Færslur: Náttúruvernd

Dettifoss og Rauðufossar í hættu að tapa verndargildi
Dettifoss að austanverðu og Rauðufossar, sem eru innan friðlandsins að Fjallabaki, eru í verulegri hættu að tapa verndargildi sínu sem náttúrusvæði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Umhverfisstofnunar. 
18.06.2020 - 15:38
Fátt meira viðeigandi á 17. júní en að friða Geysi
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsingu Geysis í Haukadal í dag, 17. júní. Með undirrituninni er Geysir, innan marka jarðarinnar Laugar, friðlýstur sem náttúruvætti. Ráðherra sagði að fátt væri meira viðeigandi á sjálfan þjóðhátíðardaginn en að friðlýsa Geysi og Geysissvæðið.
Pistill
Stærri ógnir en Covid-19 framundan
Hvað getur kórónuveiran kennt okkur í baráttunni gegn loftlagsbreytingum? Hafdís Hanna Ægisdóttir veltir þessu fyrir sér umhverfispistli í Samfélaginu á Rás 1.
07.04.2020 - 09:28
„Svartur dagur í náttúruvernd á Íslandi“
„Verði Ísafjarðardjúp opnað fyrir eldi frjórra laxa verður það svartur dagur í náttúruvernd á Íslandi. Landssamband veiðifélaga mun leita allra leiða til að koma í veg fyrir að það nái fram að ganga,“ segir í yfirlýsingu frá Landssambandi veiðifélaga, í tilefni af því að Hafrannsóknastofnun lagði í gær til að laxeldi á Vestfjörðum verði aukið um 14.500 tonn. Þar af stendur til að leyfa 12.000 tonna eldi í Ísafjarðardjúpi, en hingað til hefur eldi ekki verið leyfilegt þar.
20.03.2020 - 11:52
Spegillinn
Leggjast gegn nýjum virkjunum í þjóðgarði
Landvernd leggst eindregið gegn því að heimilt verið að reisa nýjar virkjanir innan fyrirhugaðs miðhálendisþjóðgarðs. Það samræmist ekki skilgreiningu á þjóðgarði og gæti gengisfellt hugtakið. Stefnt að því að lög um miðhálendisþjóðgarð taki gildi í byrjun næsta árs.
06.01.2020 - 16:34
Furðar sig á kæru umhverfisverndarsamtaka
Oddviti Árneshrepps furðar sig á kæru fernra náttúruverndarsamtaka vegna fyrirhugaðra framkvæmda við fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar verði stöðvaðar. Sveitarstjórn Árneshrepps veitti fyrir tæpum mánuði tvö leyfi fyrir fyrsta hluta framkvæmda við Hvalárvirkjun. Landvernd, Rjúkandi, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar hafa kært leyfi sem veitt var fyrir rannsóknum, vegalagningu um fyrirhugað virkjunarsvæði, efnistöku og fleiru.
09.07.2019 - 12:43
Kæra framkvæmdaleyfi fyrir Hvalárvirkjun
Fern náttúruverndarsamtök hafa kært framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar Árneshrepps fyrir fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum. Landvernd, Rjúkandi, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar krefjast þess að framkvæmdir verði stöðvaðar þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur farið yfir málið.
09.07.2019 - 08:10
Myndskeið
Vill skoða hærri sektir við utanvegaakstri
Sterkasta vopnið gegn náttúruspjöllum utanvegaakstri er fræðsla, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Hann segir fleiri vera meðvitaða um náttúruspjöll sem þessi og vill skoða hvort hækka eigi sektir við utanvegaakstri.
07.07.2019 - 10:41
Viðtal
Segir umræðuna litaða af hroka og yfirlæti
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir lífsnauðsynlegt fyrir sveitarfélagið að Hvalá verði virkjuð. Umræða um framkvæmdir á svæðinu séu litaðar af yfirlæti og hroka í garð Vestfirðinga.
07.03.2019 - 12:51
Heilagleiki og helgispjöll í samtímanum
Hugtökin heilagleiki og helgispjöll hafa nokkuð verið í umræðunni eftir umdeildan gjörning Snorra Ásmundssonar í Hríseyjarkirkju um verslunarmannahelgina. Í Tengivagninum var rætt við Sólveigu Önnu Bóasdóttur, guðfræðing, um heilagleika og helgispjöll og merkingu þess í samtímanum.
Viðtal
„Það er að renna upp nýr dagur“
Mikil breyting hefur orðið á hugarfari fólks gagnvart náttúrunni á undanförnum árum og það sem var talið rétt fyrir tuttugu árum þykir fólki almennt rangt í dag, segir Sigurður Gísli Pálmason, athafnamaður og umhverfisverndarsinni.
29.04.2018 - 13:00
Landvernd átelur ummæli Harðar
Landvernd átelur ummæli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, í fréttum RÚV í gærkvöld, þar sem hann sagði að niðurstaða umhverfismats á Hvammsvirkjum breytti engu um virkjanaáform þar. Í tilkynningu frá Landvernd segir að það sé „annar nagli í líkkistu núverandi fyrirkomulags“ um umhverfismat, að virkjunaraðilar geti komist upp með að hunsa álit óháðs stjórnvalds eins og Skipulagsstofnunar.
15.03.2018 - 20:16
Komugjald ætti að vera umhverfisgjald
Ferðamálaráðherra segir að snjallt væri að nýta komugjald sem umhverfisgjald því brýnt sé að vernda viðkvæma náttúru landsins. Hundrað milljónum króna verður varið til uppbyggingar á stígum og aðstöðu fyrir ferðamenn við fossinn Dynjanda og á Geysissvæðinu.
23.12.2017 - 20:05
Vilja friða Búðasand og stöðva alla efnistöku
Áhugahópur um verndun Búðasands í Kjósarhreppi hefur áhyggjur af efnistöku þar úr fjörunni. Töluverðar deilur um efnistöku þar áttu sér stað á árum áður en lauk síðasta vor þegar landeigendur lýstu því yfir þeir væru hættir að taka þaðan perlumöl. Nú taka landeigendur jarðveg þar til einkanota í óþökk þeirra sem vilja að staðurinn verði friðaður.
14.09.2017 - 14:07
Ætla að berjast gegn auknu fiskeldi
Íslenski náttúruverndarsjóðurinn,The Icelandic Wildlife Fund (IWF), hefur verið stofnaður en honum er ætlað að leggja áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. Sjóðurinn hyggst standa vörð um villta laxastofninn, sjóbleikju, sjóbirting og aðra ferskvatnsfiska í ám og vötnum landsins.
29.06.2017 - 11:17
  •