Færslur: náttúruvársérfræðingur

Nokkuð dregið úr skjálftavirkni undanfarinn sólarhring
Nokkuð virðist hafa dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. Að sögn Einars Hjörleifssonar náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands mældust um 150 skjálftar við fjallið Þorbjörn og Svartsengi undanfarinn sólarhring. Enn sé of snemmt að draga nokkrar ályktanir af því.
Um 600 skjálftar á Reykjanesi undanfarinn sólarhring
Undanfarinn sólarhring hafa mælst um sex hundruð jarðskjálftar á Reykjanesskaga. Næsta sólarhring á undan voru þeir nokkuð færri. Að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni, er ekkert sérstakt hægt að lesa í þá breytingu enda segir hann að virknin geti verið sveiflukennd.
Áhugaverð og óvenjuleg skjálftavirkni undan Jökli
Óvenjuleg og áhugaverð skjálftavirkni hefur greinst í hafinu vesturundan Snæfellsjökli. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, vekur athygli á þessu á Twitter.
Hætta á grjóthruni á Reykjanesskaga vegna skjálftahrinu
Jarðskjálfti, 4,1 að stærð á 5 kílómetra dýpi, varð klukkan rúmlega fimmtán mínútur yfir tvö í dag rétt vestan við Eldvörp, sem eru vestan við Bláa lónið og Svartsengi. Þar hófst jarðskjálftahrina um klukkan hálf tólf í morgun og hafa hátt í tvö hundruð skjálftar mælst síðan, en ekki eru neinar vísbendingar um gosóróa á svæðinu.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 út af Reykjanestá
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist laust eftir klukkan hálf þrjú í nótt um sjö kílómetra norður af Reykjanestá. Skjálftinn fannst á svæðinu, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.
Skjálfti í Langjökli mældist 3,4 að stærð
Jarðskjálfti í Langjökli mældist 3,4 að stærð um áttaleytið i morgun. Að sögn Böðvars Sveinssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er ekki óvanalegt að skjálfti af þessari stærð mælist á svæðinu.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 á Hellisheiði
Tíu mínútum fyrir miðnætti varð jarðskjálfti af stærðinni 3,15 á Hellisheiði. Tilkynningar um skjálftann hafa borist frá höfuðborgarsvæðinu, Hveragerði og Ölfusi.
Tveir jarðskjálftar yfir þrír að stærð nærri Grímsey
Á þriðja tímanum í nótt mældust tveir jarðskjálftar yfir þrír að stærð norður af landinu. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir skjálftana hluta jarðskorpuhreyfinga á svæðinu.
Sprungur á hreyfingu en engin kvika
Um það bil þrjú hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Vesturlandi, í nágrenni Húsafells, frá því skömmu fyrir jól. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, segir engin merki um kvikusöfnun
Jarðskjálfti og eftirskjálftar í Bárðabungu
Jarðskjálfti 3,2 að stærð varð tæpa tvo kílómetra norður af Bárðarbungu í Vatnajökli laust fyrir klukkan sjö í morgun. Nokkrir eftirskjálftar mældust í kjölfarið, allir undir 2 á stærð.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 nærri Öskju
Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð þann klukkan hálf fimm í nótt um 6 km vestur af af Dreka, nærri Öskju. Á síðasta ári mældist landris við Öskju frá ágúst fram í nóvember, en hægði svo verulega á því í desember. Skjálftinn er ekki talinn fyrirboði eldgoss.
Allt heldur með rólegra móti á Reykjanesskaga í nótt
Frá því um miðnætti hafa mælst um áttatíu jarðskjálftar á Reykjanesskaga en sá stærsti mældist um 2,2 að stærð en er óyfirfarinn. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þó að staðan sé æsispennandi.
Sjónvarpsfrétt
Auknar líkur á öðru eldgosi við Fagradalsfjall
Kristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur, metur stöðuna á Reykjanesskaga svo, að líkur á eldgosi hafi aukist. Atburðarásin er að mörgu leyti svipuð þeirri sem varð í aðdraganda síðasta eldgoss, en skjálftarnir nú hafi ekki verið alveg jafn öflugir og mældust þá.
Óvenju kraftmikill jarðskjálfti en ekki gosórói
Rennsli og rafleiðni í Gígjukvísl heldur áfram að minnka, en sérfræðingar fylgjast enn grannt með stöðunni við Grímsvötn. Fluglitakóði var í dag færður frá gulu í appelsínugulan vegna aukinnar virkni eldstöðvar og möguleika á eldgosi. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að jarðskjálftinn sem mældist á svæðinu í dag hafi verið óvenju kraftmikill.
Líður nær jökullhlaupi - Íshellan sigin um 3,3 metra
Íshellan í Grímsvötnum hefur nú sigið um 3,3 metra. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvár sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir allt benda til þess að muni hlaupa undan jöklinum, en aðdragandinn er orðinn nokkuð lengri en sérfræðingar bjuggust við í fyrstu. Hvorki hefur mælst aukin rafleiðni í Gígjukvísl né jarðskjálftavirkni á svæðinu.
10 þúsund skjálftar á tveimur vikum við Keili
Átján skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst í þessari skjálftahrinu við Keili. Á tíunda tímanum í gær mældist skjálfti sem var 3,2 að stærð í grennd við Keili. Frá 27. september hafa 10 þúsund skjálftar mælst á svæðinu.
11.10.2021 - 08:12