Færslur: Netið

Oftast ókunnugir sem senda „typpamyndir“
Meira en helmingur stelpna á aldrinum þrettán til átján ára hefur fengið sendar nektarmyndir gegnum netið, samkvæmt nýrri könnun fjölmiðlanefndar. Langalgengast er að sá sem sendir myndirnar sé ókunnugur, eða sjö af hverjum tíu.
04.02.2022 - 12:31
Unglingsstúlkur oftast þvingaðar til myndsendinga
Fimmtán til sautján ára stúlkur eru sá samfélagshópur hér á landi sem oftast er þvingaður til myndsendinga á netinu. Um þriðjungur þeirra hefur verið beðinn að senda af sér myndir eða persónulegar upplýsingar á netinu síðustu tólf mánuði. Um 16% kvenna á þessum aldri hafa svo orðið fyrir að myndir eða myndskeið af þeim hafi verið birt á netinu án þeirra samþykkis.
Mál grunaðs samfélagsmiðlaþrjóts komið til ákærusviðs
Mál karlmanns um þrítugt, sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í síbrotagæslu að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í byrjun febrúar er komið til ákærusviðs.
Myndskeið
11 ára börn verða fyrir kynferðislegri áreitni á netinu
Kynferðisleg áreitni, sem börn verða fyrir á netinu, er mun algengari en flestir gera sér grein fyrir. Þetta segja börn sem unnu skýrslu um stöðu mannréttinda barna á Íslandi. Þau segja mikilvægt að auka fræðslu, bæði fyrir þolendur og gerendur.
Flytja notendagögn Breta frá Írlandi til Bandaríkjanna
Stjórnendur netrisans Google áforma að flytja upplýsingar um breska notendur sína frá evrópskum höfuðstöðvum sínum á Írlandi til Bandaríkjanna, nú þegar Bretar eru gengnir úr Evrópusambandinu. Þar með lýtur meðferð fyrirtækisins á gögnum breskra Google-notenda ekki lengur strangri persónu- og gagnaverndarlöggjöf Evrópusambandsins, heldur gilda um hana bandarísk lög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu.
20.02.2020 - 05:30
Myndskeið
Vinsælustu leitarorð Íslendinga á árinu
Meðal vinsælustu leitarorða Íslendinga á Google á árinu voru lúsmý, Hatari og Notre Dame. Gunnar Nelson er sá Íslendingur sem flestir flettu upp á netinu.
18.12.2019 - 19:26
 · google · Netið
Einkarekin netþjónusta leyfð á Kúbu
Stjórnvöld á Kúbu ætla að heimila einkarekstur á þráðlausum netkerfum og innflutning einkaaðila á dreifibúnaði á borð við netbeina. Greint var frá þessu í ríkisútvarpi Kúbu í gær og mun löggjöf þessa efnis taka gildi á næstu dögum. Með þessu er í raun verið að bregðast við orðnum hlut því þúsundir Kúbana notast í dag við sjálfsprottnar, heimatilbúnar netþjónustur og smyglaðan dreifibúnað. Hvort tveggja hefur til þessa verið ólöglegt á Kúbu en yfirvöld hafa þó ekki amast við því síðustu ár.
30.05.2019 - 01:46
Samþykktu breytingar á höfundarrétti á netinu
Evrópuþingið í Strassborg samþykkti í dag tillögu um breytingar á höfundarrétti á netinu. Tillögurnar eru afar umdeildar og er ætlað að rétta hlut fjölmiðla og tónlistarútgefenda. Forsvarsmenn netfyrirtækja á borð við Google, Facebook og YouTube hafa andmælt þeim afdráttarlaust.
26.03.2019 - 13:43
Deilt um höfundarrétt á efni á netinu
Þingmenn á Evrópuþinginu greiða í dag atkvæði um afar umdeilda tillögu sem gengur út á að breyta reglum um höfundarrétt á efni sem sett er á samfélagsmiðla eins og Facebook og Youtube. Fjölmiðlar og tónlistarfyrirtæki styðja breytingarnar, sem ganga út á að tryggja betur höfundarrétt á efni og gera netfyrirtækin ábyrg fyrir því að halda þann rétt í heiðri
26.03.2019 - 09:39
Óvinsælustu tjáknin á Twitter opinberuð
Flestir sem notast við netmiðla kannast við svokölluð tjákn, lyndistákn eða „emojis“ en sum þessara tjákna eru vinsælli en önnur. Þannig hafa tjákn á borð við hjarta, þumal sem bendir upp og broskall fest sér sess í vitund almennings á meðan færri myndu grípa til kláfferjunnar í sínum daglegu netsamskiptum. Kláfferjan var lengi vel óvinsælasta tjáknið á Twitter en annað tjákn er nú enn óvinsælla. Það tjákn er jafnvel enn furðulegra en það sýnir fjóra bókstafi í hástöfum og ekkert annað.
29.07.2018 - 20:25
Erlent · Netið · twitter
Skapandi stéttir sjúkar í ókeypis nettengingu
Hinar skapandi stéttir drekka kaffi og skrifa tölvupósta í gríð og erg. Oft fer þessi vinna fram á kaffihúsum sem bjóða upp á ókeypis nettengingar, en þá ofbýður eigendum kaffihúsanna stundum hangsið.
17.12.2017 - 16:52