Færslur: Nóbelsverðlaun

Hundruð tilnefninga til friðarverðlauna Nóbels
Norsku Nóbelsnefndinni hafa borist 329 tilnefningar til friðarverðlauna Nóbels í ár. Þeirra á meðal eru Greta Thunberg, aðgerðasinni í loftslagsmálum, og Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Sömu leiðis Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi í Hvíta-Rússlandi og rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny.
01.03.2021 - 16:53
Íslenskur píanisti kemur fram á Nóbelsverðlaunaathöfn
Píanóleikarinn Anna Gréta Sigurðardóttir hlaut nýverið þann heiður að fá boð um að koma fram á Nóbelsverðlaunaafhendingunni í Stokkhólmi í desember.
Nóbelsverðlaunin í hagfræði til Bandaríkjanna
Bandarísku hagfræðingarnir Paul Milgrom og Robert Wilson hlutu í dag Nóbelsverðlaunin í hagfræði fyrir uppgötvanir sínar og þróun á uppboðskenningunni. Fyrir þeirra tilstuðlan er unnt að halda uppboð á vörum og þjónustu sem ella væri erfitt að koma í verð, svo sem útvarpstíðnum.
Verlaunaðar fyrir byltingarkennda aðferð
Emmanuelle Charpentier frá Frakklandi og Jennifer Doudna frá Bandaríkjunum fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Í tilkynningu frá Nóbelsnefndinni í Stokkhólmi sagði að þær fengju verðlaunin fyrir að þróa aðferð til að breyta erfðaefni dýra, jurta og örvera með mikilli nákvæmni sem hefði haft byltingarkennd áhrif í vísindaheiminum meðal annars við krabbameinslækningar.
07.10.2020 - 10:21
Þrír fá Nóbelsverðlaun í læknavísindum
Bandaríkjamennirnir Harvey Alter og Charles Rice og Bretinn Michael Houghton fá Nóbelsverðlaunin í læknavísindum í ár fyrir uppgötvanir og rannsóknir á lifrarbólgu C. Tilkynnt var um þetta í morgun. Í tilkynningunni sagði að vísindamennirnir væru heiðraðir fyrir framlag sitt gagnvart þessum sjúkdómi sem hefði mikil áhrif um allan heim.
05.10.2020 - 10:00
Verðlaunafé Nóbelsverðlauna hækkað
Verðlaunafé Nóbelsverðlaunahafa þessa árs verður hærra en í fyrra, hækkar úr níu milljónum sænskra króna í tíu milljónir, jafnvirði ríflega 150 milljóna íslenskra króna. Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri hefur þetta eftir Lars Heikensten, yfirmanni Nóbelsstofnunarinnar.
24.09.2020 - 08:43
Nóbelshátíðinni í Stokkhólmi aflýst
Hátíðlegri athöfn þegar Nóbelsverðlaunin eru afhent í Stokkhólmi hefur verið aflýst í ár. Það hefur ekki gerst síðan árið 1944. Athöfnin fer ávallt fram tíunda desember að viðstaddri sænsku konungsfjölskyldunni.
22.09.2020 - 14:20
Peter Handke: „Ég hata blaðamennsku!“
Peter Handke, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum 2019, segist aldrei ætla að svara spurningum blaðamanna aftur. Rithöfundurinn hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir afstöðu sína gagnvart Kósóvóstríðinu á tíunda áratugnum.
Hélt í 40 mínútur að hann fengi Nóbelsverðlaun
Írski rithöfundurinn John Banville fékk símhringingu þar sem honum var tjáð að hann fengi Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Um símahrekk var að ræða og er sænska akademían að rannsaka málið.
15.10.2019 - 16:47
Nóbelsverðlaun vekja undrun og reiði
Margir spáðu því að sænska akademían myndi forðast það að deilt yrði um Nóbelsverðlaunin í ár en raunin hefur orðið allt önnur. Álitsgjafar eru furðu lostnir yfir því að Peter Handke hafi hlotið verðlaunin en hann hefur verið sakaður um að bera blak af stríðsglæpum Serba í Kósóvóstríðinu.
Forsætisráðherra Eþíópíu fær friðarverðlaun
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Þetta var kunngert í Ósló í morgun klukkan níu. Verðlaunin hlýtur hann fyrir að hafa komið á friði milli nágrannaríkjanna Eþíópíu og Erítreu, að því er kemur fram í greinargerð norsku Nóbelsnefndarinnar.
11.10.2019 - 09:27
Veðbankar spá Gretu Thunberg Nóbelsverðlaunum
Ef marka má veðbanka hlýtur sænska unglingsstúlkan Greta Thunberg friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína fyrir auknum loftgæðum í heiminum. Tilkynnt verður um þau í Ósló klukkan níu.
11.10.2019 - 07:31
Óglatt yfir Nóbelsverðlaunum Handke
Ákvörðun sænsku akademíunnar um að afhenda austurríska höfundinum Peter Handke bókmenntaverðlaun Nóbels hefur vakið talsverða reiði. Meðal þeirra sem gagnrýna hana eru leiðtogar Albaníu og Kósóvó, auk mannréttindasamtaka rithöfunda í Bandaríkjunum.
Handke og Tokarczuk hljóta Nóbelsverðlaun
Sænska akademían hefur tilkynnt höfundana sem hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Það eru rithöfundarnir Peter Handke og Olga Tokarczuk.
Nóbelsverðlaun fyrir litíumjónarafhlöður
Bandaríkjamaðurinn John Goodenough, Bretinn Stanley Whittingham og Japaninn Akira Yoshino  fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir hönnum og þróun á litíumjónarafhlöðum. Konunglega sænska vísindaakademían greindi frá þessu í morgun.
09.10.2019 - 10:19
Nóbelshöfundur gagnrýnir Chernobyl-þættina
Svetlana Alexievich, sem hlaut Nóbelsverðlaunin árið 2015, hefur gagnrýnt framleiðendur hinna geysivinsælu þátta Chernobyl fyrir að geta þess ekki að bók hennar Raddir frá Chernobyl hafi verið nýtt við gerð þeirra.
08.06.2019 - 14:24
Pistill
Nóbelsverðlaunaharmleikurinn
Komnar eru út tvær nýjar bækur sem fjalla um vandræðin innan sænsku akademíunnar, bækur skrifaðar af innstu koppum í búri akademíunnar. Gauti Kristmannsson fjallar um Nóbelsharmleikinn.
05.06.2019 - 15:40
Þrennt fær Nóbelinn í efnafræði
Bandarísku vísindamennirnir Frances Arnold og George Smith og Bretinn Gregory Winter fá Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir að nýta grundvallarkenningar þróunar til að þróa prótein til að nota við framleiðslu á ýmsum efnum á borð við lífeldsneyti og lyf.
03.10.2018 - 10:28
Nóbelsverðlaunin sem hætt var við
Hætt var við að afhenda bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2018 og óvíst er hvenær þau verða veitt á ný. Rætt var um aðdraganda þessarar ákvörðunar og hneyksli í Sænsku akademíunni í bókmenntaþættinum Orð*um bækur á Rás 1.
29.09.2018 - 16:00
Murakami afþakkar nýja Nóbelinn
Japanski rithöfundurinn Haruki Murakami hefur óskað eftir því að tilnefning hans til nýju Nóbelsverðlaunanna verði dregin til baka – svo hann geti einbeitt sér að skrifum.
Ný akademía veitir eigin „Nóbelsverðlaun“
Sænska akademían er rúin trausti eftir hneykslismál og verða Nóbelsverðlaunin í bókmenntum því ekki veitt í ár. Hópur rithöfunda, blaðamanna og sænskra menningarvita hefur því tekið höndum saman um að veita sín eigin „Nóbelsverðlaun“ í vetur.
04.07.2018 - 10:20
Leggja til að Trump fái friðarverðlaun Nóbels
Tveir þingmenn norska Frelsisflokksins tilnefndu Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag til friðarverðlauna Nóbels. Þingmennirnir, Christian Tybring-Gjedde og Per-Willy Amundsen, telja að fyrir frammistöðu forsetans á nýafstöðnum leiðtogafundi í Singapúr með Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, verðskuldi hann friðarverðlaunin.
13.06.2018 - 14:54
Pistill
Nóbelsakademían í henglum eftir hneykslið
„Þetta er kannski stóri lærdómurinn í þessu máli, fórnarlömb káfara og annarra sem áreita fólk eða brjóta á því krafti kyns og valda, eru svo miklu fleiri en einstaklingarnir sem verða beinlínis fyrir því.“ Gauti Kristmannsson, bókmenntarýnir Víðsjár, um sölumann dauðans, sænsku akademíuna og #meetoo.
02.06.2018 - 13:03
Sænska akademían grátt leikin
Hneyksli hefur leikið sænsku akademíuna grátt, hún er óstarfhæf og enginn fær nóbelsverðlaun í bókmenntum í ár. Það hefur ekki gerst frá því í seinni heimsstyrjöld. Staða mála í sænsku akademíunni er henni og bókmenntaheiminum áfall segir Páll Valsson, rithöfundur og útgáfustjóri Bjarts. Hann telur að við blasi alger uppstokkun akademíunnar. 
04.05.2018 - 16:46
Enn meiri vandræði í sænsku akademíunni
Sænska akademían, sem úthlutar Nóbelsverðlaunum í bókmenntum, varð fyrir enn einu áfalli í morgun þegar rithöfundurinn Sara Stridsberg tilkynnti að hún tæki ekki lengur þátt í starfi akademíunnar. Miklar efasemdir eru um að bókmenntaverðlaunin verði veitt í ár.
28.04.2018 - 16:08