Færslur: NATO

Norður-Makedónía þrítugasta NATO-ríkið
Norður-Makedónía varð í gær þrítugasta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, NATO. Stjórnvöld í Skopje greindu frá þessu í yfirlýsingu og sögðu draum margra kynslóða hafa ræst.
28.03.2020 - 06:48
Fréttaskýring
Mikilvægi Norður-Atlantshafsins
Norður-Atlantshaf hefur ætíð haft mikla hernaðarlega þýðingu. Á tímum kalda stríðsins óttuðust þjóðir Atlantshafsbandalagsins mjög að sovéski flotinn réðist á flutningaleiðir frá Bandaríkjunum til Evrópu. Nú hefur ógnin breyst, smærri en tæknilega vel þróaður floti Rússa getur ráðist á flutningaleiðir úr meiri fjarlægð, segir bandaríski her- og flotafræðingurinn Magnus Nordenman.
10.03.2020 - 11:13
Myndskeið
Breytt hernaðarógn á Norður-Atlantshafi
Hernaðarógn á Norður-Atlantshafi hefur breyst frá dögum kalda stríðsins, segir bandaríski flota- og herfræðingurinn Magnus Nordenman. Rússneski flotinn ætli sér ekki lengur að ráðast með herskipum, kafbátum og flugvélum inn á flutningaleiðir heldur nota langdrægar stýriflaugar úr meiri fjarlægð.
27.02.2020 - 21:28
Hótar Bandaríkjamönnum að loka mikilvægum herstöðvum
Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, hótaði í kvöld að loka tveimur mikilvægum herstöðvum í landinu, þar sem bandaríski herinn er með aðstöðu. Ummælin lét Erdogan falla í sjónvarpsviðtali og bergmálaði þar með orð utanríkisráðherra síns, Mevlüt Cavusoglu, sem lét svipuð ummæli falla í síðustu viku. Raunar bergmálaði hann líka eigin orð, því þetta er ekki í fyrsta skipti sem Erdogan hefur uppi hótanir af þessum toga.
16.12.2019 - 00:54
Spegillinn
Glímt við Trump á afmæli NATO
Þegar ákveðið var, fyrir einu og hálfu ári, að sjötugsafmæli Nató yrði haldið í London ætlaði breska stjórnin að nota tækifærið til að sýna styrka stöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Bretlandi yrði þá gengið úr Evrópusambandinu. Bretum varð þó ekki mikið úr þessu tækifæri, Brexit enn ekki afstaðið og þingkosningar í næstu viku. Í staðinn stal Emmanuel Macron Frakklandsforseti leiðtogasenunni í hvössum orðaskiptum við Bandaríkjaforseta.
06.12.2019 - 11:39
 · Erlent · NATO · Donald Trump
Katrín ræddi netógnir og loftslagsvandann á þingi NATO
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór um víðan völl í umræðum á þingi leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Lundúnum í dag. Áskoranir í öryggis- og varnarmálum, netógnir, baráttuna gegn hryðjuverkum, útgjöld bandalagsríkja NATO til varnarmála, samskiptin við Rússland og horfur í afvopnunarmálum voru meðal þess sem Katrín ræddi.
Macron segir að NATO sé að verða heiladautt
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að Atlandshafsbandalagið sé að verða heiladautt. Þetta sagði hann í viðtali við tímaritið Economist í dag. Yfirvöld í Rússlandi eru ánægð með ummæli Macrons en Kanslari Þýskalands er á öðru máli.
07.11.2019 - 20:35
Myndskeið
Pútín og Erdogan ræddu málin og sleiktu ís
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, keypti ís handa Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, þegar leiðtogarnir hittust á flugsýningu skammt frá Moskvu í Rússlandi í dag. „Borgar þú fyrir mig?“ spurði Erdogan og Pútín svaraði um hæl: „Auðvitað. Þú ert gestur minn.“
27.08.2019 - 18:01
Noregur
Óvenju mikil umferð rússneskra herflugvéla
Norski flugherinn sendi í þrígang orrustuþotur á loft í gær til að fylgjast með ferðum rússneskra herflugvéla meðfram Noregsströndum, og hrekja þær úr norskri lofthelgi ef með þyrfti. Til þess kom þó ekki. Norsku þoturnar voru á vegum Atlantshafsbandalagsins í þessum aðgerðum.
09.08.2019 - 01:18
Loftrýmisgæsla við Ísland hefst á nýjan leik
Atlantshafsbandalagið hefur á næstu dögum aftur loftrýmisgæslu við Ísland er flugsveit bandaríska flughersins kemur til landsins. Alls munu 110 liðsmenn taka þátt í verkefninu.
Kaup Tyrkja á rússnesku loftvarnakerfi standa
Kaup Tyrkja á rússneska S-400 loftvarnakerfinu eru frágengin og verður ekki haggað, sagði Recep Tayip Erdogan Tyrklandsforseti í gær. Hann á von á að kerfið verið afhent í næsta mánuði. Þessi tilkynning Erdogans mun að líkindum falla í grýttan jarðveg hjá Bandaríkjastjórn og vekja takmarkaða kátínu hjá stjórnvöldum annarra bandalagsríkja Tyrkja í Nató.
13.06.2019 - 04:33
Hröktu tvær rússneskar herflugvélar í burtu
Tvær rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-142 (Bear F) flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins (NATO) hér við land í gærkvöldi.
28.03.2019 - 18:32
Hittast í tilefni af afmæli NATO
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, ræðast við í Hvíta húsinu á þriðjudag í næstu viku, að því er forsetaembættið greindi frá í dag. Fundur þeirra er í tilefni af sjötíu ára afmæli bandalagsins. Stofnsáttmáli þess var undirritaður í Washington 4. apríl 1949.
27.03.2019 - 14:15
Rússneskar sprengjuflugvélar við landið
Tvær rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-142 (Bear F) komu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlandshafsbandalagsins við Ísland í morgun. Vélarnar höfðu ekki verið tilkynntar til flugumferðarstjórnar og ratsjárvarar voru ekki í gangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
18.03.2019 - 16:30
Segir Rússa tilneydda til að vígbúast
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, varaði Bandaríkjamenn við því í dag að setja upp flugskeyti í Evrópu, og sagðist líta á slíkt sem mikla ógn. Þetta kom fram í stefnuræðu hans í rússneska þinginu. Ræðan var 90 mínútna löng og kvaðst hann ætla að bæta hag barnafjölskyldna.
20.02.2019 - 18:41
Myndskeið
„Við eigum eftir að fá Hauk aftur heim“
Íslensk stjórnvöld eiga að beita sér á vettvangi NATO fyrir því að Tyrkir gefi leyfi til þess að líkamsleifar þeirra sem féllu í Afrín í Sýrlandi verði sóttar. Þetta segir Lárus Páll Birgisson vinur Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið þar.
05.02.2019 - 22:00
Finnar saka Rússa um að eiga við GPS-kerfið
Finnar saka Rússa um að hafa átt við staðsetningakerfi landsins um það leyti sem heræfingar Atlantshafsbandalagsins, NATO, fóru fram í Noregi á dögunum. Bæði Finnar og Norðmenn misstu GPS samband á meðan æfingunum stóð.
12.11.2018 - 04:07
Erlent · Evrópa · NATO · Finnland · Rússland · Noregur
Nato styður ákvörðun Bandaríkjastjórnar
Atlantshafsbandalagið styður ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að segja sig frá samningi um meðaldrægar kjarnorkuflaugar. Þetta segir varaframkvæmdastjóri NATO sem setti í dag ráðstefnu samtakanna um afvopnun og takmörkun á útbreiðslu gereyðingarvopna.
29.10.2018 - 23:40
Pútín hótar að svara með árásum á Evrópuríki
Ef Bandaríkjunum dettur í hug að koma nýjum kjarnavopnum fyrir í Evrópuríkjum, geta sömu ríki átt von á gagnárás frá Rússlandi. Þessu hótaði Vladimir Pútín, forseti Rússlands, í dag eftir fund í Kreml með Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.
25.10.2018 - 01:52
Heræfing sögð líkjast sögu Tom Clancy
Sovéskur her ræðst inn í Ísland og rústar herstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Nokkurn veginn þannig hefst bók Tom Clancy frá 1986, Rauður stormur. Bandaríkjaher nær aftur völdum á herstöðinni með árásum sjóhersins. Hljómar nokkuð langsótt, en samkvæmt bandarísku herfréttasíðunni Marine Corps Times er heræfingin sem hefst hér á landi á næstunni æfing fyrir sams konar aðstæður. 
16.10.2018 - 05:15
Hermenn ganga vegslóða í Þjórsárdal
800 landgönguliðar verða við æfingar í Þjórsárdal um næstu helgi á vegum Atlantshafsbandalagsins. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu verður þetta ekki heræfing heldur ganga landgönguliðarnir eftir vegslóðum og þess verði sérstaklega gætt að ekki verði nein spjöll á umhverfi eða öðru.
15.10.2018 - 12:14
Það sem vert er að vita um NATO
Í ljósi heræfinga NATO sem að fram hafa farið að undanförnu á Íslandi ræddi Pétur Marteinn þessi áhugaverðu samtök, upprunann og hver tilgangur þeirra er.
26.09.2018 - 15:40
Viðtal
Sprengjuleitaræfingin mikilvæg Íslendingum
Alþjóðleg NATO-æfing sprengjusérfræðinga sem fram fer hér á landi er gríðarlega mikilvæg reynsla fyrir Íslendinga, segir sérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni. Alls taka 250 manns frá NATO og Landhelgisgæslunni þátt í æfingunum. 
21.09.2018 - 20:20
Þrír létust í sjálfsmorðsárás í Afganistan
Þrír hermenn úr liði NATO létu lífið í sjálfsmorðssprengingjuárás í Afganistan snemma í morgun og þrír særðust, Bandaríkjamaður og tveir Afganar. Ekki hefur verið greint frá þjóðerni hinna látnu.
05.08.2018 - 09:13
Telur flugæfingar verða óþægilegar fyrir íbúa
Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, segir fyrirhugaða loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland „ekkert nema flugæfingar fyrir heri Nató-ríkja og gjörsamlega óviðkomandi öryggi landsins.“ Aðflugsæfingar á Akureyri og Egilstöðum muni hafa „mikil óþægindi í för með sér fyrir íbúa“ og að hættan á slysum sé alltaf til staðar.
26.07.2018 - 17:07