Færslur: Neytendur

Sjónvarpsfrétt
Minnka vörur og selja á sama eða hærra verði
Hækkandi matarverð hefur áhrif á heimilishald í Bandaríkjunum eins og víða um heim. Æ algengara er að framleiðendur þar minnki magn vöru en selji á sama verði - eða jafnvel á hærra verði en áður.  
15.06.2022 - 20:59
Þekkingarleysi á stöðlum gæti skýrt vanfjármögnun
Framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands telur að áhugaleysi kunni að skýra hvers vegna fjárframlög frá ríkinu til ráðsins hafi ekki aukist í samræmi við annað. Staðalráð skorar á stjórnvöld að auka fjárveitingar til þess svo það geti haldið úti lögbundinni starfsemi. Ríkið hafi síðustu 10 ár ekki greitt nema hluta þess kostnaðar sem hlýst af lögbundnum verkefnum og ekki tryggt stofnunum ríkisins fjármuni til að kaupa þá staðla sem starf þeirra byggist á.
23.05.2022 - 11:38
Vilja tryggja aðgengi almennings að reiðufé
Bresk stjórnvöld heita almenningi því að reiðufé verði áfram aðgengilegt þrátt fyrir að stafrænar lausnir hafi orðið til þess að bankaútibúum er lokað í æ ríkari mæli.
Löggjöf Evrópusambandsins ætlað að hemja alnetið
Evrópusambandið lagði í morgun lokahönd á orðalag löggjafar sem ætlað er að koma böndum yfir framferði stórfyrirtækja á alnetinu. Ætlunin er meðal annars að tryggja harðari viðurlög vegna birtingar ólöglegs efnis á borð við hatursorðræðu, upplýsingaóreiðu og ljósmynda sem sýna barnaníð.
Vöruðu Alþingi við afnámi leyfisveitinga og trygginga
Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Bílgreinasambandið vöruðu Alþingi við því að fella niður skilyrði um leyfisveitingu og starfsábyrgðartryggingu fyrir sölu notaðra bíla. Það gæti leitt af sér að sviksamlegt athæfi færðist í aukana.
Sjónvarpsfrétt
Miklar hækkanir á matvælum á alþjóðlegum mörkuðum
Miklar hækkanir hafa verið á hrávörumarkaði með matvæli á undanförnum mánuðum. Kaffi hefur nærri tvöfaldast í verði og hveiti hækkað um tæp þrjátíu prósent. Innflutningsfyrirtæki eru þegar byrjuð að tilkynna verðhækkanir til verslana hér á landi.
29.10.2021 - 19:25
Hagsmunasamtök taki ekki þátt í umræðu um verðlagningu
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsfólki hagsmunasamtaka í atvinnulífinu að taka ekki þátt í umfjöllun um verðlagningu eða markaðshegðun fyrirtækja. Í tilkynningu eftirlitsins er slík umfjöllun hagsmunasamtaka vegna yfirvofandi verðhækkana sökum hækkunar hrávöruverðs gagnrýnd. Hækkun aðfanga eigi ekki sjálfkrafa að hækka vöruverð.
Kastljós
Segir ekki öllu skipta á hvað sé horft heldur hve lengi
Sálfræðingur segir ekki skipta öllu máli hvað börn horfa á heldur hve löngum tíma þau verji í áhorfið. Yfir 100 milljónir hafa séð suðurkóreska þáttinn Squid Game á streymisveitunni Netflix á aðeins öráum vikur.
Óleyfilegar fullyrðingar um heilsubót algengar
Mikið er um óleyfilegar fullyrðingar í markaðssetningu matvæla hérlendis, er fram kemur í nýrri úttekt Matvælastofnunar. Oftast sáust slíkar fullyrðingar í auglýsingabæklingum eða á vefsíðum og sneru þær flestar að því að ákveðin næringarefni hefðu áhrif á vöxt, þroska eða starfsemi líkamans.
01.10.2021 - 21:08
Fækkun stöðva ætti að þýða lægra eldsneytisverð
Félag Íslenskra bifreiðaeigenda fagnar fyrirhugaðri fækkun bensínstöðva í Reykjavík. Með því eigi neytendur frekar heimtingu á lægra eldsneytisverði en talið er að önnur þjónusta stöðvanna færist annað.
FÍB segir skýringar á iðgjaldahækkunum ekki standast
Iðgjöld tryggingafélaga á Íslandi hafa hækkað um 38% frá árinu 2015, á sama tíma fækkaði umferðarslysum um 15% og slösuðum um 23%. Hækkunin er umfram vísitölu neysluverðs að því er fram kemur í máli framkvæmdastjóra FÍB.
Myndskeið
Sorphirðugjöld hækka mikið - dýrara í sund og leikskóla
Sorphirðugjald í Reykjavík hækkar mikið um áramótin. Þá verður dýrara að eiga barn í leikskóla og að fara í sund. Önnur gjöld lækka á sama tíma.
29.12.2020 - 19:33
Myndskeið
Svona er hægt að spara heita vatnið í frosthörkum
Veitur hafa virkjað viðbragðsáætlun vegna frosthörku sem er framundan og er fólk hvatt til þess að spara heita vatnið eins og kostur er. Verði of mikið heitt vatn notað gæti komið til skömmtunar. Upplýsingafulltrúi Veitna sýndi fréttastofu hvernig best sé að spara heita vatnið í kuldan sem er framundan.
02.12.2020 - 19:18
Mikil aukning í netverslun með matvæli
Netverslun með matvæli hefur margfaldast frá því sóttvarnaaðgerðir voru hertar á ný og eiga verslanir fullt í fangi með að mæta aukinni eftirspurn.
12.10.2020 - 19:15
Allt að átta vikna bið eftir endurfjármögnun íbúðalána
Mikil eftirspurn er nú eftir nýj­um íbúðalán­um og end­ur­fjármögn­un íbúðalána og geta viðskipta­vin­ir bank­anna því þurft að bíða í allt að átta vik­ur eft­ir að fá lán sín afgreidd.
07.08.2020 - 07:24
Leiðrétta þarf afurðaverð til bænda
Afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda er það lægsta í Evrópu og hefur lækkað talsvert að raungildi undanfarin ár.
Hafa getað leyst úr fjölda mála fyrir neytendur
Tekist hefur að leysa úr fjölda mála sem bárust Neytandasamtökunum í kjölfar faraldurs kórónuveiru. Reiknað er með færri ferðatengdum málum eftir sumarið en áður, því flestar kvartanir að hausti tengist ferðum til útlanda.
15.07.2020 - 13:18
Skulda milljarða vegna aflýstra flugferða
Norrænu flugfélögin SAS og Norwegian skulda viðskiptavinum sínum milljarða vegna flugferða sem fljúga átti í apríl og maí, en sem var svo aflýst vegna kórónaveirufaraldursins.
12.06.2020 - 07:21
Viðtal
Segir að neytendur eigi inni 1,5 til 2,5 milljarða
Formaður Neytendasamtakanna segir að íslenskir neytendur eigi inni á bilinu 1,5 til 2,5 milljarða hjá ferðaskrifstofum, í formi ferða sem búið er að greiða, en verða ekki farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Hann vill að ferðskrifstofum verði gert kleift að taka lán til þess að endurgreiða féð.
„Við munum sjá frekari lækkun á eldsneytisverðinu hér“
Forstjóri Olís gerir ráð fyrir því að eldsneytisverð lækki hér á landi, samhliða lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu. Hann segir hins vegar að staðan hjá fyrirtækinu sé erfið, enda hafi eftirspurn eftir eldsneyti minnkað mikið auk þess sem fyrirtækið sitji uppi með birgðir af eldsneyti sem keypt var á hærra verði en nú býðst. Forstjóri Skeljungs segir að fyrirtækið hafi lækkað eldsneytisverð í tvígang í þessari viku.
23.04.2020 - 10:17
Hækka þjónustugjöld vegna lækkunar stýrivaxta
Fyrirtækið Valitor hefur hækkað þóknun vegna færsluhirðingar hjá tilteknum viðskiptavinum sínum. Ástæðan er mikil lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans að undanförnu. Valitor ávaxtar fé frá kaupmönnum frá þeim tíma sem greiðsla frá korthafa berst, og þangað til gert er upp við kaupmenn. Með lækkun stýrivaxta að undanförnu hefur þessi ávöxtun lækkað jafnt og þétt. Hvorki KORTA né Borgun hyggjast hækka gjöld vegna þessa.
Fresta hækkun gjaldskrár vegna veirunnar
Samgöngustofa hefur ákveðið að fresta því að hækka gjaldskrá sína um 2,5%, líkt og til stóð að gera í vikunni. Um síðustu áramót var ákveðið að hækka gjöld stofnunarinnar þannig að þau rúmuðust innan lífskjarasamninga, og átti hækkunin að taka gildi á miðvikudaginn.
20.03.2020 - 17:26
Ástæðulaust fyrir almenning að hamstra vörur
Engar hindranir eru á innflutningi til landsins og nægar birgðir. Ástæðulaust ætti því að vera fyrir almenning að hamstra vörur í verslunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda, sem hefur aflað upplýsinga hjá félagsmönnum sínum í innflutningi í mat- og dagvöru.
Landinn
Dæmi um að sama flíkin komi nokkrum sinnum í sölu
„Kauphegðun Íslendinga hefur auðvitað breyst,” segir annar eiganda Barnaloppunnar sem opnaði fyrir um tveimur árum síðan.
23.02.2020 - 21:01
Viðtal
Ísey skyr ódýrara í Bretlandi
Ísey skyr er ódýrara í Bretlandi en á Íslandi. Í Bretlandi kostar lítil skyrdós 99 pens sem samsvarar 155 íslenskum krónum. Hér á landi getur sama skyrdós kostað 160 til 309 krónur. Sunna Gunnars Marteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Mjólkursamsölunnar, segir að ástæðan sé meðal annars sú að skyrið sem selt er í Bretlandi sé framleitt í Danmörku.
26.04.2019 - 11:18