Færslur: Netanyahu

Netanyahu fyrir rétt í dag
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, mætir fyrir rétt í dag, þar sem hann og lögmenn hans taka formlega til varna gegn ákæru á hendur honum fyrir spillingu. Aðeins sex vikur eru til þingkosninga í Ísrael, þeirra fjórðu á innan við tveimur árum.
08.02.2021 - 03:42
Netanyahu óskar góðvini sínum Biden til hamingju
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, bættist í hóp þjóðarleiðtoga sem óskuðu þeim Joe Biden og Kamölu Harris til hamingju með kjörið í morgun. Eins og margir skrifaði Netanyahu hamingjuóskirnar á Twitter og sagði Biden hafa reynst góðan vin Ísraels í áratugi. Hann kvaðst hlakka til að vinna með þeim að áframhaldandi styrkingu einstakra tengsla Bandaríkjanna og Ísraels.
Togstreita eykst milli Ísraels og Palestínu
Ísraelskar flugvélar vörpuðu sprengjum á Gaza-svæðið í nótt. Það var gert í kjölfar eldflaugaárásar Palestínumanna á suðurhluta Ísraels. Gagnkvæmar árásir hafa varað í um viku og Egyptar hafa reynt að miðla málum.
Réttarhöldum yfir Netanyahu frestað
Fyrsta degi réttarhalda yfir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels lauk eftir tæplega klukkustund síðdegis í dag. Netanyahu tjáði sig ekkert í réttarhöldunum að öðru leyti en því að segja til nafns. Verjendur hans kröfðust þess að réttarhöldunum yrði frestað til þess að þeir gætu farið betur ofan í gögn málsins. Það var gert og ekki var tilkynnt hvenær málinu verður fram haldið.
24.05.2020 - 14:42
Erlent · Erlent · Ísrael · Netanyahu
Netanyahu ber að mæta fyrir rétt
Dómstóll í Jerúsalem hefur synjað beiðni Benjamins Netanyahus forsætisráðherra um að fá að sleppa við að mæta fyrir rétt á sunnudag þegar honum verða formlega birtar ákærur vegna spillingarmála.
20.05.2020 - 17:34
Sara Netanyahu dæmd fyrir spillingu
Sara Netanyahu, eiginkona Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, var í dag dæmd fyrir að hafa misnotað ríkisfé. Hún var sökuð um að hafa eytt allt að 100.000 bandaríkjadollurum, eða um 12 milljónir króna í máltíðir, svo sem á lúxusveitingastöðum.
16.06.2019 - 09:59
Netanyahu til Evrópu að ræða Íran
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, er lagður af stað í þriggja daga för um Evrópu. Þar hittir hann fyrir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands.
04.06.2018 - 13:49
Telur innrás í Íran ekki ólíklega
Yfirlýsingar frá Bandaríkjunum og Ísrael benda til þess að fyrsta skrefið í átt að hernaðaraðgerðum gegn Íran hafi verið tekið. Það skref er ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að rifta kjarnorkusamningi við Íran. Þetta segir Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda.
09.05.2018 - 20:36
Leggja til að Netanyahu verði ákærður
Rannsóknarlögregla í Ísrael leggur til að Benjamin Netanyahu forsætisráðherra verði stefnt fyrir rétt vegna tveggja mútu- og fjársvikamála. Ríkissaksóknari landsins tekur ákvörðun um hvort af því verði.
13.02.2018 - 20:26
Erlent · Asía · Ísrael · Netanyahu
Netanyahu minnist fórnarlamba í París
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, minntist þess í dag að 75 ár eru síðan 13 þúsund gyðingum var safnað saman í París og þeir sendir í útrýmingarbúðir nasista. Netanyahu er fyrsti ísraelski forsætisráðherrann sem kemur til Parísar til að taka þátt í minningarathöfn vegna voðaverksins.
16.07.2017 - 16:01