Færslur: Netverslun

Íslendingar panta helmingi minna frá Kína
Erlend netverslun Íslendinga dróst saman um 18 prósent milli ára í mars, miðað við tollskráningu, og nam 195,3 milljónum að tollvirði í mánuðinum. Mest dróst saman í netverslun frá Kína, um meira en helming milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar.
01.05.2020 - 10:21
Innlend netverslun í blóma en erlend kortavelta hrynur
Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra. Innlend netverslun hefur hins vegar ríflega tvöfaldast milli ára. Leita þarf aftur til janúar 2015  til þess að finna lægri kortaveltu erlendra ferðamanna.
Matur, lyf og byggingavörur seljast vel - annað ekki
Kaupmenn og verslunareigendur finna fyrir þungu höggi vegna samkomubanns í landinu. 40 prósent minni sala er í þessari viku miðað við í fyrra. Þetta gildir þó ekki um matvöruverslanir, apótek og einstaka byggingavörur.
20.03.2020 - 15:21
Spegillinn
Fólk tilbúið að panta jólasteikina á vefnum
Því er spáð að netverslun springi út á næstu árum hér á landi. Mestur hefur vöxturinn verið í netverslun með matvæli.
20.12.2019 - 17:00
 · Innlent · Netverslun · Matur
Myndband
Ný búð á Drangsnesi fimm dögum eftir að sú gamla lokaði
Verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Drangsnesi á Ströndum var lokað í byrjun desember eftir tæplega 70 ára rekstur. Íbúar brugðust við í snatri og opnuðu nýja verslun fimm dögum síðar.
09.12.2019 - 22:25
Færri ábendingar til Neytendastofu vegna afsláttardaga
Neytendastofu hafa borist færri tilkynningar vegna misjafnra viðskiptahátta á svokölluðum svörtum föstudegi í ár samanborið við í fyrra. Fjölmargar verslanir auglýstu tilboð í tilefni dagsins fyrir helgi og margar bjóða einnig upp á tilboð á svokölluðum netmánudegi í dag. Ekki er langt síðan verslanir buðu einnig tilboð á degi einhleypra, að kínverskri fyrirmynd.
02.12.2019 - 10:40
Stóru jólaverslunardagarnir valda seinkun hjá Póstinum
Tafir eru á útkeyrslu sendinga hjá Póstinum á höfuðborgarsvæðinu sem rekja má til mikils magns pakkasendinga sem streyma til Póstsins í aðdraganda jóla.
20.11.2019 - 16:16
Nóg um að vera á netútsölum
Útsölurnar eru hafnar víða um landið en líka á netinu. Karen Björg Þorsteinsdóttir, tískuspekingur, fór yfir heitar útsölur sem hægt væri að nýta sér um þessar mundir.
02.07.2019 - 17:11
Netverslun sækir í sig veðrið
Innlend kortavelta Íslendinga nam 31 milljarði í maí og jókst á milli ára, samkvæmt tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Alls nam heildarvelta innlendra greiðslukorta 69,2 milljörðum króna í maímánuði og jókst á milli mánaða. Um er að ræða veltuhæsta mánuð í netsölu og innlendri verslun síðan farið var að birta tölur með niðurbroti á netverslun.
21.06.2019 - 13:33
Netverslun æ vinsælli verslunarmáti
Íslendingar keyptu 50 prósentum meira á netinu á sérstökum tilboðsdegi á laugardaginn var en þeir gerðu sama dag í fyrra. Ellefti nóvember ár hvert er orðinn að sérstökum netverslunardegi, svokallaður Singles day, sem gæti útlagst sem Staki dagurinn upp á íslensku. Vésteinn Viðarsson, vörustjóri hjá Póstinum, segir að ellefti nóvember sé orðinn stærsti stórútsöludagur í netverslun í heiminum.  
17.11.2017 - 15:34
Finnar kaupa mikið frá kínverskum netverslunum
Finnskir neytendur eru afar duglegir við innkaup frá kínverskum netverslunum að sögn finnska ríkisútvarpsins, YLE. Á sama tíma og danski pósturinn er rekinn með miklu tapi vegna þess hversu fá bréf eru send hefur finnski pósturinn ekki undan við afgreiðslu sendinga frá Kína. Finnar eru nefnilega mjög duglegir við að netkaup frá Kína.
30.07.2017 - 08:43
Erlent · Evrópa · Mannlíf · Finnland · Kína · Netverslun