Færslur: NATÓ

Segir ótímabært fyrir Úkraínu að ganga í NATÓ
Joe Biden Bandaríkjaforseti fullvissaði Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu um andstöðu Bandaríkjanna við yfirgang Rússlands á fundi þeirra í dag. Hins vegar sýndi hann engan áhuga á stuðningi við inngöngu Úkraínu í Atlantshafsbandalagið.
02.09.2021 - 01:12
Leita fólks sem starfaði fyrir NATÓ og Bandaríkin
Talibanar herða leit sína að fólki sem starfaði fyrir og með NATÓ og Bandaríkjaher. Einkum beina þeir spjótum sínum að starfsfólki úr her, lögreglu og rannsóknarstofnunum. Það er í mikilli þversögn við hástemmd loforð Talibana um sakaruppgjöf og grið þeirra Afgana sem störfuðu fyrir vestræn ríki undanfarin tuttugu ár.
19.08.2021 - 12:48
Fáar konur á ferli í Kabúl
Íbúar í Kabúl hafa brugðist varfærnislega við nærveru sveita Talibana í borginni. Fátt er um konur á ferli en Talibanar segja opinberum starfsmönnum að snúa aftur til starfa. Fólk reynir enn að forða sér úr landi.
NATÓ heitir pólítiskum stuðningi við her og ríkisstjórn
Neyðarfundur Atlantshafsbandalagsins NATÓ ákvað í dag að halda áfram stuðningi við stjórnvöld í Afganistan við að finna pólítiska lausn á ástandinu þar. Fundarmaður segir ástandið í landinu vera skelfilegt.
NATÓ boðar til neyðarfundar vegna Afganistan
Atlantshafsbandalagið NATÓ hefur boðað til neyðarfundar klukkan eitt vegna ástandsins í Afganistan. Utanríkisráðherra Bretlands og fleiri stjórnmálamenn eru nú þungorðir gagnvart friðarsamkomulagi Bandaríkjanna við Talibana.
Óttast að mannfall almennra borgara aukist mjög
Hersveitir Talibana sækja fram á mörgum vígstöðvum í Afganistan og hafa hertekið yfir þriðjung héraðshöfuðborganna. Tugir eða hundruð þúsunda almennra borgara eru á vergangi og á annað þúsund hafa látið lífið.
Fréttaskýring
Tuttugu ára saga blóðugra bardaga í Afganistan
Talibanar hafa náð að sölsa undir sig mikilvægustu borgir Afganistan á ótrúlega skömmum tíma. Svo virðist sem mótstaða stjórnarhersins sé lítil og ekkert útlit fyrir að hætt verði við brotthvarf alþjóðahers NATÓ úr landinu.
Afgönum sem störfuðu fyrir alþjóðaherinn boðið hæli
Ríki sem hafa haft herliði á að skipa í Afganistan bjóða nú þarlendum starfsmönnum hæli í ljósi mikillar framsóknar hersveita Talibana í landinu.
Utanríkisráðherra segir framrás talibana vera vonbrigði
Stjórnarherinn í Afganistan á sífellt erfiðara með stöðva þungann í árásum talíbana. Á innan við viku hafa þeir náð sex héraðshöfuðborgum á sitt vald. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framrás tailbana mikil vonbrigði.
Myndskeið
Gagnrýndi aukinn vígbúnað nærri landamærum Rússlands
Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gagnrýndi á blaðamannafundi í dag aukinn vígbúnað vestrænna ríkja nærri landamærum Rússlands og ræddi hernaðaruppbyggingu á norðurslóðum. Blaðamannafundurinn var haldinn að loknum ráðherrafundi Norðurskautsráðsins þar sem Rússar tóku við formennsku í ráðinu af Íslandi.
20.05.2021 - 12:43
Nató hættir aðgerðum í Afganistan
Utanríkis- og varnarmálaráðherrar allra 30 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins samþykktu í gær að draga allt herlið sitt frá Afganistan. Ákvörðunin var tekin í framhaldi af tilkynningu Joes Bidens, Bandaríkjaforseta, um að hann ætli að hefja brottflutning bandarískra hermanna frá Afganistan 1. maí og ljúka honum í síðasta lagi 11. september, réttum 20 árum eftir árásina á Tvíburaturnana í New York.
15.04.2021 - 06:20
Árlegur samráðsfundur um öryggis- og varnarmál í gær
Árlegur samráðsfundur Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál var haldinn í gær gegnum fjarfundabúnað. Til umræðu var samstarf ríkjanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins auk öryggispólítískra mála.
ÍAV hreppti milljarðaverkefni hjá bandaríska hernum
Verktafyrirtækið ÍAV bauð best í útboði bandaríska varnarmálaráðuneytisins á hönnun og framkvæmdum vegna flughlaða og tengdra verkefna á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Tilboð ÍAV var upp á 5,3 milljarða sem var undir kostnaðaráætlun bandaríska varnamálaráðuneytisins. Bandarísk yfirvöld fjármagna framkvæmdirnar alfarið.
21.09.2020 - 21:40
Fundað í NATÓ vegna Navalny málsins
Boðað hefur verið til sérstaks fundar innan Atlantshafsbandalagsins vegna Navalny málsins. Að honum loknum hefur Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri boðað til blaðamannafundar.
04.09.2020 - 06:26
Evrópusambandið viðurkennir ekki niðurstöður kosninga
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa haldið neyðarfund vegna ástandsins í Hvíta Rússlandi. Niðurstaða fundarins er sú að ríki sambandsins viðurkenna ekki niðurstöðu forsetakosninganna 9. ágúst síðastliðinn.
Þingkosningar í Norður-Makedóníu
Norður-Makedónar ganga að kjörborðinu í dag. Nýtt þing og stjórn þurfa að takast á við kórónuveirufaraldur og upphaf viðræðna um inngöngu í Evrópusambandið.
Kafbátaeftirlitsæfingar NATO á Íslandi annað hvert ár
Kafbátaeftirlitsæfingar Atlantshafsbandalagsins, Dynamic Mongoose, verða framvegis haldnar á Íslandi annað hvert ár. Æfingarnar verða haldnar til skiptis á Íslandi og í Noregi.
25.06.2020 - 12:15