Færslur: NATO

Vilja að kjarnorkuveldi viðurkenni afvopnunarsamninginn
56 fyrrum stjórnmálaleiðtogar í þeim ríkjum sem hafa ekki undirritað fyrsta lagalega bindandi kjarnorkuafvopnunarsamninginn hafa ritað opið bréf til leiðtoga þessara sömu ríkja. Þrír fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru meðal bréfritara.
Rússneskar herflugvélar á eftirlitssvæðinu við Ísland
Óþekktar flugvélar flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlandshafsbandalagsins (NATO) hér við land í fyrrinótt. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni höfðu flugvélarnar hvorki tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjárvara í gangi.
04.07.2020 - 16:39
Aðgerð Trumps gæti spilast upp í hendur Rússa
Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að draga hátt í tíu þúsund hermenn til baka frá Þýskalandi er áhöttusöm að mati breskra þingmanna og evrópskra hernaðarsérfræðinga. Þeir óttast að aðgerðin geti fært stjórnvöldum í Kreml yfirhöndina og grafi undan hernaðarbandalagi vestrænna ríkja eftir síðari heimsstyrjöldina. Eins gæti aðgerðin haft áhrif á aðgerðir Bandaríkjahers í Mið-Austurlöndum og í Afríku.
09.06.2020 - 04:36
Trump vill fækka hermönnum í Þýskalandi
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samþykkt að senda hátt í tíu þúsund bandaríska hermenn heim frá herstöðvum í Þýskalandi fyrir haustið. Fjölmiðlar vestanhafs kveðast hafa heimildir fyrir þessu. Ástæða þessa er sögð vera óánægja Trumps með fjárframlög Þjóðverja til Atlantshafsbandalagsins, NATO.
07.06.2020 - 00:20
Heimskviður
Mikill áhugi Bandaríkjamanna á Grænlandi
Síðla í aprílmánuði var tilkynnt að Bandaríkjastjórn ætlaði að veita Grænlendingum fjárstyrk sem nemur 12,1 milljón bandaríkjadala, jafnvirði um 1,8 milljarðs króna. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði að styrkurinn ætti að nýtast við þróun efnahagsmála, sér í lagi hvað varðar náttúruauðlindir og menntun.
04.05.2020 - 11:31
Fyrsti fjarfundurinn í 70 ára sögu NATO
Viðbrögð Atlantshafsbandalagsins við COVID-19 faraldrinum voru aðalefni fundar utanríkisráðherra þess sem fór fram í dag. Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundabúnað og er það í fyrsta sinn í 70 ára sögu bandalagsins sem fundað er með þessum hætti, samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
02.04.2020 - 21:50
Erlent · Innlent · NATO · COVID-19
Norður-Makedónía þrítugasta NATO-ríkið
Norður-Makedónía varð í gær þrítugasta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, NATO. Stjórnvöld í Skopje greindu frá þessu í yfirlýsingu og sögðu draum margra kynslóða hafa ræst.
28.03.2020 - 06:48
Fréttaskýring
Mikilvægi Norður-Atlantshafsins
Norður-Atlantshaf hefur ætíð haft mikla hernaðarlega þýðingu. Á tímum kalda stríðsins óttuðust þjóðir Atlantshafsbandalagsins mjög að sovéski flotinn réðist á flutningaleiðir frá Bandaríkjunum til Evrópu. Nú hefur ógnin breyst, smærri en tæknilega vel þróaður floti Rússa getur ráðist á flutningaleiðir úr meiri fjarlægð, segir bandaríski her- og flotafræðingurinn Magnus Nordenman.
10.03.2020 - 11:13
Myndskeið
Breytt hernaðarógn á Norður-Atlantshafi
Hernaðarógn á Norður-Atlantshafi hefur breyst frá dögum kalda stríðsins, segir bandaríski flota- og herfræðingurinn Magnus Nordenman. Rússneski flotinn ætli sér ekki lengur að ráðast með herskipum, kafbátum og flugvélum inn á flutningaleiðir heldur nota langdrægar stýriflaugar úr meiri fjarlægð.
27.02.2020 - 21:28
Hótar Bandaríkjamönnum að loka mikilvægum herstöðvum
Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, hótaði í kvöld að loka tveimur mikilvægum herstöðvum í landinu, þar sem bandaríski herinn er með aðstöðu. Ummælin lét Erdogan falla í sjónvarpsviðtali og bergmálaði þar með orð utanríkisráðherra síns, Mevlüt Cavusoglu, sem lét svipuð ummæli falla í síðustu viku. Raunar bergmálaði hann líka eigin orð, því þetta er ekki í fyrsta skipti sem Erdogan hefur uppi hótanir af þessum toga.
16.12.2019 - 00:54
Spegillinn
Glímt við Trump á afmæli NATO
Þegar ákveðið var, fyrir einu og hálfu ári, að sjötugsafmæli Nató yrði haldið í London ætlaði breska stjórnin að nota tækifærið til að sýna styrka stöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Bretlandi yrði þá gengið úr Evrópusambandinu. Bretum varð þó ekki mikið úr þessu tækifæri, Brexit enn ekki afstaðið og þingkosningar í næstu viku. Í staðinn stal Emmanuel Macron Frakklandsforseti leiðtogasenunni í hvössum orðaskiptum við Bandaríkjaforseta.
06.12.2019 - 11:39
 · Erlent · NATO · Donald Trump
Katrín ræddi netógnir og loftslagsvandann á þingi NATO
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór um víðan völl í umræðum á þingi leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Lundúnum í dag. Áskoranir í öryggis- og varnarmálum, netógnir, baráttuna gegn hryðjuverkum, útgjöld bandalagsríkja NATO til varnarmála, samskiptin við Rússland og horfur í afvopnunarmálum voru meðal þess sem Katrín ræddi.
Macron segir að NATO sé að verða heiladautt
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að Atlandshafsbandalagið sé að verða heiladautt. Þetta sagði hann í viðtali við tímaritið Economist í dag. Yfirvöld í Rússlandi eru ánægð með ummæli Macrons en Kanslari Þýskalands er á öðru máli.
07.11.2019 - 20:35
Myndskeið
Pútín og Erdogan ræddu málin og sleiktu ís
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, keypti ís handa Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, þegar leiðtogarnir hittust á flugsýningu skammt frá Moskvu í Rússlandi í dag. „Borgar þú fyrir mig?“ spurði Erdogan og Pútín svaraði um hæl: „Auðvitað. Þú ert gestur minn.“
27.08.2019 - 18:01
Noregur
Óvenju mikil umferð rússneskra herflugvéla
Norski flugherinn sendi í þrígang orrustuþotur á loft í gær til að fylgjast með ferðum rússneskra herflugvéla meðfram Noregsströndum, og hrekja þær úr norskri lofthelgi ef með þyrfti. Til þess kom þó ekki. Norsku þoturnar voru á vegum Atlantshafsbandalagsins í þessum aðgerðum.
09.08.2019 - 01:18
Loftrýmisgæsla við Ísland hefst á nýjan leik
Atlantshafsbandalagið hefur á næstu dögum aftur loftrýmisgæslu við Ísland er flugsveit bandaríska flughersins kemur til landsins. Alls munu 110 liðsmenn taka þátt í verkefninu.
Kaup Tyrkja á rússnesku loftvarnakerfi standa
Kaup Tyrkja á rússneska S-400 loftvarnakerfinu eru frágengin og verður ekki haggað, sagði Recep Tayip Erdogan Tyrklandsforseti í gær. Hann á von á að kerfið verið afhent í næsta mánuði. Þessi tilkynning Erdogans mun að líkindum falla í grýttan jarðveg hjá Bandaríkjastjórn og vekja takmarkaða kátínu hjá stjórnvöldum annarra bandalagsríkja Tyrkja í Nató.
13.06.2019 - 04:33
Hröktu tvær rússneskar herflugvélar í burtu
Tvær rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-142 (Bear F) flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins (NATO) hér við land í gærkvöldi.
28.03.2019 - 18:32
Hittast í tilefni af afmæli NATO
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, ræðast við í Hvíta húsinu á þriðjudag í næstu viku, að því er forsetaembættið greindi frá í dag. Fundur þeirra er í tilefni af sjötíu ára afmæli bandalagsins. Stofnsáttmáli þess var undirritaður í Washington 4. apríl 1949.
27.03.2019 - 14:15
Rússneskar sprengjuflugvélar við landið
Tvær rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-142 (Bear F) komu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlandshafsbandalagsins við Ísland í morgun. Vélarnar höfðu ekki verið tilkynntar til flugumferðarstjórnar og ratsjárvarar voru ekki í gangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
18.03.2019 - 16:30
Segir Rússa tilneydda til að vígbúast
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, varaði Bandaríkjamenn við því í dag að setja upp flugskeyti í Evrópu, og sagðist líta á slíkt sem mikla ógn. Þetta kom fram í stefnuræðu hans í rússneska þinginu. Ræðan var 90 mínútna löng og kvaðst hann ætla að bæta hag barnafjölskyldna.
20.02.2019 - 18:41
Myndskeið
„Við eigum eftir að fá Hauk aftur heim“
Íslensk stjórnvöld eiga að beita sér á vettvangi NATO fyrir því að Tyrkir gefi leyfi til þess að líkamsleifar þeirra sem féllu í Afrín í Sýrlandi verði sóttar. Þetta segir Lárus Páll Birgisson vinur Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið þar.
05.02.2019 - 22:00
Finnar saka Rússa um að eiga við GPS-kerfið
Finnar saka Rússa um að hafa átt við staðsetningakerfi landsins um það leyti sem heræfingar Atlantshafsbandalagsins, NATO, fóru fram í Noregi á dögunum. Bæði Finnar og Norðmenn misstu GPS samband á meðan æfingunum stóð.
12.11.2018 - 04:07
Erlent · Evrópa · NATO · Finnland · Rússland · Noregur
Nato styður ákvörðun Bandaríkjastjórnar
Atlantshafsbandalagið styður ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að segja sig frá samningi um meðaldrægar kjarnorkuflaugar. Þetta segir varaframkvæmdastjóri NATO sem setti í dag ráðstefnu samtakanna um afvopnun og takmörkun á útbreiðslu gereyðingarvopna.
29.10.2018 - 23:40
Pútín hótar að svara með árásum á Evrópuríki
Ef Bandaríkjunum dettur í hug að koma nýjum kjarnavopnum fyrir í Evrópuríkjum, geta sömu ríki átt von á gagnárás frá Rússlandi. Þessu hótaði Vladimir Pútín, forseti Rússlands, í dag eftir fund í Kreml með Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu.
25.10.2018 - 01:52