Færslur: Netsvindl

Unglingsstúlkur oftast þvingaðar til myndsendinga
Fimmtán til sautján ára stúlkur eru sá samfélagshópur hér á landi sem oftast er þvingaður til myndsendinga á netinu. Um þriðjungur þeirra hefur verið beðinn að senda af sér myndir eða persónulegar upplýsingar á netinu síðustu tólf mánuði. Um 16% kvenna á þessum aldri hafa svo orðið fyrir að myndir eða myndskeið af þeim hafi verið birt á netinu án þeirra samþykkis.
Svikarar reyna að féfletta fólk gegnum greiðslukort
Talsvert hefur verið um það undanfarið að fólki berist fölsk skilaboð send í nafni póstflutningafyrirtækja og efnisveita. Með skilaboðunum er fólki beint inn á netsíður og beðið um að gefa upp kortaupplýsingar og öryggisnúmer til að greiða reikninga.
11.12.2020 - 15:17
Svikarar herja á Facebook-leiki íslenskra fyrirtækja
Svikahrappar virðast vera farnir að herja á íslensk fyrirtæki sem efna til leikja á Facebook, þar sem fólk getur unnið vörur með því að deila færslum. Svikararnir leggja greinilega töluverða vinnu í að blekkja fólk.
17.10.2020 - 20:26
Netsvindlarar herja á íþróttafélög
Lögreglan varar forsvarsmenn íþróttafélaga við útsmognum netsvindlurum. Nú þegar hafa nokkur félög orðið fyrir barðinu á netsvindli og tapað talsverðu fé. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, segir að netsvindlarar hafi herjað á íþróttahreyfinguna fyrir örfáum árum og nú virðist þeir vera farnir aftur á stjá.
09.10.2020 - 22:33