Færslur: NATO

Katrín ræddi netógnir og loftslagsvandann á þingi NATO
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór um víðan völl í umræðum á þingi leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Lundúnum í dag. Áskoranir í öryggis- og varnarmálum, netógnir, baráttuna gegn hryðjuverkum, útgjöld bandalagsríkja NATO til varnarmála, samskiptin við Rússland og horfur í afvopnunarmálum voru meðal þess sem Katrín ræddi.
Macron segir að NATO sé að verða heiladautt
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að Atlandshafsbandalagið sé að verða heiladautt. Þetta sagði hann í viðtali við tímaritið Economist í dag. Yfirvöld í Rússlandi eru ánægð með ummæli Macrons en Kanslari Þýskalands er á öðru máli.
07.11.2019 - 20:35
Myndskeið
Pútín og Erdogan ræddu málin og sleiktu ís
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, keypti ís handa Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, þegar leiðtogarnir hittust á flugsýningu skammt frá Moskvu í Rússlandi í dag. „Borgar þú fyrir mig?“ spurði Erdogan og Pútín svaraði um hæl: „Auðvitað. Þú ert gestur minn.“
27.08.2019 - 18:01
Noregur
Óvenju mikil umferð rússneskra herflugvéla
Norski flugherinn sendi í þrígang orrustuþotur á loft í gær til að fylgjast með ferðum rússneskra herflugvéla meðfram Noregsströndum, og hrekja þær úr norskri lofthelgi ef með þyrfti. Til þess kom þó ekki. Norsku þoturnar voru á vegum Atlantshafsbandalagsins í þessum aðgerðum.
09.08.2019 - 01:18
Loftrýmisgæsla við Ísland hefst á nýjan leik
Atlantshafsbandalagið hefur á næstu dögum aftur loftrýmisgæslu við Ísland er flugsveit bandaríska flughersins kemur til landsins. Alls munu 110 liðsmenn taka þátt í verkefninu.
Kaup Tyrkja á rússnesku loftvarnakerfi standa
Kaup Tyrkja á rússneska S-400 loftvarnakerfinu eru frágengin og verður ekki haggað, sagði Recep Tayip Erdogan Tyrklandsforseti í gær. Hann á von á að kerfið verið afhent í næsta mánuði. Þessi tilkynning Erdogans mun að líkindum falla í grýttan jarðveg hjá Bandaríkjastjórn og vekja takmarkaða kátínu hjá stjórnvöldum annarra bandalagsríkja Tyrkja í Nató.
13.06.2019 - 04:33
Hröktu tvær rússneskar herflugvélar í burtu
Tvær rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-142 (Bear F) flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins (NATO) hér við land í gærkvöldi.
28.03.2019 - 18:32
Hittast í tilefni af afmæli NATO
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, ræðast við í Hvíta húsinu á þriðjudag í næstu viku, að því er forsetaembættið greindi frá í dag. Fundur þeirra er í tilefni af sjötíu ára afmæli bandalagsins. Stofnsáttmáli þess var undirritaður í Washington 4. apríl 1949.
27.03.2019 - 14:15
Rússneskar sprengjuflugvélar við landið
Tvær rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-142 (Bear F) komu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlandshafsbandalagsins við Ísland í morgun. Vélarnar höfðu ekki verið tilkynntar til flugumferðarstjórnar og ratsjárvarar voru ekki í gangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
18.03.2019 - 16:30
Segir Rússa tilneydda til að vígbúast
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, varaði Bandaríkjamenn við því í dag að setja upp flugskeyti í Evrópu, og sagðist líta á slíkt sem mikla ógn. Þetta kom fram í stefnuræðu hans í rússneska þinginu. Ræðan var 90 mínútna löng og kvaðst hann ætla að bæta hag barnafjölskyldna.
20.02.2019 - 18:41
Myndskeið
„Við eigum eftir að fá Hauk aftur heim“
Íslensk stjórnvöld eiga að beita sér á vettvangi NATO fyrir því að Tyrkir gefi leyfi til þess að líkamsleifar þeirra sem féllu í Afrín í Sýrlandi verði sóttar. Þetta segir Lárus Páll Birgisson vinur Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið þar.
05.02.2019 - 22:00
Finnar saka Rússa um að eiga við GPS-kerfið
Finnar saka Rússa um að hafa átt við staðsetningakerfi landsins um það leyti sem heræfingar Atlantshafsbandalagsins, NATO, fóru fram í Noregi á dögunum. Bæði Finnar og Norðmenn misstu GPS samband á meðan æfingunum stóð.
12.11.2018 - 04:07
Erlent · Evrópa · NATO · Finnland · Rússland · Noregur
Nato styður ákvörðun Bandaríkjastjórnar
Atlantshafsbandalagið styður ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að segja sig frá samningi um meðaldrægar kjarnorkuflaugar. Þetta segir varaframkvæmdastjóri NATO sem setti í dag ráðstefnu samtakanna um afvopnun og takmörkun á útbreiðslu gereyðingarvopna.
29.10.2018 - 23:40
Pútín hótar að svara með árásum á Evrópuríki
Ef Bandaríkjunum dettur í hug að koma nýjum kjarnavopnum fyrir í Evrópuríkjum, geta sömu ríki átt von á gagnárás frá Rússlandi. Þessu hótaði Vladimir Pútín, forseti Rússlands, í dag eftir fund í Kreml með Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.
25.10.2018 - 01:52
Heræfing sögð líkjast sögu Tom Clancy
Sovéskur her ræðst inn í Ísland og rústar herstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Nokkurn veginn þannig hefst bók Tom Clancy frá 1986, Rauður stormur. Bandaríkjaher nær aftur völdum á herstöðinni með árásum sjóhersins. Hljómar nokkuð langsótt, en samkvæmt bandarísku herfréttasíðunni Marine Corps Times er heræfingin sem hefst hér á landi á næstunni æfing fyrir sams konar aðstæður. 
16.10.2018 - 05:15
Hermenn ganga vegslóða í Þjórsárdal
800 landgönguliðar verða við æfingar í Þjórsárdal um næstu helgi á vegum Atlantshafsbandalagsins. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu verður þetta ekki heræfing heldur ganga landgönguliðarnir eftir vegslóðum og þess verði sérstaklega gætt að ekki verði nein spjöll á umhverfi eða öðru.
15.10.2018 - 12:14
Það sem vert er að vita um NATO
Í ljósi heræfinga NATO sem að fram hafa farið að undanförnu á Íslandi ræddi Pétur Marteinn þessi áhugaverðu samtök, upprunann og hver tilgangur þeirra er.
26.09.2018 - 15:40
Viðtal
Sprengjuleitaræfingin mikilvæg Íslendingum
Alþjóðleg NATO-æfing sprengjusérfræðinga sem fram fer hér á landi er gríðarlega mikilvæg reynsla fyrir Íslendinga, segir sérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni. Alls taka 250 manns frá NATO og Landhelgisgæslunni þátt í æfingunum. 
21.09.2018 - 20:20
Þrír létust í sjálfsmorðsárás í Afganistan
Þrír hermenn úr liði NATO létu lífið í sjálfsmorðssprengingjuárás í Afganistan snemma í morgun og þrír særðust, Bandaríkjamaður og tveir Afganar. Ekki hefur verið greint frá þjóðerni hinna látnu.
05.08.2018 - 09:13
Telur flugæfingar verða óþægilegar fyrir íbúa
Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, segir fyrirhugaða loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland „ekkert nema flugæfingar fyrir heri Nató-ríkja og gjörsamlega óviðkomandi öryggi landsins.“ Aðflugsæfingar á Akureyri og Egilstöðum muni hafa „mikil óþægindi í för með sér fyrir íbúa“ og að hættan á slysum sé alltaf til staðar.
26.07.2018 - 17:07
300 úr bandaríska flughernum til Íslands
300 liðsmenn bandaríska flughersins koma senn til landsins ásamt 15 F-15 orrustuþotum til að taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Til viðbótar koma starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi.
24.07.2018 - 18:42
„Evrópuríkin hafa Sám frænda að fífli“
Framtíð Atlantshafsbandalagsins kann að vera í hættu, standi Evrópuríkin ekki við skuldbindingar sínar. Albert Jónsson, sérfræðingur í varnarmálum og fyrrverandi sendiherra segir að Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki þrætt fyrir þá hótun á blaðamannafundi í dag.
12.07.2018 - 21:27
NATO-fundi lokið eftir hvöss orðaskipti
Bandaríkjaforseti segir að ríki Atlantshafsbandalagsins ætli að stórauka framlög til varnarmála. Katrín Jakobsdóttir segir enga stefnubreytingu hafa átt sér stað. Ríkin virðast þó öll sammála um mikilvægi bandalagsins.
Afvopnunarráðstefna á Íslandi í haust
Ísland verður vettvangur afvopnunarráðstefnu á vegum Atlantshafsbandalagsins í haust en leiðtogafundi bandalagsins lauk í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sóttu fundinn fyrir Íslands hönd ásamt sendinefnd.
12.07.2018 - 15:57
Erlent · Innlent · Stjórnmál · NATO
NATO eykur framlög til varnarmála
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir framlög NATO-ríkja til varnarmála verði aukin umtalsvert. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í Brussel eftir skyndifund leiðtoganna sem boðað var til í dag.
12.07.2018 - 10:53