Færslur: Niðurlönd

Verðþak á raforkukostnað hollenskra heimila
Hollensk stjórnvöld boða þak á rafmagnsreikninga landsmanna frá 1. janúar 2023, í því augnamiði að verja neytendur gegn ört hækkandi orkuverði. Hollenska fréttastöðin NOS greindi frá þessu á mánudag. Samkvæmt heimildum NOS á þakið að miðast við raforkuverð í Hollandi í ársbyrjun 2022, áður en Úkraínustríðið hófst. Ekki stendur til að setja þak á raforkuverðið frá orkufyrirtækjunum, heldur á rafmagnskostnað notenda, og ríkissjóður greiðir mismuninn.
Mladic alvarlega veikur á sjúkrahúsi
Ratko Mladic, fyrrum æðsti yfirmaður hers Bosníu-Serba, hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Hollandi. Hann af sér lífstíðardóm fyrir stríðsglæpi.