Færslur: Netverslun

Kortavelta ferðamanna aldrei verið meiri
Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 28,3 milljörðum króna í júní. Veltan hefur ekki mælst hærri í júnímánuði frá upphafi mælinga árið 2012 og jókst um 48,6% á milli mánaða. Áður hafði kortavelta ferðamanna mælst hæst í júnímánuði 2018 en þá var hún rúmir 25,5 milljarðar.
Sjónvarpsfrétt
Erfitt að réttlæta ríkiseinokun á áfengissölu
Dómsmálaráðherra segir að núverandi fyrirkomulag áfengissölu sé komið að þolmörkum. Hann vinnur að frumvarpi um breytingu á áfengislögum. Erfitt sé að viðhalda einokun ÁTVR á sölu áfengis. Fjármálaráðherra segir tímabært að heimila vefverslun með áfengi. 
ÁTVR kærir til Landsréttar
ÁTVR ætlar ekki að una niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá dómi málum gegn tveimur netverslunum með áfengi. Úrskurðir héraðsdóms, sem kveðnir voru upp á föstudag, verða því kærðir til Landsréttar. 
Auðkýfingur heitir Úkraínu fjárhagsstuðningi
Japanski auðkýfingurinn Hisoshi „Mickey“ Mikitani heitir ríkisstjórn Úkraínu stuðningi að jafnvirði ríflega milljarðs íslenskra króna en hann segir innrás Rússa vera áskorun fyrir lýðræðið.
Margfalt álag á netverslanir vegna COVID-19
Mikið álag er á netverslunum sem senda matvæli og aðrar nauðsynjavörur heim nú á milli jóla og nýárs. Um þrettán þúsund manns eru annað hvort í einangrun eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins, og eiga þeir fárra annarra kosta völ en að kaupa inn í gegnum netverslanir.
29.12.2021 - 18:03
Arnar kærir forstjóra ÁTVR 
Arnar Sigurðsson, eigandi Santewines, hefur lagt fram kæru á hendur Ívari Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir.
21.07.2021 - 16:13
Krefst afsökunarbeiðni frá forstjóra ÁTVR
Arnar Sigurðsson, eigandi Santee hf og Santewines, hefur sent Ívari Arndal, forstjóra ÁTVR, bréf þar sem þess er krafist að kærur ÁTVR til lögreglu á hendur Sante séu tafarlaust dregnar til baka og afsökunarbeiðni birt með heilsíðuauglýsingum í Morgunblaðinu, Viðskiptablaðinu og Fréttablaðinu ásamt vefborðum sem birtir séu í eina viku á vefsíðum mbl.is og Vísis.is.
19.07.2021 - 14:22
Steðji skorar á Alþingi að hysja upp um sig
Brugghúsi Steðja hefur enn ekki borist stefna vegna vefverslunar sinnar með bjór sem þar er bruggaður, þó svo ÁTVR hafi tilkynnt sýslumanninum á Vesturlandi um meint lögbrot Brugghúss Steðja ehf. með smásölu áfengis í vefverslunum.
19.07.2021 - 11:16
Kastljós
Fjórðungi ódýrara áfengi en hjá ÁTVR
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti í gær til sýslumanns þá skoðun að áfengissalinn Arnar Sigurðsson væri að brjóta lög með vefsölu sinni á áfengi. Arnar telur sig aftur á móti hafa fundið leið framhjá ÁTVR og selur áfengi samdægurs af lager sem hann heldur á Íslandi, á meðan fyrirtækið er skráð í Frakklandi og flokkast því sem erlend netverslun. 
Fyrsta lífsmarkið frá Jack Ma um margra mánaða skeið
Kínverski auðkýfingurinn Jack Ma, stofnandi og eigandi netverslunarrisans Alibaba, kom fram á opinberum vettvangi í gær, í fyrsta skipti síðan kínversk yfirvöld tóku að rannsaka fyrirtækjasamsteypu hans og hlutast til um rekstur hennar í haust sem leið. Ma ávarpaði hóp kennara í gegnum fjarfundabúnað.
21.01.2021 - 01:55
Vonar að verslanir verði sveigjanlegar með skilafresti
Dagarnir milli jóla og nýárs eru oft nýttir til þess að skila og skipta jólagjöfum. Formaður Neytendasamtakanna vonar að verslanir verði sveigjanlegar svo viðskiptavinir þurfi ekki að hópast meira saman en þörf er á.
27.12.2020 - 12:28
Bandaríkjamenn búast við hugmyndauðgi í jólagjöfum
Sex af hverjum tíu Bandaríkjamönnum búast við að fá „hugmyndaríkari“ gjafir um þessi jól en áður. Þetta sýnir ný könnun á vegum OnePoll þar sem sjónum var beint að kauphegðun fyrir jólin á þessu óvenjulega ári.
16.12.2020 - 02:58
Meira en 100% aukning frá erlendum netverslunum
Fjöldi pakkasendinga til landsins á vegum DHL núna fyrir jólin hefur meira en tvöfaldast á milli ára og íslenskar netverslanir senda margfalt fleiri sendingar til útlanda nú en áður. Í þeim eru aðallega lundabangsar, lopapeysur og íslenskrar snyrtivörur.  
15.12.2020 - 11:21
Vinna allan sólarhringinn við að afgreiða pantanir
Ein stærsta verslunarvika ársins, kennd við svartan föstudag, er gengin í garð og það er flókin staða fyrir verslanir þegar ekki mega fleiri en tíu koma saman. Í vöruhúsi Elko er unnið allan sólarhringinn við að koma pöntunum út. Annars tækist það vart fyrir jól. Fleiri þúsund pantanir fara þar í gegn á hverjum degi í þessari viku. 
23.11.2020 - 11:35
Myndskeið
Tómlegar verslanir en fullt af kúnnum
Það hefur verið líf og fjör í verslunum víða um land, þó að viðskiptavinirnir séu ekki margir í eigin persónu. Dagur einhleypra, eða Singles day, einn stærsti netverslunardagur ársins, er í dag.
11.11.2020 - 19:32
Mikil aukning í netverslun með matvæli
Netverslun með matvæli hefur margfaldast frá því sóttvarnaaðgerðir voru hertar á ný og eiga verslanir fullt í fangi með að mæta aukinni eftirspurn.
12.10.2020 - 19:15
Morgunvaktin
Framleiðsla á fötum tvöfaldaðist síðustu tuttugu ár
Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir textíliðnaðinn ágæta birtingarmynd af ofneyslu. Miklu meira sé framleitt en þörf er á og umhverfisleg og samfélagsleg vandamál af völdum textílframleiðslu aukist hratt. Birgitta var gestur á Morgunvakt Rásar 1 í dag.
Íslendingar panta helmingi minna frá Kína
Erlend netverslun Íslendinga dróst saman um 18 prósent milli ára í mars, miðað við tollskráningu, og nam 195,3 milljónum að tollvirði í mánuðinum. Mest dróst saman í netverslun frá Kína, um meira en helming milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar.
01.05.2020 - 10:21
Innlend netverslun í blóma en erlend kortavelta hrynur
Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra. Innlend netverslun hefur hins vegar ríflega tvöfaldast milli ára. Leita þarf aftur til janúar 2015  til þess að finna lægri kortaveltu erlendra ferðamanna.
Matur, lyf og byggingavörur seljast vel - annað ekki
Kaupmenn og verslunareigendur finna fyrir þungu höggi vegna samkomubanns í landinu. 40 prósent minni sala er í þessari viku miðað við í fyrra. Þetta gildir þó ekki um matvöruverslanir, apótek og einstaka byggingavörur.
20.03.2020 - 15:21
Spegillinn
Fólk tilbúið að panta jólasteikina á vefnum
Því er spáð að netverslun springi út á næstu árum hér á landi. Mestur hefur vöxturinn verið í netverslun með matvæli.
20.12.2019 - 17:00
 · Innlent · Netverslun · Matur
Myndband
Ný búð á Drangsnesi fimm dögum eftir að sú gamla lokaði
Verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Drangsnesi á Ströndum var lokað í byrjun desember eftir tæplega 70 ára rekstur. Íbúar brugðust við í snatri og opnuðu nýja verslun fimm dögum síðar.
09.12.2019 - 22:25
Færri ábendingar til Neytendastofu vegna afsláttardaga
Neytendastofu hafa borist færri tilkynningar vegna misjafnra viðskiptahátta á svokölluðum svörtum föstudegi í ár samanborið við í fyrra. Fjölmargar verslanir auglýstu tilboð í tilefni dagsins fyrir helgi og margar bjóða einnig upp á tilboð á svokölluðum netmánudegi í dag. Ekki er langt síðan verslanir buðu einnig tilboð á degi einhleypra, að kínverskri fyrirmynd.
02.12.2019 - 10:40
Stóru jólaverslunardagarnir valda seinkun hjá Póstinum
Tafir eru á útkeyrslu sendinga hjá Póstinum á höfuðborgarsvæðinu sem rekja má til mikils magns pakkasendinga sem streyma til Póstsins í aðdraganda jóla.
20.11.2019 - 16:16
Nóg um að vera á netútsölum
Útsölurnar eru hafnar víða um landið en líka á netinu. Karen Björg Þorsteinsdóttir, tískuspekingur, fór yfir heitar útsölur sem hægt væri að nýta sér um þessar mundir.
02.07.2019 - 17:11