Færslur: námuslys

Tíu verkamenn lokaðir inni í námu í Mexíkó í fjóra daga
Ekkert hefur spurst til tíu verkamanna sem urðu innlyksa í kolanámu í Agujita-héraði í Mexíkó fyrir fjórum dögum. Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, fór á vettvang í gærkvöld til þess að fylgjast með björgunaraðgerðunum, sem lítinn árangur hafa borið.
08.08.2022 - 00:57
Fjórtán námuverkamenn innlyksa eftir sprengingu
Fjórtán námuverkamenn urðu innlyksa í kolanámu í Norður-Kólumbíu í gær, þriðjudag, þegar sprenging varð í námunni. Flestir námuverkamennirnir eru sagðir koma frá bænum Zulia í Venesúela. Náman er skammt frá landamærum ríkjanna.
01.06.2022 - 01:31
Tólf konur fórust er skriða féll í gamalli gullnámu
Tólf konur fórust þegar skriða féll í ólöglegri gullnámu á Norður-Súmötru í Indónesíu í gær. AP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir lögreglu. Konurnar voru að störfum í námunni þegar skriðan féll og gróf þær undir fleiri tonnum af grús og grjóti. Tvær samstarfskonur þeirra sem einnig voru við vinnu í námunni komust lífs af.
29.04.2022 - 06:18
Tíu saknað eftir námuslys í Póllandi
Tíu er saknað eftir slys í kolanámu í Zofiowka sunnanvert í Póllandi. Fulltrúar fyrirtækisins JSW sem á og rekur námuna greindu frá þessu í morgun. Jarðskjálfti reið yfir á öðrum tímanum í nótt, sem olli metanleka.
23.04.2022 - 07:20
Myndband
Mannskætt námuslys í Rússlandi
Minnst ellefu eru látnir og yfir 40 slasaðir eftir að eldur braust út í námu í Rússlandi í morgun. Enn eru tæplega fimmtíu manns fastir í námunni og ekki vitað nákvæmlega hvar þeir eru niður komnir. Mikill reykur hefur gert björgunarmönnum erfitt fyrir.
25.11.2021 - 12:16
Námumenn innilokaðir í kínverskri gullnámu
Á þriðja tug námumanna er í sjálfheldu neðanjarðar eftir sprengingu í gullnámu nærri borginni Qixia í Shangdong-héraði í austurhluta Kína. Sprengingin varð síðdegis á sunnudag og olli því að útgönguleið lokaðist og samskipti við námumennina rofnuðu.
12.01.2021 - 02:54