Færslur: Neytendamál

Debet- og kreditkorthafar með sama rétt
Farþegar WOW air hafa sama rétt til endurkröfu hvort sem þeir greiddu ferð sína með debet- eða kredit korti. Mikið álag hefur verið hjá kortafyrirtækinu Borgun síðan starfsemi WOW var hætt í fyrradag.
30.03.2019 - 07:48
Procar: Krefjast ýmist skaðabóta eða riftunar
Verið er að undirbúa kröfubréf og í öðrum tilvikum riftunarbréf fyrir tuga eigenda bíla sem áður voru í eigu bílaleigunnar Procar, að sögn Páls Bergþórssonar, lögmanns hjá Rétti.
27.02.2019 - 06:51
Viðtal
„Árleg skoðun tekur ekki á þessum vanda“
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að árleg skoðun á bílaleigubílum komi ekki í veg fyrir akstursmælum í þeim sé breytt. Hann telur vænlegra að óháð vottunarfyrirtæki hafi reglulega tilviljanakennt eftirlit með bílaleigum og kanni þessi mál.
17.02.2019 - 10:10
Segir mikinn mun á matarverði koma á óvart
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir dýra matarkörfu hér á landi koma á óvart. Samkvæmt nýrri könnun ASÍ er matarkarfan mun dýrari í Reykjavík en í öðrum Norðurlöndum. „Í sjálfu sér kemur þessi mikli munur mikið á óvart. Við vissum að matarverð á Íslandi er mjög hátt en kannski ekki svona svakalega hátt,“ segir Breki.
07.02.2019 - 12:37
Leggja dagsektir á þrjár tannlæknastofur
Neytendastofa hefur ákveðið að leggja dagsektir á þrjár tannlæknastofur verði ekki bætt úr verðmerkingum og öðrum upplýsingum á vefsíðum fyrirtækjanna fyrir 12. febrúar næstkomandi. Tannlæknastofunum verður þá gert að greiða 20.000 krónur á dag í sektir.
05.02.2019 - 16:41
Myndskeið
Ætla að bæta merkingar á matvælum
Dæmi eru um villandi merkingar í matvöruverslunum, segir formaður neytandasamtakanna. Í dag var undirritað samkomulag um að bæta merkingar á matvælum.
01.02.2019 - 19:45
Bændur telja merkingar í kjötkælum villandi
Ofan við kjötkæla í Bónus er skilti sem á stendur meðal annars 100% íslenskt. Þar undir er svo bæði innflutt og íslenskt nautakjöt. Myndum ef þessu hefur verið deilt á samfélagsmiðlum, til dæmis í hópum bænda. Formaður Bændasamtakanna segir framsetninguna í verslununum villandi. Framkvæmdastjóri Bónus segir aftur á móti að myndirnar sem verið sé að deila á samfélagsmiðlum séu villandi.
30.01.2019 - 15:03
Viðtöl
Viðgerðir eiga alltaf að borga sig
Þarftu að láta flísaleggja baðherbergi, gera við bíl eða sóla skó? Það á alltaf að borga sig að gera við hluti og ef útlit er fyrir að viðgerð sé óhagkvæm á fagmaður að upplýsa neytandann um það. Ákvæði um þetta er að finna í þjónustukaupalögum. Lögin eru um margt matskennd og til dæmis óljóst hvað nákvæmlega felst í „óhagkvæmri viðgerð“.
07.01.2019 - 16:34
Mæla sýrustig í lambakjöti eftir slátrun
Afurðastöðvum sem selja lambakjöt berast reglulega kvartanir frá fólki sem finnst kjötið seigt og ullarbragð af því. Þessu veldur of hátt sýrustig. Í nýliðinni sláturtíð hóf Fjallalamb á Kópaskeri að mæla sýrustig í lambakjöti til að tryggja að ekki fari of súrt kjöt þaðan á markað.
11.12.2018 - 11:11
Álagning á bensín hærri þrátt fyrir lægra verð
Álagning olíufélaganna á bensín er tíu krónum hærri á lítra en í upphafi árs og er nú fimm krónum hærri en meðalálagning ársins, samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Meðalálagningin það sem af er þessum mánuði sé fjórum krónum hærri en í október. Lækkun á verði hér á landi heldur ekki í við lækkun á hráolíuverði á heimsmarkaði, segir framkvæmdastjóri félagsins.
28.11.2018 - 14:53
Opna göngugötur á aðventunni
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að gera umferðargötur í miðborg Reykjavíkur að göngugötum á aðventunni, líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Götum verður lokað fyrir bílaumferð frá og með 13. desember en opna aftur 24. desember. Það er sama tímabil og lengdur opnunartími verslana í miðbænum stendur yfir í aðdraganda jóla.
22.11.2018 - 17:00
Hækkun vaxta aldrei góð fyrir heimilin
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að vaxtahækkanir séu aldrei góðar fréttir fyrir heimilin í landinu. Hann telur að ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um hækkun vaxta muni hafa mest áhrif á húsnæðislánin, sem sé slæmt fyrir hinn almenna neytanda.
07.11.2018 - 15:23
Rafmagnsreikningurinn hækkaði um 58%
Dreifikostnaður raforku hjá grænmetisbónda í Eyjafirði hefur hækkað um tæp sextíu prósent á einu ári. Bóndinn segir tilgangslaust að auka framleiðsluna til að afla meiri tekna, þær fari allar í aukinn rafmagnskostnað.
05.11.2018 - 11:10
Villandi fullyrðing um flugtíma fótboltadróna
Neytendastofa hefur bannað fyrirtækinu Vidcom Ísland að markaðssetja svokallaðan fótboltadróna með fullyrðingu um að hægt sé að skemmta sér með honum klukkustundum saman, enda dugi rafhlaða drónans aðeins til að fljúga honum í fimm til átta mínútur í senn.
24.10.2018 - 07:35
Viðtal
Skýrt að duldar auglýsingar eru bannaðar
Skýrt kemur fram í reglum um auglýsingar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum að duldar auglýsingar eru bannaðar. Reglurnar hafa verið á vef Neytendastofu síðan árið 2015, að sögn Þórunnar Önnu Árnadóttur hjá stofnuninni. Í síðustu viku fengu tveir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum bréf frá Neytendastofu um að þeir mættu ekki birta duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum.
08.10.2018 - 08:05
Viðtal
Meira koffín í sterkustu drykkjunum en áður
Mun sterkari orkudrykkir eru seldir hér á landi nú en fyrir tíu árum. Bresk yfirvöld íhuga að banna að selja börnum orkudrykki, sem innihalda mikið koffín. Vinnuhópur á vegum embættis Landlæknis skoðar þessi mál hér á landi.
05.09.2018 - 17:59
Verslunarstörf að verða „karlastörf“
Körlum sem starfa í verslun hefur fjölgað að því er fram kemur í nýjum tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar kemur einnig fram að verslun á Íslandi sé í miklum blóma og vöxtur í greininni milli 2015 og 2016 sá mesti sem orðið hefur frá hruni.
Ár liðið frá opnun Costco: Breyttist eitthvað?
Líflegar umræður um verð og gæði í Facebook-hópum og hávær gagnrýni á það hvernig lambakjöt hefur verið skorið um árabil. Þetta er meðal þess sem Costco hefur haft í för með sér hér á landi. Nú er ár liðið síðan björgunarsveitir aðstoðuðu við opnun heildsölunnar við Kauptún í Garðabæ. Viðskiptavinir streymdu að, vopnaðir aðildarkortum, sumir töldu byltingu í aðsigi, aðrir voru bara forvitnir. 
24.05.2018 - 13:04
Allt að 76% verðmunur á möndlumjólk
Mikill verðmunur er á lífrænum vörum og vegan mat, samkvæmt nýrri könnun ASÍ. Allt að 76 prósenta verðmunur var á Isola möndlumjólk og var lægsta verðið í Fjarðarkaup, 358 krónur, en það hæsta í Heilsuhorninu í Blómavali, 629 krónur.
18.05.2018 - 22:44
Vangoldnar bætur greiddar á þessu ári
Gert er ráð fyrir að greiðslur afturvirkra sérstakra húsaleigubóta til leigjenda Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, verði borgaðar fyrir lok þessa árs. Velferðarsvið borgarinnar telur að á milli 400 og 500 heimili eigi rétt á þessum bótum en ekki sé tímabært að segja til um hver heildarupphæð greiðslna verði. Hvert og eitt tilvik verði metið sérstaklega. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalagsins, segir að í einhverjum tilfellum sé um milljónir að ræða.
Kúabændur vilja framleiðslustýringu áfram
Íslenskir kúabændur vilja að áfarm verði framleiðslustýring í mjólkurframleiðslu. Það samþykktu þeir á aðalfundi sínum um helgina. Formaður Landssambands kúabænda segir þetta afgerandi skilaboð til stjórnvalalda við endurskoðun búvörusamninga.
09.04.2018 - 21:56
Bótaskyldan gæti hvílt á leigusala
Samkvæmt lögum um þjónustukaup, sem sett voru á Alþingi um aldamótin, er margt sem bendir til þess að bótaskylda hvíli á herðum eiganda geymslnanna sem urðu eldinum að bráð í Garðabæ á föstudaginn. Í skýringartexta með lagafrumvarpinu er sérstaklega kveðið á um að lögin nái til búslóðageymslna.
09.04.2018 - 16:52
 · Innlent · Bruni · Neytendamál
Taka ekki afstöðu til kvörtunar um neytendalán
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, tekur ekki afstöðu til kvörtunar Hagsmunasamtaka heimilanna síðan í nóvember 2016 um framkvæmd verðtryggðra neytendalána á Íslandi. Lögin, sem kvörtunin sneri að, eru ekki lengur í gildi og því tekur stofnunin ekki afstöðu til þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ESA.
27.03.2018 - 10:24
Innlent · Neytendamál · EFTA · ESA
Greiddi óvart fyrir líkamsræktarkort í mörg ár
Neytendur verða að kynna sér skilmála þegar keypt eru kort í líkamsræktarstöðvar og passa upp á að segja áskrift upp skriflega. Eftir að reikningar almennt urðu rafrænir fylgist fólk síður með því hvað það er að greiða fyrir. Dæmi eru um að viðskiptavinur hafi greitt fyrir líkamsræktarkort í mörg ár án þess að vita af því.
08.01.2018 - 22:31
Verð á dekkjum lægra eftir komu Costco
Dæmi eru um að verð á hjólbörðum hafi lækkað um rúm 50 prósent síðan í fyrra. Árleg könnun FÍB á vetrardekkjum leiðir í ljós að úrvalið er meira nú en oft áður og sömuleiðis er verðið hagstæðara. Tilkoma Costco og verslun á netinu eru meðal þess sem hefur áhrif á verð dekkja.
02.11.2017 - 17:23