Færslur: Nigel Farage

Fyrst UKIP, svo Brexit, nú COVID
Nigel Farage, stofnandi og leiðtogi breska Brexit-flokksins, hyggst breyta nafni og erindi flokksins á næstunni. Flokkurinn fær nafnið Reform UK, eða Betrumbætum Bretland, og helsta baráttumálið verður andóf gegn ströngum sóttvarnaaðgerðum yfirvalda í COVID-19 faraldrinum, svo sem lokunum þjónustufyrirtækja, fjöldatakmörkunum og útgöngubanni.
02.11.2020 - 03:20
Áhöld um hvort Farage hafi brotið sóttkví
Ed Davey, bráðabirgðaleiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi, hefur beðið lögreglu að rannsaka hvort Nigel Farage, formaður Brexit-flokksins, hafi brotið sóttvarnalög þegar hann fór á barinn í hádeginu í dag.
04.07.2020 - 18:38
Farage opnar á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu
Nigel Farage, einn helsti baráttumaður fyrir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, sagði í dag í sjónvarpsviðtali að ef til vill væri best að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Þannig væri hægt að þagga niður í þeim sem reyna að berjast gegn útgöngunni.
11.01.2018 - 20:28
Tekist á um áframhaldandi veru Breta í ESB
23. júní kjósa Bretar í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru í Evrópusambandinu, sem þeir nefna í daglegu tali Brexit. Opinber kosningabarátta fyrir atkvæðagreiðsluna hófst fyrir helgi. Þetta mál litar nú alla pólitíska umræðu í Bretlandi og mun gera fram að kjördegi. Ný könnun, sem birt var í Daily Telegraph 19. apríl, bendir til þess að þeir, sem vilja að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu, hafi styrkt stöðu sína verulega.
ESB andstæðingar fastir við sinn keip
Flestir yfirlýstir andstæðingar aðildar Bretlands að Evrópusambandinu segja að samkomulagsdrög Breta og ESB, sem kynnt voru í gær, séu þunnur þrettándi og breyti ekki afstöðu þeirra. David Cameron forsætisráðherra segir að komið hafi verið til móts við fjórar meginkröfur Breta um breytingar.
03.02.2016 - 13:07
Ummæli Farage valda fjaðrafoki
Nigel Farage, leiðtogi breska sjálfstæðsflokksins, UKIP, hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi með yfirlýsingum um að lög sem banna kynþáttamismunun séu úrelt og rétt sé að afnema stóran hluta þeirra.
12.03.2015 - 17:49
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Erlent · Bretland · UKIP · Nigel Farage