Færslur: Náttúrurannsóknir

Myndskeið
Risahellir í þrívídd: „Í rauninni algjörlega galið“
Gerð hefur verið þrívíddarútgáfa af einum stærsta helli landsins. Slíkt hefur aldrei áður verið gert með þessum hætti hér á landi og verkefnið er líklega einstakt á heimsvísu, að sögn þeirra sem stýra því. Tilgangurinn er að gera fólki kleift að skoða hella án þess að hætta sé á að þeir skemmist.
700 milljónir til rannsóknar á íslensku grasi og skógum
700 milljóna króna styrkur til fjögurra ára var veittur til rannsóknarverkefnis sem Landbúnaðarháskóli Íslands tekur þátt í. Verkefnið heitir Future Arctic og á að gefa innsýn í hvernig graslendi og skógar bregðast við loftslagsbreytingum.
Myndskeið
Tuttugu hreindýr með rafrænan sendibúnað um hálsinn
Sendibúnaður hefur nú verið settur á um tuttugu hreindýr á svæðinu frá Breiðamerkursandi norður undir Langanes. Búnaðurinn sendir rafrænar upplýsingar oft á dag sem auðveldar mjög vöktun hreindýrastofnsins.
20.03.2020 - 20:21
Telja að tilmælum UST hafi verið fylgt
Árneshreppur og Vesturverk bera ábyrgð á því að friðuðum steingervingum og náttúruminjum verði ekki raskað við fyrirhugaðar framkvæmdir í hreppnum. Friðaðar trjáholur uppgötvuðust á vegstæði þar sem á að leggja veg vegna Hvalárvirkjunar. Umhverfisstofnun óskaði eftir nákvæmri kortlagningu á svæðinu áður en til framkvæmda kæmi, til að tryggja að steingervingunum verði ekki raskað. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að þegar hafi verið farið að tilmælum Umhverfisstofnunar.
Sígarettustubbar í jarðvegi skaða plöntur
Nýleg rannsókn sýnir fram á skaðsemi sígarettustubba í jarðvegi. Eiturefni úr sígarettustubbunum hafa mikil áhrif á spírunarhæfni plantna. Áætlað er að um 4,5 billjónum sígarettustubba sé fleygt út í vistkerfið árlega sem gerir þá að útbreiddustu tegund plastmengunar á jörðinni.
20.07.2019 - 21:36
Nýjar upplýsingar um viðkomu svartfugla
Ný tækni við rannsóknir á varpstöðvum bjargfugla hefur gerbreytt aðstöðu til að fylgjast með hve vel svartfugli gengur að koma upp ungum. Með svokallaðri „Time-Lapse"-tækni, eða hikmynd, eru hreiður fuglanna mynduð með reglulegu millibili allt sumarið, frá því fuglinn verpir þar til ungarnir yfirgefa hreiðrið.
29.06.2018 - 16:19
Selastofninn aldrei mælst minni
Landselum hefur, á síðustu sex árum, fækkað um nærri þriðjung hér við land og stofninn hefur aldrei talið færri dýr. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Einn skýrsluhöfunda segir ástæðu til að fylgjast betur með stofninum.
17.03.2017 - 15:57