Færslur: Niceair

Norðlendingar langþreyttir á sumrinu sem aldrei kom
Sætanýting flugferða Niceair er áttatíu og sex prósent það sem af er júlí. Mikill meirihluti farþega eru sólarsólgnir Íslendingar.
Vél Niceair fyllir í skarðið hjá Play
Flugvél merkt Niceair á Akureyri leysti af flugvél Play í flugi til Gautaborgar í gærkvöldi. Vélin fyllir aftur í skarðið hjá Play í dag. 
14.06.2022 - 13:32
Harmar þá röskun sem orðið hefur
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, harmar þá röskun sem orðið hefur í kjölfar vandræða við Bretlandsflug félagsins. Þar hafi félagið lent í aðstæðum sem rekja megi til Brexit og flækjustigs alþjóðasamninga.
10.06.2022 - 19:21
Ringulreið hjá farþegum Niceair á Akureyrarflugvelli
Mikil óvissa var hjá farþegum Niceair á Akureyrarflugvelli í morgun þegar ljóst varð að ekki yrði flogið beint þaðan til London. Í stað þess var flogið til Keflavíkur og farþegum útvegað flug þaðan til London. Þar að auki stóð fólki til boða að fá ferðina endurgreidda. Mismikil ánægja var með þessa lausn.
10.06.2022 - 18:02
Niceair aflýsir öllu flugi til Bretlands í júní
Í ljósi þeirra vandræða sem upp hafa komið varðandi flug Niceair milli Akureyrar og Bretlands hefur félagið ákveðið að aflýsa öllu fyrirhuguðu flugi til Bretlands í júní. Flug til Bretlands verða ekki bókanleg fyrr en varanleg lausn er fundin.
10.06.2022 - 13:18
Ekki fengið nægar skýringar frá breskum yfirvöldum
Forráðamenn Niceair hafa enn ekki fengið fullnægjandi skýringar á hvers vegna félaginu var ekki heimilað að fljúga frá Stansted-flugvelli í London til Akureyrar á föstudag.
07.06.2022 - 13:33
Flugu með tóma vél frá London
Öll flug Niceair frá Akureyri til Lundúna og Manchester hafa verið tekin úr sölu tímabundið eftir að leyfi fékkst ekki til að fljúga heim með farþega frá Bretlandi. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda félagsins, segir að þrátt fyrir það verði flogið til Lundúna á morgun og unnið sé að varanlegri lausn með breskum og íslenskum yfirvöldum.
05.06.2022 - 12:38
„Risastór dagur í sögu Akureyrar“
Niceair fór í sína fyrstu áætlunarferð frá Akureyri til Kaupmannahafnar í morgun. Bæjarstjórinn á Akureyri segir þetta stóran dag í sögu bæjarins og framkvæmdastjóri Niceair segir erfitt að lýsa tilfinningunni.
02.06.2022 - 15:26
Niceair semur við Flugfreyjufélag Íslands
Flugfreyjufélag Íslands og flugfélagið Niceair hafa gert með sér kjarasamning fyrir flugfreyjur og flugþjóna félagsins. Samningurinn gildir til 1. júní 2024.
Þegar búið að selja flugsæti sem nemur sumaráætluninni
Það verða næg verkefni fyrir Airbus A319 þotu Niceair í sumar ef marka má viðbrögð við sölu fargjalda hingað til. Vélin og áhöfn hennar fengu góðar móttökur í fyrsta fluginu til Akureyrar í gær.
31.05.2022 - 12:54
Þotan Súlur lent á Akureyri
Það var mikil spenna í loftinu í dag þegar Airbus 319-vél Niceair kom frá Portúgal og lenti á Akureyrarflugvelli. Fjöldi fólks var viðstaddur þegar vélin lenti í fyrsta skipti á vellinum þar sem félagið rekur nú starfsemi sína.
30.05.2022 - 14:32
Hraðari þróun í millilandaflugi um NA-land en vænst var
Innviðaráðherra telur að uppbygging og þróun í millilandaflugi til Akureyrar og Egilsstaða gangi hraðar fyrir sig en reiknað var með. Viðbúið sé að ráðast þurfi í lagfæringar til bráðabirgða í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli til að greiða fyrir aukinni flugumferð þar í sumar.