Færslur: Netsvindl

Grunsamleg góðgerðasamtök sendu út valgreiðsluseðla
Meint góðgerðasamtök sem kalla sig Vonarneista hafa sent út valgreiðsluseðla til fólks að undanförnu. Litlar upplýsingar liggja fyrir um samtökin og starfsemi þeirra og ekki næst í forsvarsmenn þess.
13.12.2021 - 15:30
Lögreglan varar við svikatilkynningum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við tilraunum til fjársvika gegnum tilkynningar í nafni þekktra og traustra fyrirtækja á borð við Póstinn, Netflix og DHL. Í tilkynningu segir að nokkur fjöldi fólks hafi fallið í gildru svikahrappa sem noti tilkynningar sem líti sannfærandi út.
Unglingsstúlkur oftast þvingaðar til myndsendinga
Fimmtán til sautján ára stúlkur eru sá samfélagshópur hér á landi sem oftast er þvingaður til myndsendinga á netinu. Um þriðjungur þeirra hefur verið beðinn að senda af sér myndir eða persónulegar upplýsingar á netinu síðustu tólf mánuði. Um 16% kvenna á þessum aldri hafa svo orðið fyrir að myndir eða myndskeið af þeim hafi verið birt á netinu án þeirra samþykkis.
Svikarar reyna að féfletta fólk gegnum greiðslukort
Talsvert hefur verið um það undanfarið að fólki berist fölsk skilaboð send í nafni póstflutningafyrirtækja og efnisveita. Með skilaboðunum er fólki beint inn á netsíður og beðið um að gefa upp kortaupplýsingar og öryggisnúmer til að greiða reikninga.
11.12.2020 - 15:17
Svikarar herja á Facebook-leiki íslenskra fyrirtækja
Svikahrappar virðast vera farnir að herja á íslensk fyrirtæki sem efna til leikja á Facebook, þar sem fólk getur unnið vörur með því að deila færslum. Svikararnir leggja greinilega töluverða vinnu í að blekkja fólk.
17.10.2020 - 20:26
Netsvindlarar herja á íþróttafélög
Lögreglan varar forsvarsmenn íþróttafélaga við útsmognum netsvindlurum. Nú þegar hafa nokkur félög orðið fyrir barðinu á netsvindli og tapað talsverðu fé. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, segir að netsvindlarar hafi herjað á íþróttahreyfinguna fyrir örfáum árum og nú virðist þeir vera farnir aftur á stjá.
09.10.2020 - 22:33