Færslur: NATO

Kína verður ekki hunsað
Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO, segir að bandalagið þurfi að takast saman á við áhrif af uppgangi Kína en leggur áherslu á að Kína sé ekki andstæðingur bandalagsins. Leiðtogar 30 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ráða nú ráðum sínum í höfuðstöðvum NATO í Brussel. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er á leiðtogafundinum ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hann segir að bandalagið standi nú á ákveðnum tímamótum.
Umsvif Kínverja í forgrunni á NATO-fundi
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO ræddi við fréttamenn þegar hann mætti á fundinn í morgun. Stoltenberg varð tíðrætt um aukin áhrif Kína á alþjóðavettvangi og hvernig bandalagið þurfi að bregðast við.
14.06.2021 - 08:53
Sólblómaolíuframleiðandi í mál við Bandaríkjaher
Eigandi lítillar sólblómaolíuframleiðslu í Búlgaríu lagði fram kæru vegna innrásar bandarískra hermanna á verksmiðju hans. Hermennirnir voru við æfingar á vegum Norður-Atlantshafsbandalagsins, NATO, í síðasta mánuði þegar atvikið varð.
03.06.2021 - 06:37
Herflutningar NATO frá Afganistan hafnir
NATO er byrjað að kalla herlið frá Afganistan. Embættismaður þar segir að ef Talibanar geri árásir meðan á flutningunum stendur verði þeim svarað af fullri hörku.
29.04.2021 - 16:57
Talibanar segjast hafa unnið stríðið
Leiðtogi Talibana segir að þeir hafi unnið stríðið í Afganistan og Bandaríkin hafi tapað. Bandaríkin og Atlandshafsbandalagið hafa tilkynnt að herlið þeirra fari frá Afganistan á næstu mánuðum.
15.04.2021 - 12:35
Heimsglugginn: Talibanar gætu tekið völd í Afganistan
Margir óttast að Talibanar nái aftur völdum í Afganistan eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti um brottför bandarískra hermanna frá landinu fyrir 11. september. Þá verða liðin 20 ár frá hryðjuverkum al-Qaeda í Bandríkjunum sem voru tilefni innrásar Bandaríkjamanna í Afganistan. Talibanar fylgja harðlínutúlkun á islam. Fyrri stjórn þeirra var sannkölluð ógnarstjórn sem bar ábyrgð á fjöldamorðum og ofsóknum á þeim sem talibanar töldu ekki fylgja ofsatúlkun þeirra á Islam.
Biden vill fund með Pútín
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hvatti Rússa í dag til að minnka spennu við landamæri Rússlands að Úkraínu. Biden ræddi við Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og lagði til að þeir myndu hittast á fundi á næstunni. 
13.04.2021 - 17:08
Landinn
Hafa starfað saman á fjallstoppi í nær þrjátíu ár
Það er vetrarríki á Gunnólfsvíkurfjalli sem rís meira en 700 metra úr sæ. Á fjallinu er ratsjárstöð og þar sinna tveir menn vinnu sinni.
Spenna milli Rússa og Norðmanna vegna heræfinga NATO
Spenna ríkir nú á milli Rússa og Norðmanna vegna heræfinga Atlantshafsbandalagins í og við Noreg. Rússnesk stjórnvöld hafa brugðist illa við fréttum um að fjórar langdrægar bandarískar sprengjuflugvélar verði staðsettar tímabundið í Noregi. Yfirmaður norska hersins segir æfingarnar ekkert óvenjulegar og að Rússum hafi verið tilkynnt um þær með góðum fyrirvara.
23.02.2021 - 12:23
Heimsglugginn
Barist um fisk, flugvelli og námur á Grænlandi
Boðað hefur verið til þingkosninga á Grænlandi þó að kjörtímabilið renni ekki út fyrr en eftir rúmt ár. Síðast var kosið á vormánuðum 2018. Aðalmál kosningabaráttunnar verða líklega ný fiskveiðilöggjöf, bygging þriggja alþjóðaflugvalla og námuvinnsla.
Høgni Hoydal: Ekki Dana að gera Færeyjar að skotmarki
Høgni Hoydal, fyrrverandi utanríkisráðherra Færeyja, segir ótækt að Danir ræði án samráðs við NATO um hluti sem geri Færeyjar að skotmarki. Í nýrri áætlun Dana um aukið eftirlit á norðurslóðum er gert ráð fyrir nýrri eftirlitsratsjá á Sornfelli í Færeyjum. Gremja ríkir í Færeyjum og einnig á Grænlandi með að Danir hafi ekki haft samráð við stjórnir og þing landanna áður en tilkynnt var um áætlunina.
Fréttaskýring
Aukið eftirlit Dana á Norðurslóðum
Danska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst á þingi um að auka verulega eftirlit á norðurslóðum. Útgjöld til eftirlitsins verða aukin um sem svarar rúmlega 30 milljörðum íslenskra króna. Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, sagði nauðsynlegt að auka viðbúnað hersins til að fylgjast betur með siglingum og flugi á norðurslóðum.
985 hermenn hér á landi í fyrra
Alls voru 985 liðsmenn erlends herliðs samtals í 422 daga hér á landi í fyrra. Föst viðvera herliðs hér á landi hefur ekki komið til umræðu, enda ekki talin þörf á henni.
03.02.2021 - 14:02
Stoltenberg hlakkar til að vinna með Biden
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segist hlakka til að vinna með Joe Biden, eftir að hann tekur við forsetaembættinu í janúar. Stoltenberg ræddi um fækkun bandarískra hermanna í Afganistan í viðtali á alþjóðlega öryggisþinginu í Halifax í gær.
23.11.2020 - 08:03
Vilja að kjarnorkuveldi viðurkenni afvopnunarsamninginn
56 fyrrum stjórnmálaleiðtogar í þeim ríkjum sem hafa ekki undirritað fyrsta lagalega bindandi kjarnorkuafvopnunarsamninginn hafa ritað opið bréf til leiðtoga þessara sömu ríkja. Þrír fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru meðal bréfritara.
Rússneskar herflugvélar á eftirlitssvæðinu við Ísland
Óþekktar flugvélar flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlandshafsbandalagsins (NATO) hér við land í fyrrinótt. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni höfðu flugvélarnar hvorki tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjárvara í gangi.
04.07.2020 - 16:39
Aðgerð Trumps gæti spilast upp í hendur Rússa
Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að draga hátt í tíu þúsund hermenn til baka frá Þýskalandi er áhöttusöm að mati breskra þingmanna og evrópskra hernaðarsérfræðinga. Þeir óttast að aðgerðin geti fært stjórnvöldum í Kreml yfirhöndina og grafi undan hernaðarbandalagi vestrænna ríkja eftir síðari heimsstyrjöldina. Eins gæti aðgerðin haft áhrif á aðgerðir Bandaríkjahers í Mið-Austurlöndum og í Afríku.
09.06.2020 - 04:36
Trump vill fækka hermönnum í Þýskalandi
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samþykkt að senda hátt í tíu þúsund bandaríska hermenn heim frá herstöðvum í Þýskalandi fyrir haustið. Fjölmiðlar vestanhafs kveðast hafa heimildir fyrir þessu. Ástæða þessa er sögð vera óánægja Trumps með fjárframlög Þjóðverja til Atlantshafsbandalagsins, NATO.
07.06.2020 - 00:20
Heimskviður
Mikill áhugi Bandaríkjamanna á Grænlandi
Síðla í aprílmánuði var tilkynnt að Bandaríkjastjórn ætlaði að veita Grænlendingum fjárstyrk sem nemur 12,1 milljón bandaríkjadala, jafnvirði um 1,8 milljarðs króna. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði að styrkurinn ætti að nýtast við þróun efnahagsmála, sér í lagi hvað varðar náttúruauðlindir og menntun.
04.05.2020 - 11:31
Fyrsti fjarfundurinn í 70 ára sögu NATO
Viðbrögð Atlantshafsbandalagsins við COVID-19 faraldrinum voru aðalefni fundar utanríkisráðherra þess sem fór fram í dag. Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundabúnað og er það í fyrsta sinn í 70 ára sögu bandalagsins sem fundað er með þessum hætti, samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
02.04.2020 - 21:50
Erlent · Innlent · NATO · COVID-19
Norður-Makedónía þrítugasta NATO-ríkið
Norður-Makedónía varð í gær þrítugasta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, NATO. Stjórnvöld í Skopje greindu frá þessu í yfirlýsingu og sögðu draum margra kynslóða hafa ræst.
28.03.2020 - 06:48
Fréttaskýring
Mikilvægi Norður-Atlantshafsins
Norður-Atlantshaf hefur ætíð haft mikla hernaðarlega þýðingu. Á tímum kalda stríðsins óttuðust þjóðir Atlantshafsbandalagsins mjög að sovéski flotinn réðist á flutningaleiðir frá Bandaríkjunum til Evrópu. Nú hefur ógnin breyst, smærri en tæknilega vel þróaður floti Rússa getur ráðist á flutningaleiðir úr meiri fjarlægð, segir bandaríski her- og flotafræðingurinn Magnus Nordenman.
10.03.2020 - 11:13
Myndskeið
Breytt hernaðarógn á Norður-Atlantshafi
Hernaðarógn á Norður-Atlantshafi hefur breyst frá dögum kalda stríðsins, segir bandaríski flota- og herfræðingurinn Magnus Nordenman. Rússneski flotinn ætli sér ekki lengur að ráðast með herskipum, kafbátum og flugvélum inn á flutningaleiðir heldur nota langdrægar stýriflaugar úr meiri fjarlægð.
27.02.2020 - 21:28
Hótar Bandaríkjamönnum að loka mikilvægum herstöðvum
Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, hótaði í kvöld að loka tveimur mikilvægum herstöðvum í landinu, þar sem bandaríski herinn er með aðstöðu. Ummælin lét Erdogan falla í sjónvarpsviðtali og bergmálaði þar með orð utanríkisráðherra síns, Mevlüt Cavusoglu, sem lét svipuð ummæli falla í síðustu viku. Raunar bergmálaði hann líka eigin orð, því þetta er ekki í fyrsta skipti sem Erdogan hefur uppi hótanir af þessum toga.
16.12.2019 - 00:54
Spegillinn
Glímt við Trump á afmæli NATO
Þegar ákveðið var, fyrir einu og hálfu ári, að sjötugsafmæli Nató yrði haldið í London ætlaði breska stjórnin að nota tækifærið til að sýna styrka stöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Bretlandi yrði þá gengið úr Evrópusambandinu. Bretum varð þó ekki mikið úr þessu tækifæri, Brexit enn ekki afstaðið og þingkosningar í næstu viku. Í staðinn stal Emmanuel Macron Frakklandsforseti leiðtogasenunni í hvössum orðaskiptum við Bandaríkjaforseta.
06.12.2019 - 11:39
 · Erlent · NATO · Donald Trump