Færslur: námuslys

Myndband
Mannskætt námuslys í Rússlandi
Minnst ellefu eru látnir og yfir 40 slasaðir eftir að eldur braust út í námu í Rússlandi í morgun. Enn eru tæplega fimmtíu manns fastir í námunni og ekki vitað nákvæmlega hvar þeir eru niður komnir. Mikill reykur hefur gert björgunarmönnum erfitt fyrir.
25.11.2021 - 12:16
Námumenn innilokaðir í kínverskri gullnámu
Á þriðja tug námumanna er í sjálfheldu neðanjarðar eftir sprengingu í gullnámu nærri borginni Qixia í Shangdong-héraði í austurhluta Kína. Sprengingin varð síðdegis á sunnudag og olli því að útgönguleið lokaðist og samskipti við námumennina rofnuðu.
12.01.2021 - 02:54