Færslur: Netárás

Netárás á tölvukerfi Evrópuþingsins
Rússneskir tölvuhakkarar lýsa yfir ábyrgð á árás sem gerð var á tölvukerfi Evrópuþingsins í morgun, nokkrum klukkustundum eftir að þingið samþykkti ályktun þar sem Rússlandi var lýst sem hryðjuverkaríki.
23.11.2022 - 17:53
mbl.is lá niðri vegna erlendrar netárásar
Vefurinn mbl.is lá niðri í um klukkustund síðdegis. Tilkynnt var á Facebook-síðu miðilsins á fjórða tímanum að um erlenda netárás væri að ræða.
19.11.2022 - 15:34
Alvarleg netárás gerð á Tækniskólann
Alvarleg og vel ígrunduð netárás var gerð á Tækniskólann í síðustu viku. Árásin hafði víðtæk áhrif á tölvukerfi og þjónustu skólans
176 verslunum 7/11 lokað vegna gruns um netárás
Öllum 176 verslunum keðjunnar 7-Eleven í Danmörku var lokað í morgun vegna gruns um að verslunin hefði orðið fyrir netárás. Frá þessu greinir fyrirtækið í tilkynningu á Facebook.
08.08.2022 - 10:39
Rekja netárás á innviði í Litháen til Rússlands
Umfangsmikil netárás var gerð á innviði í Litháen í dag. Stjórnvöld þar í landi segja líklegast að hana megi rekja til Rússlands, samkvæmt Jonas Skardinskas, yfirmanni netöryggissveitar landsins.
27.06.2022 - 17:28
400.000 netárásir á Neyðarlínuna á einum degi
Um fjögur hundruð þúsund netárásir voru gerðar á tölvukerfi Neyðarlínunnar á Íslandi á einum sólarhring skömmu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúarlok, og hefur netárásum á þessa mikilvægu öryggisstofnun verið haldið áfram allar götur síðan. Fréttablaðið greinir frá og segir heimildir blaðsins staðfesta þetta.
Fjöldi netárása truflar íslenskar vefsíður
Netárásir hafa truflað fjölda íslenskra vefsíðna í dag. Kerfisstjóri hjá Netheimum, sem hýsir vefsíður fjölda fyrirtækja, segir árásirnar hafa staðið yfir óvenju lengi síðustu daga.
14.04.2022 - 16:08
Greiðslukerfi Strætó lá niðri vegna netárása
Greiðslukerfi Strætó hefur orðið fyrir ítrekuðum netárásum síðustu daga. Nýjasta árásin var gerð fyrr í dag og lá greiðslukerfið niðri í um níutíu mínútur vegna þess.
19.02.2022 - 19:45
Aftur truflanir á þjónustu Valitor fyrr í kvöld
Truflun varð aftur á þjónustu greiðslufyrirtækisins Valitor í kvöld milli klukkan 18:10 og 18:24. Fyrirtækið vakti athygli á þessu á Facebook.
12.09.2021 - 20:18
Láti ekki undan kúgunartilburðum tölvuþrjóta
Netárásir hafa verið gerðar á fjögur íslensk fjármálafyrirtæki og fleiri og stærri árásir kunna að vera í bígerð. Öryggissérfræðingur segir að fyrirtæki eigi alls ekki að láta undan kúgunartilburðum tölvuþrjóta heldur efla varnirnar.
12.09.2021 - 19:21
Netárásir mögulega bara æfingar fyrir annað og verra
Netárásir þær sem gerðar voru á greiðslufyrirtækið Valitor í gærkvöld og SaltPay í byrjun þessa mánaðar gætu einungis verið æfingar fyrir umsvifameiri netárásir.
Öll þjónusta komin í lag eftir netárásina
Umfangsmikil netárás var gerð á greiðslufyrirtækið Valitor í gærkvöld og olli hún um tíma talsverðum erfiðleikum með kortagreiðslur og úttektir.
12.09.2021 - 08:58
Netárás á SaltPay truflaði kortagreiðslur
Færsluhirðingarfyrirtækið SaltPay, áður Borgun, varð fyrir netárás síðdegis í dag. Talsverðar truflanir urðu þar af leiðandi á þjónustu fyrirtækisins, þar á meðal urðu truflanir á notkun greiðslukorta. Fyrirtækið segir í tilkynningu að árásin hafi verið tilkynnt CERT-ÍS, netöryggissveitar Fjarskiptastofu. Talsmenn fyrirtækisins segja ekkert benda til þess að árásaraðilar hafi komist inn fyrir varnir fyrirtækisins og þeir hafi ekki getað nálgast gögn.
03.09.2021 - 18:25
Kínverjar sakaðir um netárás á vefþjón Microsoft
Evrópusambandið og stjórnvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa sakað stjórnvöld í Kína um að standa að baki stórri netárás sem gerð var á vefþjóna Microsoft fyrr á þessu ári.
Verslanir um alla Svíþjóð lokaðar eftir tölvuárás
Um 800 verslanir matvörukeðjunnar Coop í Svíþjóð eru lokaðar í dag. Tölvuárás var gerð á fyrirtæki sem Coop á í samstarfi við og er kassakerfi verslananna ónothæft.
03.07.2021 - 12:29
Bandarísk olíuleiðsla óvirk eftir netárás
Loka varð fyrir stærstu olíuleiðslu Bandaríkjanna í dag vegna netárásar. Í yfirlýsingu Colonial Pipeline segir að árásin hafi haft áhrif á hluta tölvukerfis þess og komið í veg fyrir alla starfsemi fyrirtækisins til skamms tíma. Engar frekari upplýsingar voru gefnar um hvers kyns áhrifum árásin olli, en skemmdir eru taldar afar litlar ef einhverjar.
Síminn varð fyrir netárás á laugadagskvöld
Þeir sem ætluðu sér að horfa á áskriftarrásir eða panta sér efni af sjónvarpsleigunni á laugardagskvöldið kunna að hafa gripið í tómt, því Síminn varð fyrir netárás.
01.02.2021 - 13:38
Staðhæft að Rússar standi að baki tölvuárásum
Bandarískir stjórnmálamenn staðhæfa að Rússar standi að baki netárásum sem hafa undanfarið valdið miklum usla hjá bandarískum stjórnarstofnunum. Demókratar furða sig á þögn forsetans.
Netárásin var stór á íslenskan mælikvarða
Stór netárás á íslenskan mælikvarða var gerð á fyrirtæki í fjármálageiranum á mánudag í síðustu viku. Árásin hafði afleiðingar víða meðal annars hjá fjarskiptafélögum.
Tilraun til netárásar olli truflun á netsambandi í gær
Tilraun til netárásar klukkan 11:22 í gær hafði áhrif á netsamband fjölda viðskiptavina Vodafone, og fleiri fjarskiptafyrirtækja, í 45-50 mínútur. Magnús Hafliðason, forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs Vodafone, segir í samtali við fréttastofu að árásin hafi beinst gegn einum viðskiptavini fyrirtækisins.
10.11.2020 - 11:46