Færslur: Nasistar

Líkir Rússlandi við Þriðja ríkið í Þýskalandi
Varnarmálaráðherra Bretlands segir framferði Rússlandsstjórnar undir handarjaðri Vladimírs Pútín forseta líkjast athæfi nasistastjórnarinnar sem réði ríkjum í Þýskalandi frá 1933 til 1945. Þetta er meðal þess sem ráðherrann hyggst koma á framfæri í ávarpi á morgun mánudag.
Ræddu staðhæfingar Lavrovs um nasisma í Úkraínu
Úkraínuforseti hefur rætt við forsætisráðherra Ísraels vegna staðhæfinga utanríkisráðherra Rússlands þess efnis að nasistar réðu ríkjum í Úkraínu og að iðulega væru gyðingar verstu gyðingahatararnir.
Kiljan
Lagið fyrir neðan Hitler, Himmler, Goebbels og Göring
Sögulegar spennubækur Philips Kerrs eru nú komnar út í íslenskri þýðingu Helga Ingólfssonar. Helgi segir sjálfur að bækurnar séu einstaklega vandaðar og að í þeim flækist heimsþekkt listafólk og nasistaforingjar inn í söguheim einkaspæjarans Bernie Gunther.
10.02.2022 - 10:41
Líkur leiddar að hver sveik Önnu Frank í hendur nasista
Ný rannsókn hefur leitt í ljós hver það kann að hafa verið sem sveik Önnu Frank og fjölskyldu hennar í hendur nasista árið 1945. Hún lést í fangabúðum fimmtán ára að aldri en dagbók hennar er einhver þekktasta frásögn stríðsáranna.
18.01.2022 - 06:45
Þýskaland
Réttarhöld hafin yfir nærri tíræðum fangabúðaritara
Fyrrverandi fangabúðaritari Nasista í Póllandi, sem nú er á tíræðisaldri var leidd fyrir þýskan ungmennadómstól í dag. Hún er meðal þeirra elstu sem svara hafa þurft til saka fyrir aðild að stríðsglæpum Þjóðverja á árunum 1933 til 1945.
Minningarskjöldur um Kamban fjarlægður
Minningarskjöldur um Guðmund Kamban rithöfund og leikstjóra hefur verið fjarlægður af vegg hússins við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn, þar sem hann forðum bjó. Kamban féll fyrir byssukúlu andspyrnumanns á friðardaginn 5. maí 1945 en hann var sagður aðhyllast hugmyndafræði Nasista.
10.10.2021 - 20:54
Mikið magn nasistaminja hjá grunuðum barnaníðingi
Umtalsvert safn einkennisbúninga nasista og annarra nasistaminja fannst á heimili grunaðs barnaníðings í Rio de Janeiro í Brasilíu. Húsleit var gerð hjá manninum á þriðjudag eftir ábendingu nágranna.
Tíræður fyrrum nasisti fyrir dóm í dag
Hundrað ára gamall fyrrverandi fangavörður í fangabúðum nasista í Sachsenhausen mætir fyrir dóm í Neuruppin í Þýskalandi í dag. Hann er ákærður fyrir aðild sína að fjöldamorðunum í búðunum.
Helförinni afneitað í veggjakroti í Auschwitz
Slagorð gegn gyðingum og slagorð þar sem helför nasista gegn gyðingum er afneitað voru meðal þess sem spreyjað var á veggi bragga í Auschwitz. Yfir ein milljón manna var drepin í útrýmingarbúðunum í Auschwitz í síðari heimsstyrjöldinni.
96 ára kona leyst úr haldi með skilyrðum
96 ára fyrrverandi ritara í fangabúðum nasista var sleppt úr haldi í Þýskalandi í dag, gegn því að tryggt verði að hún mæti fyrir dóm nítjánda þessa mánaðar. Hún mætti ekki við upphaf réttarhalda yfir henni í síðustu viku, reyndi að stinga af en komst ekki langt.
05.10.2021 - 16:46
96 ára ritari nasista á flótta undan réttvísinni
Dómari í Þýskalandi hefur gefið út handtökuskipun á hendur Irmgard Furchner eftir að hún mætti ekki í réttarsal í morgun. Hún er ákærð fyrir að hafa með kerfisbundnum hætti átt þátt í dauða meira en tíu þúsund fanga frá því í júní 1943 þar til í apríl 1945. Þá var hún 18-19 ára og starfaði sem ritari á skrifstofu fangabúða nasista í Stutthof í Póllandi.
30.09.2021 - 10:37
96 ára fyrrum ritari fyrir ungmennadómstól í september
Dómstóll í Þýskalandi staðfesti í gær að réttarhöld yfir fyrrverandi ritara fangabúðanna í Stutthof hefjist 30. september. Hin ákærða er 96 ára gömul, en mætir þrátt fyrir það fyrir ungmennadómstól, þar sem hún var 18 ára þegar hún vann í fangabúðum nasista. 
95 ára nasista vísað úr Bandaríkjunum
95 ára karlmaður var sendur frá Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði fyrir að hafa verið fangavörður í fangabúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Samkvæmt rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins vann hann í Neuengamme fangabúðunum árið 1945.
Fyrir alla muni
Dularfullt nasistamerki í fórum íslensks safnara
Rétt áður en seinni heimstyrjöldin skall á komu hingað til lands þýskir svifflugmenn til að kenna Íslendingum svifflug. Hlynur Lind Leifsson safnari fann nasistamerki á markaði hér á landi sem hann telur flugmennina hafa skilið eftir hér að landi sem gjöf, og segi kannski aðra sögu um tilgang heimsóknarinnar.
14.02.2021 - 09:00
Segja Rauða krossinn hafa verið í slagtogi við nasista
Þýskir sagnfræðingar og heilbrigðisstarfsmenn kalla eftir því að Rauði krossinn í Þýskalandi viðurkenni samkrull við nasista á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Fjöldi gagna bendir til þess að yfirmenn Rauða krossins hafi á þeim árum verið vel innundir hjá nasistum þriðja ríkisins. 
16.01.2021 - 04:21
Heimspekileg vangavelta um ósýnilegar hetjudáðir
Nýjasta kvikmynd bandaríska leikstjórans Terrence Malick fjallar um austurrískan bónda sem neitar að ganga í þýska herinn og berjast með nasistum í seinni heimsstyrjöldinni.
26.09.2020 - 15:29
Fyrir alla muni
Rákust inn á spilakvöld hjá gömlum nasistum
Í þættinum eftir lokaþátt Fyrir alla muni ræddu þau Viktoría og Sigurður við Illuga Jökulsson sem er sérfróður um nasima á Íslandi og sendi meðal annars frá sér bókina Íslenskir nasistar árið 1988 ásamt Hrafni bróður sínum. Á þeim tíu árum sem liðið hafa síðan bókin kom fyrst út hafa þeir bræður safnað frekari upplýsingum um málið og hyggja nú á endurbætta endurútgáfu með heilmiklu ítarefni.
16.12.2019 - 12:36
Dæmd fyrir að mála yfir nasistaveggjakrot
Þýsk kona á áttræðisaldri var dæmd til að greiða 300 evra sekt, auk málskostnaðar, fyrir skemmdir á eignum. Konan er þekkt í Þýskalandi fyrir að mála yfir fordómafullt veggjakrot, eða breyta þeim í hjörtu. Eins skrapar hún límmiða með fordómafullum textum af húsveggjum og ruslafötum. 
12.10.2019 - 07:57
Tölvuleikur með nasistum leyfður í Þýskalandi
Í fyrsta sinn frá því að dómstóll í Þýskalandi felldi úr gildi bann við nasistatáknum í tölvuleikjum í fyrra kemur tölvuleikur út í landinu þar sem nasistar eru í stóru hlutverki og tákn þeirra fyrirferðarmikil.
27.06.2019 - 18:00
Greiða fórnarlömbum helfararinnar skaðabætur
Hollensku járnbrautirnar ætla að greiða fólki og afkomendum þess sem flutt var með lestum fyrirtækisins í fanga- og útrýmingarbúðir nasista tugi milljóna evra í skaðabætur. Nasistar borguðu fyrirtækinu háar fjárhæðir fyrir flutningana á sínum tíma.
26.06.2019 - 22:40
Vefjasýni borin til grafar í Berlín í dag
Líkamsvefir fanga sem voru teknir af lífi í Berlín í stjórnartíð nasista verða bornir til grafar í dag. Um 300 örsmáir hlutar líkamsvefja fundust í smásjársýniglerjum á heimili lækisins sáluga hermann Stieve, sem sá um krufningar á háskólasjúkrahúsinu Charite. Stieve lést 1952, en afkomendur hans fundu safn hans af líkamsvefjum árið 2016.
13.05.2019 - 06:16
Fjöldagröf fannst í Hvíta-Rússlandi
Líkamsleifar um 700 fórnarlamba helfarar nasista gegn gyðingum fundust í fjöldagröf í fyrrum gyðingahverfi í Hvíta Rússlandi á dögunum. Verkamenn fundu leifarnar fyrir tilviljun þegar þeir ætluðu að leggja grunn að nýju fjölbýlishúsi í borginni Brest, sem er við landamærin að Póllandi, í janúar.
01.03.2019 - 06:37
Stuðningsmenn nasista afhjúpaðir í Chile
Gögn sem nýlega voru gerð opinber í Chile sýna að þarlendir stuðningsmenn nasista veittu Þjóðverjum upplýsingar í síðari heimsstyrjöldinni. Þá hlutu stuðningsmennirnir þjálfun í skæruhernaði og skipulögðu sprengjuárásir á námur í Chile.
23.06.2017 - 06:40
Ritari Göbbels látinn
Brunhilde Pomsel, sem var ritari Jósefs Göbbels, áróðursmeistara nasista, er látin 106 ára að aldri. Jósef Göbbels var í innsta kjarna Hitlers í þriðja ríkinu og talinn sekur um hryllilega stríðsglæpi.
30.01.2017 - 21:00