Færslur: Neytendur

Fækkun stöðva ætti að þýða lægra eldsneytisverð
Félag Íslenskra bifreiðaeigenda fagnar fyrirhugaðri fækkun bensínstöðva í Reykjavík. Með því eigi neytendur frekar heimtingu á lægra eldsneytisverði en talið er að önnur þjónusta stöðvanna færist annað.
FÍB segir skýringar á iðgjaldahækkunum ekki standast
Iðgjöld tryggingafélaga á Íslandi hafa hækkað um 38% frá árinu 2015, á sama tíma fækkaði umferðarslysum um 15% og slösuðum um 23%. Hækkunin er umfram vísitölu neysluverðs að því er fram kemur í máli framkvæmdastjóra FÍB.
Myndskeið
Sorphirðugjöld hækka mikið - dýrara í sund og leikskóla
Sorphirðugjald í Reykjavík hækkar mikið um áramótin. Þá verður dýrara að eiga barn í leikskóla og að fara í sund. Önnur gjöld lækka á sama tíma.
29.12.2020 - 19:33
Myndskeið
Svona er hægt að spara heita vatnið í frosthörkum
Veitur hafa virkjað viðbragðsáætlun vegna frosthörku sem er framundan og er fólk hvatt til þess að spara heita vatnið eins og kostur er. Verði of mikið heitt vatn notað gæti komið til skömmtunar. Upplýsingafulltrúi Veitna sýndi fréttastofu hvernig best sé að spara heita vatnið í kuldan sem er framundan.
02.12.2020 - 19:18
Mikil aukning í netverslun með matvæli
Netverslun með matvæli hefur margfaldast frá því sóttvarnaaðgerðir voru hertar á ný og eiga verslanir fullt í fangi með að mæta aukinni eftirspurn.
12.10.2020 - 19:15
Allt að átta vikna bið eftir endurfjármögnun íbúðalána
Mikil eftirspurn er nú eftir nýj­um íbúðalán­um og end­ur­fjármögn­un íbúðalána og geta viðskipta­vin­ir bank­anna því þurft að bíða í allt að átta vik­ur eft­ir að fá lán sín afgreidd.
07.08.2020 - 07:24
Leiðrétta þarf afurðaverð til bænda
Afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda er það lægsta í Evrópu og hefur lækkað talsvert að raungildi undanfarin ár.
Hafa getað leyst úr fjölda mála fyrir neytendur
Tekist hefur að leysa úr fjölda mála sem bárust Neytandasamtökunum í kjölfar faraldurs kórónuveiru. Reiknað er með færri ferðatengdum málum eftir sumarið en áður, því flestar kvartanir að hausti tengist ferðum til útlanda.
15.07.2020 - 13:18
Skulda milljarða vegna aflýstra flugferða
Norrænu flugfélögin SAS og Norwegian skulda viðskiptavinum sínum milljarða vegna flugferða sem fljúga átti í apríl og maí, en sem var svo aflýst vegna kórónaveirufaraldursins.
12.06.2020 - 07:21
Viðtal
Segir að neytendur eigi inni 1,5 til 2,5 milljarða
Formaður Neytendasamtakanna segir að íslenskir neytendur eigi inni á bilinu 1,5 til 2,5 milljarða hjá ferðaskrifstofum, í formi ferða sem búið er að greiða, en verða ekki farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Hann vill að ferðskrifstofum verði gert kleift að taka lán til þess að endurgreiða féð.
„Við munum sjá frekari lækkun á eldsneytisverðinu hér“
Forstjóri Olís gerir ráð fyrir því að eldsneytisverð lækki hér á landi, samhliða lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu. Hann segir hins vegar að staðan hjá fyrirtækinu sé erfið, enda hafi eftirspurn eftir eldsneyti minnkað mikið auk þess sem fyrirtækið sitji uppi með birgðir af eldsneyti sem keypt var á hærra verði en nú býðst. Forstjóri Skeljungs segir að fyrirtækið hafi lækkað eldsneytisverð í tvígang í þessari viku.
23.04.2020 - 10:17
Hækka þjónustugjöld vegna lækkunar stýrivaxta
Fyrirtækið Valitor hefur hækkað þóknun vegna færsluhirðingar hjá tilteknum viðskiptavinum sínum. Ástæðan er mikil lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans að undanförnu. Valitor ávaxtar fé frá kaupmönnum frá þeim tíma sem greiðsla frá korthafa berst, og þangað til gert er upp við kaupmenn. Með lækkun stýrivaxta að undanförnu hefur þessi ávöxtun lækkað jafnt og þétt. Hvorki KORTA né Borgun hyggjast hækka gjöld vegna þessa.
Fresta hækkun gjaldskrár vegna veirunnar
Samgöngustofa hefur ákveðið að fresta því að hækka gjaldskrá sína um 2,5%, líkt og til stóð að gera í vikunni. Um síðustu áramót var ákveðið að hækka gjöld stofnunarinnar þannig að þau rúmuðust innan lífskjarasamninga, og átti hækkunin að taka gildi á miðvikudaginn.
20.03.2020 - 17:26
Ástæðulaust fyrir almenning að hamstra vörur
Engar hindranir eru á innflutningi til landsins og nægar birgðir. Ástæðulaust ætti því að vera fyrir almenning að hamstra vörur í verslunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda, sem hefur aflað upplýsinga hjá félagsmönnum sínum í innflutningi í mat- og dagvöru.
Landinn
Dæmi um að sama flíkin komi nokkrum sinnum í sölu
„Kauphegðun Íslendinga hefur auðvitað breyst,” segir annar eiganda Barnaloppunnar sem opnaði fyrir um tveimur árum síðan.
23.02.2020 - 21:01
Viðtal
Ísey skyr ódýrara í Bretlandi
Ísey skyr er ódýrara í Bretlandi en á Íslandi. Í Bretlandi kostar lítil skyrdós 99 pens sem samsvarar 155 íslenskum krónum. Hér á landi getur sama skyrdós kostað 160 til 309 krónur. Sunna Gunnars Marteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Mjólkursamsölunnar, segir að ástæðan sé meðal annars sú að skyrið sem selt er í Bretlandi sé framleitt í Danmörku.
26.04.2019 - 11:18
Viðtal
Bensín hefur ekki verið dýrara í 5 ár
Eldsneytisverð hefur ekki verið hærra í fimm ár og munar nú 35 krónum á hæsta og lægsta verði á bensínlítra á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2017 hækkaði eða lækkaði bensínverð meira en hundrað sinnum.
21.04.2019 - 20:57
Innkalla yfir 400 bíla
Neytendastofu hefur á undanförnum dögum borist tvær tilkynningar frá bílumboðum um innköllun bíla. BL ehf. hefur innkallað 429 bíla af gerðinni Subaru Forester og Impreza XV og Bílabúð Benna átta Porsche bíla af tegundunum Macan og Cayanne, árgerð 2017 til 2018.
18.03.2019 - 13:11
Maturinn 67% dýrari í Reykjavík en í Helsinki
Matvörukarfa er mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna, samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndum. Matarkarfan er ódýrust í höfuðborg Finnlands, Helsinki.
06.02.2019 - 14:41
Innlent · Neytendur · verðlag · ASÍ
Tíðabuxur slá í gegn í stað túrtappa
Sérstakar tíðabuxur hafa slegið í gegn um heim allan en þær gætu komið í stað umhverfisspillandi dömubinda og túrtappa. Nærbuxurnar er hægt að nota aftur og aftur og þær gefa konum nýjan valkost á blæðingum. Hver kona notar um tíu til tólf þúsund stykki af tíðavörum um ævina, sem vega samtals um 130 kíló. Það tekur hvert dömubindi fimm til átta hundruð ár að eyðast í náttúrunni.  
29.07.2018 - 20:47
Vara fólk með óþol og ofnæmi við lasanja
Matvælastofnun varar fólk með ofnæmi eða óþol fyrir eggjum, sinnepi eða selleríi við neyslu á nokkrum tegundum af lasanja merktum Krónunni.
04.06.2018 - 12:17
Skordýraeitur: Hugsanlega krónísk áhætta
Í fyrra voru tekin 232 sýni úr ávöxtum og grænmeti hér á landi. Átta þeirra innihéldu skordýraeitur yfir hámarksviðmiði. Ekkert land á EES-svæðinu leitar að færri varnarefnaleifum í hverju sýni en Ísland og færst hefur í aukana að skordýraeitursleifar finnist í íslensku grænmeti eftir að farið var að leita að fleiri efnum. Neytendur eru ekki látnir vita af því þegar grænmeti er innkallað vegna skordýraeitursleifa þar sem þeim er ekki talin hætta búin. Krónísk áhætta gæti þó verið til staðar. 
13.11.2017 - 14:42