Færslur: Nasdaq

Alvotech á markað í New York
Hlutabréf í líftæknifyrirtækinu Alveotech voru tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni í New York í dag. Fyrirtækið er eina íslenska fyrirtækið sem skráð er á markað í Bandaríkjunum.
16.06.2022 - 16:10
Viðurkenna að hafa sett Eggerti afarkosti
Stjórn hluthafafélagsins Festis þröngvaði forstjóra fyrirækisins, Eggerti Þór Kristinssyni, til að segja upp eða hann yrði rekinn. Áður hafði stjórnin tilkynnt til Kauphallar að Eggert hefði sjálfur sagt upp. Stjórnin hafnar því að þetta hafi eitthvað með meint kynferðisbrot fyrrum stjórnarformanns í fyrirtækinu að gera.
10.06.2022 - 18:10
Íslenskir fjárfestar kaupa í Alvotech fyrir milljarða
Hlutafjárútboð líftæknifyrirtækisins Alvotech var stækkað um 2,6 milljarða króna vegna mikils áhuga íslenskra fjárfesta. Forsvarsmenn fyrirtækisins stefna á margfalda tekjuaukningu á næstu árum.
19.01.2022 - 12:44
Duolingo metið á 500 milljarða króna
Smáforritið Duolingo, stærsta tungumálakennsluforrit heims, er á leið í bandarísku kauphöllina Nasdaq. Vinsældir forritsins hafa aukist mikið í heimsfaraldrinum og er talið að virði þess geti numið yfir fjórum milljörðum dala, eða 500 milljörðum króna.
19.07.2021 - 18:48
Hækkun í Kauphöllinni í dag
Hlutabréf hækkuðu í verði í dag í fimmtán af þeim nítján íslensku fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina. Mest hækkaði hlutabréfaverð í Eimskipi, um 5,26 prósent í 147 milljóna króna veltu, og næstmest í Icelandair, um 4,62 prósent í 942 milljóna veltu. Heildarvelta í dag nam 3,9 milljörðum króna og úrvalsvísitalan er nú 2.347,9 stig.
16.11.2020 - 17:16
Verðmæti Apple nær 2 billjónum Bandaríkjadala
Markaðsvirði tæknirisans Apple náði í dag 2 billjónum Bandaríkjadala. Það eru tvær milljónir milljóna dala eða jafngildi um 273 þúsund milljarða króna. Verðmæti fyrirtækisins hefur tvöfaldast frá árinu 2018.