Færslur: nína dögg filippusdóttir

Verbúðin
„Getum við talað um eitthvað annað?“
„Þau eru alltaf að forðast það að leika hjón,“ segir Björn Hlynur Haraldsson um Gísla Örn Garðarsson og Nínu Dögg Filippusdóttur. Gísli leikstýrði eiginkonu sinni og besta vini í ástarsenum í Verbúðinni sem lauk síðasta sunnudag. Gísli, Björn Hlynur og Nína eru öll meðlimir Vesturports, hafa verið vinir í áratugi og vinna ótrúlega vel saman að eigin sögn.
Menningin
Við bíðum bara spennt eftir Twitter 
Vesturport ræðst til atlögu við eitt af stærstu deilumálum síðustu áratuga, sjálft kvótakerfið, í sjónvarpsþáttunum Verbúðin, sem hefja göngu sína á RÚV um jólin. 
Þáttaröð um fyrstu fimmtíu ár Vigdísar í smíðum
Leikstjórinn Baldvin Z vinnur nú að gerð fjögurra þátta sjónvarpsseríu um ævi Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Hann segir í samtali við fréttastofu að honum finnist verulega spennandi að fá þetta tækifæri til að gera fyrstu árunum í lífi Vigdísar skil.
Segðu mér
Kata í klandri með ellefuna á enninu
Nína Dögg Filippusdóttir er í aðalhlutverki í þáttaröðinni Broti sem frumsýnd verður á RÚV annan í jólum. Í öðrum helstu hlutverkum að sögn Nínu eru Björn Thors og vígaleg ennishrukka.
19.12.2019 - 14:56
Gagnrýni
Spennandi leiksýning af miklum listrænum gæðum
Tímaþjófurinn er ekki auðveldasta skáldsaga til að setja á svið en vönduð leikgerð, góður leikur, úthugsuð leikmynd og hugvitssamleg notkun á dansi skila sér í spennandi og áhugaverðri leiksýningu, að mati gagnrýnenda Menningarinnar.
Gagnrýni
Vígvöllur ástarinnar áþreifanlegur
Tímaþjófurinn, skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, hefur fengið það rými sem hún á skilið á sviði Þjóðleikhússins að mati Guðrúnar Baldvinsdóttur, gagnrýnanda Víðsjár.
Fangar á RÚV
Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hefur hlotið stuðning Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og tökur eru fyrirhugaðar um mitt næsta ár. Framleiðendur eru Davíð Óskar Ólafsson og Árni Filippusson fyrir Mystery Productions (Á annan veg, Málmhaus, Bakk) og Vesturport.