Færslur: Netglæpir

Rafmyntarglæpum fjölgar mjög í heiminum
Svokölluðum rafmyntarglæpum, netglæpum þar sem rafmynt kemur við sögu með einum eða öðrum hætti, hefur fjölgað afar mikið að undanförnu og verðmæti hins rafræna þýfis nær tvöfaldaðist á milli áranna 2020 og 2021, þegar það fór úr 7,8 milljörðum Bandaríkjadala í fjórtán milljarða, samkvæmt greiningu tæknifyrirtækisins Chain-analysis. Fréttablaðið greinir frá.
08.01.2022 - 05:34
Þrjótar kunna að hafa læst klóm í tölvupóst starfsmanna
Hætt er við því að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta starfsmanna Háskólans í Reykjavík í árás sem gerð var á póstþjón skólans í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Frá því í júní hafa tölvuþrjótar tvisvar komið spilliforriti inn á póstþjóna skólans. 
22.10.2021 - 16:26
Spegillinn
Afbrot færðust á netið og inn á heimilin í faraldrinum
Starfsemi lögreglunnar fór ekki í neinn hægagang þrátt fyrir að hægst hafi á samfélaginu í kórónuveirufaraldrinum. Netglæpir urðu tíðari og vísbendingar eru um að enginn skortur hafi verið á innflutningi fíkniefna. Yfirlögregluþjónn segir merki um að brotum gegn börnum hafi fjölgað í faraldrinum.
Ein stærsta gagnagíslataka sögunnar
Tölvuárás, sem gerð var á bandarískt upplýsingatæknifyritæki í gærkvöldi, hefur lamað starfsemi fjölmargra fyrirtækja í Bandaríkjunum og um heim allan.
Spegillinn
Siðprúðir hakkarar brjótist inn í tölvukerfi
Íslendingar eru aftarlega á merinni í tölvuöryggismálum og siðprúðir hakkarar ættu að vera fengnir til að finna öryggisgalla í kerfum hins opinbera. Þetta segir Theódór R. Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir að tölvuárásum hafi fjölgað og afleiðingar þeirra séu orðnar afdrifaríkari.  
Netglæpamenn starfi á kvöldin en ekki netöryggissveit
Farið er hörðum orðum um netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar í umsögn Sýnar hf. um nýtt frumvarp sem felur í sér heildarendurskoðun á lögum um stofnunina. Nafni hennar á að breyta í Fjarskiptastofu. Í umsögninni segir að starfsemi netöryggissveitarinnar hafi valdið vonbrigðum en þó hafi rekstrargjald fjarskiptafyrirtækjanna til hennar verið hækkað og framlög til málaflokksins stóraukin. Sveitin starfi hvorki á kvöldin né um helgar - ólíkt netglæpamönnum.
30.04.2021 - 11:30
Mál grunaðs samfélagsmiðlaþrjóts komið til ákærusviðs
Mál karlmanns um þrítugt, sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í síbrotagæslu að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í byrjun febrúar er komið til ákærusviðs.
Lögregla í Ástralíu leysir upp barnaníðshring
Alríkislögregla í Ástralíu hefur handtekið 44 karlmenn víðsvegar um land grunaða um að framleiða efni sem inniheldur barnaníð eða hafa slíkt efni í fórum sínum.
23.10.2020 - 03:15
Auðkýfingar þolendur netsvindls
Twitter-síður ýmissa bandarískra auðmanna og stórfyrirtækja urðu fyrir árás netsvindlara í gær.
16.07.2020 - 00:30
Lögreglan varar við sérstaklega ógnandi netþrjótum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á því að fólk hafi tilkynnt um ógnandi og grófa tölvupósta síðustu daga, þar sem netþrjótar reyna að kúga fé af fólki.
Nýta sér faraldurinn til að svíkja fólk
Alda tölvuglæpa gengur nú yfir netheima þar sem tölvuþrjótar reyna að nýta sér Covid-19 faraldurinn til að komast yfir lykilnúmer og greiðslukortaupplýsingar.
04.04.2020 - 19:20
Spegillinn
Danir hafa áhyggjur af COVID-glæpum
Lögreglan hér á landi hefur ekki orðið vör við afbrot sem hægt er að tengja við kórónuveirufaraldurinn. Yfirvöld í Danmörku hafa hins vegar áhyggjur af glæpum sem framdir eru vegna eða í skjóli faraldursins. Þegar hefur verið tilkynnt um þjófnað á varnarbúnaði og að fólk villi á sér heimildir og þykist vera heilbrigðisstarfsmenn. Danir ætla að herða refsingar vegna þess sem þeir kalla COVID glæpastarfsemi. Frumvarp um það liggur fyrir danska þinginu og verður að lögum í næstu viku.
27.03.2020 - 17:16
 · Innlent · Erlent · Danska þingið · COVID-19 · Netglæpir
Kveikur
Stríð nútímans er falið í tölvunni þinni
Þorláksmessa 2015 var ósköp rólegur dagur í Ivano-Frankivsk í Úkraínu, þar til allir símar tóku að hringja í orkuverinu. Það er eitthvað skrítið um að vera, sagði röddin á línunni. Það reyndist rétt. Hakkarar höfðu náð valdi á orkuverinu og fjölda rafstöðva í grennd.
25.02.2020 - 20:05
Þurfa að geta starfað án tölvu og farsíma
Gagnsæi og stöðug upplýsingagjöf skipti sköpum í kjölfar netárásar á Norsk Hydro, segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Öryggissérfræðingar Landsbankans segja að hægt sé að hafa varann á með því að staðfesta öll greiðslufyrirmæli með símtali. Mikilvægt sé að fræða starfsmenn um hætturnar og tortryggja alltaf fyrirmæli sem berast í tölvupósti.
31.10.2019 - 12:37
Myndband
Fimm milljónum næstum því rænt af Frumherja
Snör viðbrögð komu í veg fyrir að 5 milljónum yrði rænt af Frumherja með fölskum tölvupóstum. Sterkur grunur er að Íslendingar aðstoði erlenda hakkara við glæpina segir Ragnar Sigurðsson, veikleikagreinir og netöryggissérfræðingur.
16.10.2019 - 19:59
„Það er allt falt fyrir peninga“
Umfang netglæpa, sem lögreglan rannsakar og hafa komið upp á síðustu tólf mánuðum, nemur 1,6 milljörðum króna. Þetta kom fram í máli Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, á ráðstefnu um netöryggi í morgun.
03.10.2019 - 11:34
Svona forðastu fjársvik netglæpamanna
Tölvuþrjótar sviku á fjórða hundruð milljóna króna út úr HS Orku eins og kom fram í fréttum í gær. Þetta er langt frá því að vera einu rafrænu fjársvikin. Í fyrra voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu 130 tilvik þar sem reynt var að blekkja fólk með því að láta það leggja inn á reikning hjá svikahröppum. En hvernig getur fólk forðast að lenda í klóm netglæpamanna? Lögreglufulltrúi gefur nokkur góð ráð.
10.09.2019 - 16:17