í Kósóvóstríðinu.
Forsætisráðherra Eþíópíu fær friðarverðlaun
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Þetta var kunngert í Ósló í morgun klukkan níu. Verðlaunin hlýtur hann fyrir að hafa komið á friði milli nágrannaríkjanna Eþíópíu og Erítreu, að því er kemur fram í greinargerð norsku Nóbelsnefndarinnar.
11.10.2019 - 09:27
Veðbankar spá Gretu Thunberg Nóbelsverðlaunum
Ef marka má veðbanka hlýtur sænska unglingsstúlkan Greta Thunberg friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína fyrir auknum loftgæðum í heiminum. Tilkynnt verður um þau í Ósló klukkan níu.
11.10.2019 - 07:31
Óglatt yfir Nóbelsverðlaunum Handke
Ákvörðun sænsku akademíunnar um að afhenda austurríska höfundinum Peter Handke bókmenntaverðlaun Nóbels hefur vakið talsverða reiði. Meðal þeirra sem gagnrýna hana eru leiðtogar Albaníu og Kósóvó, auk mannréttindasamtaka rithöfunda í Bandaríkjunum.
Handke og Tokarczuk hljóta Nóbelsverðlaun
Sænska akademían hefur tilkynnt höfundana sem hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Það eru rithöfundarnir Peter Handke og Olga Tokarczuk.
Nóbelsverðlaun fyrir litíumjónarafhlöður
Bandaríkjamaðurinn John Goodenough, Bretinn Stanley Whittingham og Japaninn Akira Yoshino  fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir hönnum og þróun á litíumjónarafhlöðum. Konunglega sænska vísindaakademían greindi frá þessu í morgun.
09.10.2019 - 10:19
Nóbelshöfundur gagnrýnir Chernobyl-þættina
Svetlana Alexievich, sem hlaut Nóbelsverðlaunin árið 2015, hefur gagnrýnt framleiðendur hinna geysivinsælu þátta Chernobyl fyrir að geta þess ekki að bók hennar Raddir frá Chernobyl hafi verið nýtt við gerð þeirra.
08.06.2019 - 14:24
Pistill
Nóbelsverðlaunaharmleikurinn
Komnar eru út tvær nýjar bækur sem fjalla um vandræðin innan sænsku akademíunnar, bækur skrifaðar af innstu koppum í búri akademíunnar. Gauti Kristmannsson fjallar um Nóbelsharmleikinn.
05.06.2019 - 15:40