Færslur: náttúruspjöll

Myndir
Virða hvorki lög né merkingar
Fólk á bílum og torfærutækjum veldur ítrekað gróðurskemmdum í Reykjanesfólkvangi með utanvegaakstri. Þó svo komið hafi verið upp skiltum til að vekja athygli á því að utanvegaakstur sé bannaður er ekkert lát á honum. Jafnvel má sjá miklar gróðurskemmdir beint fyrir aftan lokunarskilti. Ástandið versnaði til muna í covid-faraldrinum.
20.10.2022 - 11:32
„Með því verra sem ég hef séð“
Mikil ummerki utanvegaaksturs hafa sést á hálendinu norðan Vatnajökuls í sumar. Framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu á Austurlandi segir þetta með allra versta móti. Hann kallar eftir aukinni fræðslu til erlendra ferðamanna á bílaleigubílum. 
Pólverjar skulda Evrópusambandinu 160 milljónir evra
Pólland skuldar Evrópusambandinu 160 milljónir evra í sektir vegna tregðu þarlendra stjórnvalda við að fella úr gildi umdeild lög um breytingar á dómskerfinu. Sektarfjárhæðin verður dregin frá greiðslum sambandsins til Póllands.
Tjónaskýrsla af Ingólfsfjalli verður send lögreglu
Töluverð náttúruspjöll voru unnin á Ingólfsfjalli í Ölfusi á mánudag. Hákon Ásgeirsson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir jákvætt að almenningur sé orðinn meðvitaðri um slíkt.  
20.04.2022 - 20:30

Mest lesið