Færslur: NATO

Viðræðunum ekki lokið fyrir leiðtogafund NATO
Tyrklandsstjórn segir að viðræðum við Finna og Svía um umsóknir þeirra um aðild að Atlantshafsbandalaginu verði áfram haldið eftir daginn í dag. Þeim þurfi ekki endilega að vera lokið fyrir leiðtogafund NATO í Madríd í næstu viku. 
20.06.2022 - 17:32
Viðtalið
Uffe Ellemann-Jensen í Viðtalinu
Uffe Ellemann-Jensen er látinn, áttræður að aldri. Hann var einn áhrifamesti stjórnmálamaður Danmerkur á síðaasta hluta síðustu aldar. Hann var utanríkisráðherra frá 1982 til 93 og formaður Venstre frá 1984-98. Ellemann-Jensen hafði lengi barist við krabbamein og var lagður inn á Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn á mánudag. Ellemann-Jensen var vinsæll og vel liðinn og í dag hafa danskir stjórnmálamenn bæði til hægri og vinstri minnst hans með hlýju.
19.06.2022 - 19:55
Stoltenberg: „Úkraínustríðið gæti varað í mörg ár“
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að stríðið í Úkraínu geti varað í mörg ár. Frá þessu greinir þýska dagblaðið Bild.
Framkvæmdastjóri NATO vill fleiri þungavopn til Úkraínu
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir að Vesturlönd ættu að bæta í sendingar sínar á þungavopnum til Úkraínu. Stoltenberg lét þessi orð falla á blaðamannafundi í höfuðstöðvum NATO í Brussel í morgun, í aðdraganda fundar varnarmálaráðherra aðildarríkja bandalagsins í dag og á morgun. Úkraínumenn hafa ítrekað beðið um meiri aðstoð og fleiri þungavopn; úkraínskir embættismenn segja að herlið þeirra sé ofurliði borið í átökunum í austurhluta Úkraínu.
15.06.2022 - 10:43
Tyrkir geta tafið NATO-aðild Finna og Svía „í heilt ár“
Svíar og Finnar vonast til að ná samkomulagi við Tyrki áður en leiðtogaráð NATO hefst í Madríd á Spáni eftir tvær vikur. Tyrkjum virðist hins vegar ekkert liggja á og eru tilbúnir að tefja inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í NATO í heilt ár ef þess gerist þörf.
Ítreka ákall eftir öflugri vopnum til Úkraínu
Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, segir Úkraínuher þurfa á mun fleiri og öflugri þungavopnum að halda og brýnir Vesturlönd til að svara kalli Úkraínumanna eftir slíkum búnaði. Forsætisráðherra Póllands tekur í sama streng og Úkraínuforseti ítrekaði í gærkvöldi ákall sitt eftir fleiri og öflugri vopnum.
Finnar ætla ekki í NATO án Svía
Finnar ætla ekki að ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO, ef aðild Svía gengur ekki eftir. Þetta sagði Sauli Niinistö, forseti Finnlands, á blaðamannafundi í dag. Öll aðildarríkiaðildarríki NATO, nema Tyrkland, styðja inngöngu ríkjanna í bandalagið. Tyrkir hafa sett ýmis skilyrði fyrir því að Finnar og Svíar fái aðild. 
12.06.2022 - 16:22
Stóraukinn stuðningur við aðild að NATO
Rúmlega sjötíu prósent Íslendinga segjast vera jákvæð gagnvart aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu - tuttugu prósentustigum fleiri en fyrir ári síðan. Álíka margir segja að áhyggjur þeirra af þróun alþjóðamála hafi aukist. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína hefur gert fyrir utanríkisráðuneytið.
10.06.2022 - 13:45
Sex herskip NATO við æfingar í Eyjafirði
Sex herskip úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins (NATO) eru úti fyrir Akureyri.
07.06.2022 - 18:17
Alþingi hlynnt inngöngu Finna og Svía í NATO
Alþingi samþykkti nú á fimmta tímanum tillögu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, um að staðfesta viðbótarsamninga við NATO um aðild Finnlands og Svíþjóðar með atkvæðagreiðslu. Fimm sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, tveir þingmenn Pírata og þrír þingmenn Vinstri grænna.
07.06.2022 - 17:01
Morgunútvarpið
„Ísland á ekki breik í veröld Pútíns“
Utanríkisráðherra segir mikilvægt að Ísland sýni að það taki aðild sína að Atlantshafsbandalaginu alvarlega. Ísland eigi eitt og sér ekki möguleika í veröld Pútíns. Skoða þurfi allar leiðir til að veita Úkraínu aðstoð gegn Rússum.
Viðtal
Stoltenberg var lengi að læra að lesa og skrifa
Mörg börn hafa áhyggjur af stríðinu í Úkraínu og vilja vita hvað hægt sé að gera til þess að binda enda á átökin, svo fleira fólk og ekki síst börn þurfi ekki að þjást vegna stríðsins. Birta Steinunn Ægisdóttir, fréttaritari KrakkaRÚV í Brussel, ræddi stríðið í Úkraínu og margt fleira við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, á dögunum. Birta spurði Stoltenberg meðal annars hvað hann hefði ætlað að verða þegar hann yrði stór.
30.05.2022 - 18:35
Fimm tíma fundur Finna, Svía og Tyrkja í Ankara
Sendinefndir Finna og Svía áttu í dag fimm tíma fund með fulltrúum Tyrklandsstjórnar í forsetahöllinni Ankara, höfuðborg Tyrklands. Fundarefnið var umsókn Norðurlandanna tveggja um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO, og andstaða Tyrkja við inngöngu þeirra.
26.05.2022 - 00:39
Vilja fjölga sænskum hermönnum verulega
Gjörbreytt staða í varnarmálum vegna innrásar Rússa í Úkraínu þýðir að fjölga þarf verulega í sænska hernum. Þetta sagði Jan Hallenberg, rannsakandi hjá Utanríkismálastofnun Svíþjóðar, við sænska ríkisútvarpið.
24.05.2022 - 16:34
Fjölga herstöðvum til að bregðast við „útþenslu NATO“
Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, hefur lýst því yfir að Rússar muni slá upp nýrri herstöð í vesturhluta Rússlands. Þetta sé viðbragð við því sem Rússar kalla „útþenslu Atlantshafsbandalagsins“ (NATO).
20.05.2022 - 10:09
Vill þjóðaratkvæði um NATO-aðild
Ekki er fyrirhugað að bera umsóknir um aðild Svíþjóðar og Finnlands að Atlantshafsbandalaginu undir þjóðaratkvæði. Þjóðþing og ríkisstjórnir beggja landa hafa samþykkt umsóknirnar og þær hafa formlega verið afhentar NATO. Með umsóknunum lýkur áratugalöngu hlutleysi landanna.
19.05.2022 - 16:00
Lýsir fullum stuðningi við umsóknir Finna og Svía
Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti fullum stuðningi við umsóknir Finnlands og Svíþjóðar um aðild að Atlantshafsbandalaginu þegar hann tók á móti leiðtogum ríkjanna í Washington. Hann sagði að aðild þeirra myndi styrkja bandalagið.
Vill að Svíar framselji hryðjuverkamenn
Forseti Tyrklands sagði Svía ekki geta búist við því að Tyrkir samþykki umsókn Svíþjóðar um aðild að NATO nema þeir framselji hryðjuverkamenn. Tyrkland er eina aðildarríkið sem hefur lagst gegn umsóknum Svía og Finna.
18.05.2022 - 23:31
Svíar og Finnar sækja formlega um aðild að NATO
Sendiherrar Svíþjóðar og Finnlands lögðu í morgun inn formlega umsókn um aðild að Atlantshafsbandalaginu.
18.05.2022 - 06:58
Býst við því að Tyrkir láti af andstöðu sinni 
Bæði Finnland og Svíþjóð leggja inn formlega umsókn um aðild að Atlantshafsbandalaginu á morgun.Umsóknir landanna verða lagðar fram í höfuðstöðvum NATO í Brussel. Nokkuð ljós er að nær öll aðildarríki NATO styðja umsóknirnar og vilja flýta inngöngu Svíþjóðar og Finnlands, að undanteknum Tyrkjum, sem segjast ekki ætla að samþykkja aðild landanna að bandalaginu.
17.05.2022 - 20:51
Brugga bjór til að fagna NATO-umsókninni
Finnska brugghúsið Olaf Brewing í bænum Savonlinna hefur sett á markað bjórinn OTAN til að fagna umsókn landsins um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Heiti bjórsins er vísun í franska skammstöfun á nafni bandalagsins.
17.05.2022 - 13:54
Telur að Finnland verði aðili að NATO á þessu ári
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, telur að landið verði orðið fullgildur meðlimur í Atlantshafsbandalaginu, NATO, áður en árið er úti. Þetta sagði Marin í umræðuþætti í finnska ríkissjónvarpinu í gær. Sauli Niinistö Finnlandsforseti tilkynnti það formlega á sunnudag að Finnland myndi sækja um aðild að bandalaginu. Greidd verða atkvæði um tillögu þar að lútandi á finnska þinginu í dag.
17.05.2022 - 06:55
Setur sig ekki upp á móti NATO-aðild Finna og Svía
Vladimír Pútín Rússlandsforseti virðist hafa skipt um skoðun varðandi áform Finna og Svía um að ganga í Atlantshafsbandalagið og segist ekkert hafa við þau að athuga. Öðru máli gegni þó um mögulega hernaðaruppbyggingu NATO í löndunum tveimur.
Erdogan ætlar ekki að samþykkja umsóknir Finna og Svía
Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands ætlar ekki að samþykkja væntanlegar umsóknir Finna og Svía um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Reuters greinir frá þessu.
Ríkisstjórnin ætlar að samþykkja umsóknir Finna og Svía
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun þingsályktunarlillögu utanríkisráðherra þar sem ríkisstjórninni er heimilað að staðfesta fyrir Íslands hönd fyrirhugaðan viðbótarsamning við Atlantshafsbandalagið um aðild Finnlands og Svíþjóðar þegar hann liggur fyrir.