Færslur: NBA deildin

16 leikmenn í NBA greinast með COVID-19
16 leikmenn í NBA hafa greinst með COVID-19 eftir að deildin skimaði fyrir veirunni. Alls fóru 302 leikmenn deildarinnar í skimum.
27.06.2020 - 09:55
Jerry Sloan látinn
Einn þekktasti körfuboltaþjálfarinn úr NBA deildinni lést í dag, 78 ára að aldri. Hann glímdi við Parkison og Lewy heilahrörnunarsjúkdóminn allt frá árinu 2016.
22.05.2020 - 15:16
Hugsanlega spilað án áhorfenda fram á næsta ár
Framkvæmdastjóri NBA deildarinnar telur hugsanlegt að ákvörðun verði tekin í næsta mánuði um það hvenær NBA-deildin hefst að nýju. Hann telur að fyrst í stað fari leikir mögulega fram einungis í Orlando og Las Vegas. Adam Silver ræddi framtíð deildarinnar á rafrænum fundi í gær. Á fundinum var einnig Michele Roberts, framkvæmdastjóri stéttarfélags leikmanna í NBA. 
09.05.2020 - 09:42
Segir NBA-leikmenn geta spilað án áhorfenda
Einn þekktasti körfuboltamaður sögunnar, Magic Johnson, telur að ef NBA deildin fari aftur í gang í vor þá verði engir áhorfendur á leikjunum. Leikmenn deildarinnar geti vel náð tökum á því að spila þótt áhorfendabekkirnir séu tómir. Þetta sagði Magic í samtali við fréttamenn bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN í gær.
10.04.2020 - 20:47
Cousins til Golden State Warriors
Það hefur mikið gengið á í NBA-deildinni í körfubolta á undanförnum dögum en nokkur stór félagaskipti hafa orðið síðan LeBron James gekk til liðs við Los Angeles Lakers. Á eftir LeBron eru vistaskipti DeMarcus Cousins frá New Orleans Pelicans til ríkjandi meistara í Golden State Warriors líklega þau sem hafa fengið hvað mest umtal.
03.07.2018 - 09:45
LeBron James orðinn samningslaus
LeBron James, eitt stærsta nafn NBA-deildarinnar, er nú orðinn samningslaus eftir að hafa nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum en enn var eitt ár eftir af samningi hans við Cleveland Cavaliers.
30.06.2018 - 10:40
Myndskeið
Harden valinn bestur í NBA
James Harden, leikmaður Houston Rockets, var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar nú í nótt. Þá var Ben Simmons, Philadelphia 76ers, valinn besti varnarmaðurinn og Dwane Casey, Toronto Raptors, valinn besti þjálfari deildarinnar.
26.06.2018 - 12:47
Valinn besti þjálfarinn en samt rekinn
Dwayne Casey kom Toronto Raptors í úrslitakeppnina í NBA-deildinni í körfubolta sem besta liðið í Austurdeildinni og með næst hæsta sigurhlutfall allra liða í bæði Austur- og Vesturdeild. Var Casey í kjölfarið kosinn besti þjálfarinn í deildinni, svo var hann rekinn.
12.05.2018 - 13:50
Myndskeið
Dramatík er Boston og Cleveland komust í 3-0
Boston Celtics og Cleveland Cavaliers komust 3-0 yfir í einvígum sínum í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Celtics unnu Philadelphia 76ers með þriggja stiga mun í framlengdum leik, 101-98. LeBron James tryggði svo Cavaliers sigur á Toronto Raptors með flautukörfu sem sjá má hér að neðan, lokatölur 105-103.
06.05.2018 - 11:58
Houston komið yfir - New Orleans á möguleika
Undanúrslit Vesturstrandarinnar í NBA deildinni í körfubolta héldu áfram í nótt. Houston Rockets komst yfir í einvígi sínu gegn Utah Jazz með 113-92 sigri, staðan 2-1 fyrir Houston en vinna þarf fjóra leiki til að fara áfram. Þá tókst New Orleans Pelicans að minnka muninn í einvígi sínu gegn ríkjandi meisturum Golden State Warriors. Lokatölur 119-100 og staðan þar einnig 2-1, Golden State í vil.
05.05.2018 - 10:44
Sagan mín er náttúrulega út í hött
Tryggvi Snær Hlinason er ein helsta vonarstjarna landsins í körfuknattleik en hann spilar um þessar mundir með einu besta liði Spánar, Valencia. Hann vakti mikla athygli nú nýverið, bæði hér heima og erlendis, þegar að hann gaf kost á sér í nýliðaval NBA. Hann ústkýrði það aðeins hvað það þýðir að gefa kost á sér í þessa sterkustu deild heimsins, hvers vegna hann ákvað að gera það og hver möguleg framtíð hans sé.
26.04.2018 - 17:00
Myndskeið
Golden State og Philadelphia byrja af krafti
Úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta hófst í nótt og byrja ríkjandi meistarar í Golden State Warriors vel en þeir völtuðu yfir San Antonio Spurs í nótt. Þá unnu Philadelphia 76ers góðan sigur á Miami Heat en liðið hefur verið nær óstöðvandi síðustu vikur. Vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í úrslitakeppninni. Önnur úrslit má finna hér að neðan.
15.04.2018 - 10:53
Myndskeið
Toppliðin töpuðu á heimavelli
Bæði Houston Rockets og Golden State Warriors töpuðu sínum leikjum í NBA deildinni í körfubolta í nótt en það verður að teljast óvænt að topplið Vesturdeildarinnar tapi á sama leikdegi. Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan en nú er svo sannarlega farið að styttast í úrslitakeppnina.
08.04.2018 - 10:51
Kyrie Irving frá út tímabilið
Samkvæmt öruggum heimildum vestanhafs er ljóst að leikstjórnandi Boston Celtics mun missa af bæði þeim leikjum sem eru eftir af deildarkeppninni sem og úrslitakeppninni í NBA-deildinni í körfubolta.
05.04.2018 - 17:25
Philadelphia 76ers og Lakers á sigurbraut
Alls fóru sex leikir fram í NBA deildinni í nótt en gömlu stórveldin Philadelphia 76ers og Los Angeles Lakers unnu sína leiki. Þá unnu Houston Rockets öruggan sigur á New Orleans Pelicans en liðið hefur aldrei unnið jafn marga leiki á einu keppnistímabili og í ár.
25.03.2018 - 12:05
Jackson rekinn frá Knicks - CP3 til Houston
Phil Jackson hefur verið rekinn frá NBA körfuknattleiksfélaginu New York Knicks en hann gegndi stöðu forseta félagsins. Þá hefur Houston Rockets tilkynnt komu Chris Paul frá LA Clippers.
29.06.2017 - 18:02