Færslur: NATÓ

NATÓ eflir varnir í Austur-Evrópu
Herlið nokkurra Atlantshafsbandalagsríkja er í viðbragðsstöðu vegna ástandsins á landamærum Úkraínu. Nokkur ríki hafa sent herskip og orrustuþotur til Austur-Evrópuríkja til að styrkja varnir þeirra. Rússar saka NATÓ og Bandaríkin um að auka á spennuna í Evrópu með yfirlýsingum sínum.
Engar viðræður meðan Rússar beita þrýstingi
Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir að engar viðræður eigi að fara fram við Rússa um málefni Úkraínu meðan tugþúsundir rússneskra hermanna eru við úkraínsku landamærin. Með því séu Rússar að skapa óviðunandi þrýsting sem vesturveldin eigi ekki að beygja sig undir.
13.01.2022 - 12:36
Rússar ræða við fulltrúa NATO í dag
Fundur sendinefnda Bandaríkjanna og Rússlands á mánudag vegna Úkraínumálsins skilaði þeirri niðurstöðu einni að halda skuli viðræðum áfram. Þeim verður því fram haldið í dag í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel, höfuðborg Belgíu.
Danir senda herlið til Eystrasaltsríkja
Danir hafa lýst sig reiðubúna til að senda fjórar F-16 orrustuþotur og freigátu til Eystrasaltsríkja. Trine Bramsen varnarmálaráðherra og Jeppe Kofod utanríkisráðherra tilkynntu þetta í dag eftir fund með utanríkismálanefnd þingsins.
10.01.2022 - 14:12
Viðræður Rússa og Bandaríkjamanna hefjast í Genf í dag
Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda hefja í dag viðræður um stöðu og þróun mála í Úkraínudeilunni. Viðræðurnar fara fram í Genf í Sviss og eiga að standa í viku. Á þeim tíma munu Rússar einnig ræða við fulltrúa Atlantshafsbandalagsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Fulltrúar bæði Rússa og Bandaríkjamanna hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekkert gefa eftir af kröfum sínum í viðræðunum.
09.01.2022 - 05:26
Forsetar Bandaríkjanna og Úkraínu ræða saman á morgun
Joe Biden Bandaríkjaforseti og úkraínskur kollegi hans Volodymyr Zelensky ætla að ræða saman í síma á morgun sunnudag. Rúm vika er í að samningaviðræður hefjist vegna þeirrar spennu sem ríkir við landamæri Úkraínu.
Fundað um Úkraínu og öryggismál í Evrópu
Sendinefndir Rússlands og Bandaríkjanna ætla að hittast í Sviss í næsta mánuði til að ræða málefni Úkraínu og öryggismál í Evrópu. Spenna hefur vaxið í álfunni síðustu mánuði, einkum eftir að fjölmennt rússneskt herlið kom sér fyrir við austurlandamæri Úkraínu.
28.12.2021 - 16:04
Lavrov væntir fundar um öryggismál Rússlands í janúar
Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands kveðst þess fullviss að viðræður hefjist við Bandaríkjamenn vegna kröfu á hendur þeim og Atlantshafsbandalagið um að öryggi Rússlands verði tryggt.
22.12.2021 - 14:45
22 Afganir væntanlegir til landsins á þriðjudag
Næstkomandi þriðjudag eru 22 Afganir væntanlegir til Íslands en þeir eru hluti þess 120 manna hóps sem ríkisstjórnin ákvað að taka á móti í kjölfar valdatöku Talibana í ágúst.
Þingmenn vilja grípa til tafarlausra refsiaðgera
Þrír bandarískir þingmenn hvetja til að gripið verði til fyrirbyggjandi refsiaðgerða gegn Rússum. Jafnframt vilja þeir að aukið verði í vopnasendingar til Úkraínu þar sem þeir álíta að þau ráð sem þegar hefur verið gripið til dragi ekki úr vilja Vladímirs Pútín til að láta til skarar skríða.
Pútín vill fund um öryggismál Rússlands
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór í dag fram á tafarlausan fund með forsvarsmönnum Atlantshafsbandalagsins og bandarískum stjórnvöldum um öryggismál. Stjórnvöld á Vesturlöndum saka Rússa um að vera að undirbúa innrás í Úkraínu, en þeir neita staðfastlega.
14.12.2021 - 17:32
Jens Stoltenberg vill verða seðlabankastjóri
Tuttugu og tvær umsóknir bárust um embætti seðlabankastjóra Noregs. Eitt nafn vekur meiri athygli en önnur. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, er meðal umsækjenda.
14.12.2021 - 11:43
Ræddi Úkraínumálið við leiðtoga Austur-Evrópuríkja
Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi í dag símleiðis við forseta Úkraínu og leiðtoga níu NATÓ-ríkja í Austur-Evrópu. Hann hét Úkraínumönnum stuðningi ef Rússar ákveða að ráðast inn í landið.
Segir sannanir fyrir innrásaráformum Rússa
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fyrir liggi sannanir um að Rússar kunni að vera að undirbúa innrás í Úkraínu. Hann varar stjórnvöld í Moskvu við alvarlegum afleiðingum þess, ef af verður.
Úkraínuforseti vill ræða við rússnesk stjórnvöld
Forseti Úkraínu ætlar að óska eftir beinum viðræðum við rússnesk stjórnvöld um lausn á deilum við aðskilnaðarsinna í austurhéruðum landsins. Fjölmennt rússneskt herlið er saman komið við landamærin, sem veldur áhyggjum í Úkraínu og á Vesturlöndum.
01.12.2021 - 12:05
Vara Rússa við að ráðast á Úkraínu
Bandarísk stjórnvöld segja að það eigi eftir að hafa alvarlegar afleiðingar ef rússneskt herlið ræðst inn í Úkraínu. Hernaðarumsvif Rússa við landamærin hafa stöðugt vaxið að undanförnu.
Lúkasjenka þvertekur fyrir að hafa boðið flóttafólkinu
Alexander Lúkasjenka forseti Hvíta Rússlands útilokar ekki að hersveitir hans hafi aðstoðað flóttafólk við að komast yfir til Póllands. Hann þvertekur fyrir að því hafi verið boðið að koma.
600 diplómatar reknir úr landi frá 2018
600 diplómatar hafa verið reknir til síns heima í blóðsúthellingalausum en harðnandi átökum Rússa og Vesturlanda undanfarin þrjú ár. Síðasta vendingin í þeim átökum varð í gær, þegar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, tilkynnti að allir erindrekar Nató í Moskvu yrðu sviptir diplómatapössum sínum og allir starfsmenn Rússa í sendiskrifstofu Rússa í höfuðstöðvum Nató í Brussel kallaðir heim.
19.10.2021 - 07:14
Segir ótímabært fyrir Úkraínu að ganga í NATÓ
Joe Biden Bandaríkjaforseti fullvissaði Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu um andstöðu Bandaríkjanna við yfirgang Rússlands á fundi þeirra í dag. Hins vegar sýndi hann engan áhuga á stuðningi við inngöngu Úkraínu í Atlantshafsbandalagið.
02.09.2021 - 01:12
Leita fólks sem starfaði fyrir NATÓ og Bandaríkin
Talibanar herða leit sína að fólki sem starfaði fyrir og með NATÓ og Bandaríkjaher. Einkum beina þeir spjótum sínum að starfsfólki úr her, lögreglu og rannsóknarstofnunum. Það er í mikilli þversögn við hástemmd loforð Talibana um sakaruppgjöf og grið þeirra Afgana sem störfuðu fyrir vestræn ríki undanfarin tuttugu ár.
19.08.2021 - 12:48
Fáar konur á ferli í Kabúl
Íbúar í Kabúl hafa brugðist varfærnislega við nærveru sveita Talibana í borginni. Fátt er um konur á ferli en Talibanar segja opinberum starfsmönnum að snúa aftur til starfa. Fólk reynir enn að forða sér úr landi.
NATÓ heitir pólítiskum stuðningi við her og ríkisstjórn
Neyðarfundur Atlantshafsbandalagsins NATÓ ákvað í dag að halda áfram stuðningi við stjórnvöld í Afganistan við að finna pólítiska lausn á ástandinu þar. Fundarmaður segir ástandið í landinu vera skelfilegt.
NATÓ boðar til neyðarfundar vegna Afganistan
Atlantshafsbandalagið NATÓ hefur boðað til neyðarfundar klukkan eitt vegna ástandsins í Afganistan. Utanríkisráðherra Bretlands og fleiri stjórnmálamenn eru nú þungorðir gagnvart friðarsamkomulagi Bandaríkjanna við Talibana.
Óttast að mannfall almennra borgara aukist mjög
Hersveitir Talibana sækja fram á mörgum vígstöðvum í Afganistan og hafa hertekið yfir þriðjung héraðshöfuðborganna. Tugir eða hundruð þúsunda almennra borgara eru á vergangi og á annað þúsund hafa látið lífið.
Fréttaskýring
Tuttugu ára saga blóðugra bardaga í Afganistan
Talibanar hafa náð að sölsa undir sig mikilvægustu borgir Afganistan á ótrúlega skömmum tíma. Svo virðist sem mótstaða stjórnarhersins sé lítil og ekkert útlit fyrir að hætt verði við brotthvarf alþjóðahers NATÓ úr landinu.