Færslur: Nicolas Maduro

Stjórnmálasamband Venesúela og Kólumbíu endurnýjað
Suður-Ameríkuríkin Venesúela og Kólumbíu tóku nú um helgina upp stjórnmálasamband að nýju. Þrjú ár eru síðan sambandinu var slitið eftir áralanga spennu milli ríkjanna.
Tveimur Bandaríkjamönnum sleppt frá Venesúela
Tveir Bandaríkjamenn voru látnir lausir úr fangelsi í Venesúela í gær, nokkrum dögum eftir heimsókn bandarískra embættismanna til Nicolasar Maduro forseta. Tilgangur heimsóknarinnar var að semja um olíukaup.
Maduro lýsir „eindregnum stuðningi“ við Pútín
Þótt stjórnvöld á vesturlöndum hafi verið giska samstíga í fordæmingu sinni á innrás Rússa í Úkraínu finnast þar undantekningar á. Nicolas Maduro, forseti Venesúela, hringdi í Vladimír Pútín, Rússlandsforseta á þriðjudag og fullvissaði hann um „eindreginn stuðning“ sinn við aðgerðir Rússa í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnvöldum í Moskvu.
Forseti Venesúela fagnar sigri
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, fagnaði sigri eftir að frambjóðendur sósíalista unnu stórsigur í svæðiskosningum í gær. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2017 sem stjórnarandstæðingar buðu fram í kosningum í landinu. Sendinefnd á vegum Evrópusambandsins sá um kosningaeftirlit.
22.11.2021 - 16:07
Kosningaeftirlit á vegum ESB leyft í Venesúela
Erlent kosningaeftirlit var leyft í sveitarstjórnarkosningum í Venesúela í fyrsta sinn í langan tíma í dag. Stjórnarandstöðuflokkar settu það sem skilyrði fyrir þátttöku sinni í kosningunum.
21.11.2021 - 19:16
Venesúelastjórn hættir viðræðum við stjórnarandstöðuna
Stjórnvöld í Venesúela lýstu því yfir í gærkvöld að hlé yrði gert á viðræðum við stjórnarandstöðuna, sem staðið hafa yfir í Mexíkó um skeið. Yfirlýsingin var birt skömmu eftir að fregnir bárust af framsali kólumbíska kaupsýslumannsins Alex Saab frá Grænhöfðaeyjum til Bandaríkjanna. Þar er hann sakaður um að hafa stundað peningaþvætti fyrir Nicolas Maduro Venesúelaforseta og ríkisstjórn hans um árabil.
Venesúela: samkomulag virðist að hluta í höfn
Útlit er fyrir að samkomulag sé að nást að hluta til í viðræðum stjórnvalda og stjórnarandstöðunnar í Venesúela. Það virðist þó nokkuð málum blandið.
Leitað eftir pólitískum sáttum í Venesúela
Sáttaviðræður pólitískra andstæðinga í Venesúela standa fyrir dyrum. Forseti Mexíkó hefur fallist á að fundur þeirra verði þar í landi. Stjórnarandstæðingar krefjast þess að forsetakosningar fari fram sem fyrst.
05.08.2021 - 17:12
Maduro boðar betri tíð í samskiptum við Bandaríkin
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, fagnar nýjum húsbónda í Hvíta húsinu í Washington og segist reiðubúinn að „snúa við blaðinu" í samskiptunum við Bandaríkjastjórn, sem einkenndust af mikilli spennu og fjandsemi á báða bóga í fjögurra ára valdatíð Donalds Trumps.
Mike Pompeo segir Maduro að hypja sig
Nicolas Maduro forseti Venesúela segir Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa mistekist það ætlunarverk sitt að æsa nágrannaríkin upp í stríð gegn Venesúela.
Venesúelski herinn handtók 36 manns við landamærin
Hersveitir Venesúela handtóku 36 manns við Kólumbísku landamærin í dag. Hópurinn er sakaður um að eiga hlut í samsæri um að steypa Nicolas Maduro, forseta Venesúela, af stóli.
15.05.2020 - 01:55
Gjaldmiðill Venesúela felldur um 96%
Venesúelamönnum gengur misvel að átta sig á nýjum seðlum sem komnir eru í drefingu. Útlit seðlana er ekki það eina sem breyttist því gjaldmiðillinn sjálfur var felldur um 96% í dag.
21.08.2018 - 21:53
Endurkjör Maduros líklegt
Allt bendir til þess að Nicolas Maduro, forseti Venesúela, verði endurkjörinn í kosningum sem haldnar eru í dag. Stjórnarandstaðan í landinu hefur hvatt almenning til að hunsa kosningarnar og sakar stjórnvöld um kosningasvindl.
20.05.2018 - 14:21
Trump sendir Maduro tóninn
Donald Trump, foresti Bandaríkjanna, sendi Nicolas Maduro, forseta Venesúala, harðorða viðvörun í dag. Maduro beri sjálfur ábyrgð á öryggi pólitískra fanga sinna. Tveir leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Venesúela, Leopoldo Lopez og Antonio Ledezma, voru nýverið færðir í fangelsi. Trump segir í yfirlýsingu sem er stíluð frá Hvíta húsinu að þeir séu pólitískir fangar sem voru ólöglega teknir til fanga. Þá ítrekar hann kröfu Bandaríkjanna um að pólitískum föngum verði sleppt án tafar.
02.08.2017 - 01:39
Hæstiréttur Venesúela lætur undan þrýstingi
Gríðarleg spenna hefur verið í Venesúela eftir að hæstaréttur landsins úrskurðaði að rétturinn megi taka að sér löggjafarhlutverk þingsins. Nicolas Maduro forseti hefur reynt að bera klæði á vopnin en fjölmenni hefur mótmælt ákvörðun hæstaréttar. Stjórnarandstæðingar líkja ákvörðun hæstaréttar við valdarán. Síðdegis var tilkynnt að hæstiréttur hefði látið undan þrýstingi og breytt ákvörðun sinni.