Færslur: námslán

Biden hyggst fella niður hluta af skuldum námsmanna
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í dag að tíu þúsund Bandaríkjadalir yrðu dregnir frá skuldum flestra námsmanna í landinu, sem enn eru að borga af menntun sinni löngu eftir útskrift. Að létta undir með námsmönnum var eitt af kosningaloforðum forsetans, sem er talinn vinna sér inn töluverðar vinsældir með afnámi skuldanna.
Ábyrgð snýr eingöngu að vanskilahluta námslána
Ábyrgðarmenn á námslánum bera aðeins ábyrgð á þeim hluta lána sem var í vanskilum við gildistöku laga um Menntasjóð námsmanna. Þetta er niðurstaða í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 
SÍNE harmar að skólagjaldalán verði ekki hækkuð
Stjórn Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) lýsir vonbrigðum yfir því að hámark skólagjaldalána námsmanna verði ekki hækkað með nýjum úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna fyrir árin 2021 til 2022.
Frítekjumark námsmanna hækkar um 46 þúsund krónur
Í nýjum úthlutunarreglum sjóðsins fyrir skólaárið 2021 til 2022 kemur fram að frítekjumark námsmanna verði 1.410 þúsund krónur sem er hækkun um 46 þúsund krónur frá síðasta ári. Framfærsla, húsnæðisbætur og barnastyrkur hækka um 3,45% með hliðjón af verðlagsbreytingum 
Fleiri sækja um námslán
Rúmlega þúsund fleiri lánsumsóknir hafa borist Menntasjóði námsmanna nú í haust miðað við sama tíma í fyrra. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir efnahagsástandið skýra þessa aukningu að mestu leyti því erfiðara sé fyrir námsmenn að fá vinnu.
14.09.2020 - 19:25
Hækka frítekjumark nema sem koma af vinnumarkaði
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að heimila hækkun frítekjumarks lánþega sem koma af vinnumarkaði til þess að hefja nám á skólaárinu 2020-2021. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Hækkunin er liður í að koma til móts við námsmenn sem koma af vinnumarkaði vegna sérstakra aðstæðna á árinu.
23.07.2020 - 20:06
Myndskeið
Vill að ónýttur persónuafsláttur verði greiddur út
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, var málshefjandi sérstakrar umræðu á Alþingi í dag um útgreiðslu ónýtts persónuafsláttar. Í hugmyndinni felst að þegar fólk nýtir ekki afsláttinn sinn, til dæmis námsfólk eða fólk með mjög lágar tekjur, geti það fengið hann greiddan frá ríkinu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, er ekki ýkja hrifinn af hugmyndinni og segir að hér á landi þurfi að auka framleiðni og það að verði ekki gert með því að senda fólki tékka heim og hvetja það til að vinna ekki.
28.01.2020 - 14:50
LÍN notar vélmenni til að þjónusta viðskiptavini
Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur tekið í notkun svokallað spjallmenni. Spjallmennið sem heitir Lína svarar einföldum spurningum viðskiptavina og er á vaktinni allan sólarhringinn á vef sjóðsins.
Gjöf frá Guði að verða stórskuldugur
Langflestir þurfa einhvern tímann að taka lán. En hvenær verður lán að óláni og hvað þarf að hafa í huga ætli maður sér að taka lán?
14.11.2019 - 09:53
Vilja fella niður ábyrgðir á eldri námslánum
Þingmenn úr öllum stjórnarandstöðuflokkum utan Miðflokks leggja til að Alþingi álykti að fela menntamálaráðherra að fella niður ábyrgðir á námslánum sem veitt voru fyrir 31.júlí 2009. Í greinargerð segir að óbreytt ástand feli í sér ótæka mismunun sem sé ekki í samræmi við félagslegt jöfnunarhlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Það sé réttlætismál að ábyrgðir á eldri námslánum verði felldar niður. 
Stúdentar gagnrýna frumvarp um stuðningssjóð
Stúdentaráð Háskóla Íslands segir ljóst að Lánasjóður íslenskra námsmanna hafi ekki getað þjónað hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður með góðu móti. Niðurfelling hluta höfuðstóls sé mikilvæg kjarabót en raunverulegar breytingar þurfi til þess að hún geti orðið að veruleika fyrir sem flesta stúdenta.
23.07.2019 - 15:59
Íslenskir háskólanemar vinna mikið
Íslenskir háskólanemar vinna meira en háskólanemar í öðrum Evrópulöndum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar á högum 320.000 nemenda í 28 löndum í Evrópu.
08.04.2018 - 11:23
Þingmenn tókust á um námslán
Menntamálaráðherra segir sögulegt tækifæri felast í frumvarpi hans um Lánasjóð íslenskra námsmanna hvað varðar styrkjakerfi til námsmanna. Þingmaður Samfylkingar segir frumvarpið færa sjóðinn fjær hinu félagslega hlutverki sem hafi verið grunntónninn í rekstri hans frá stofnun.
16.08.2016 - 16:00
Nýja kerfið til hagsbóta fyrir langflesta
Nemendur sem fara í dýrt nám erlendis og í tiltölulega láglaunað starf að því loknu koma verst út, verði frumvarp um nýtt námslánakerfi að lögum. Um 85% námsmanna taka lán undir 7,5 milljónum króna og þeirra hag er betur borgið í nýja kerfinu. Þetta segir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. Hann óttast ekki að frumvarpið verði til þess að nemendur skrái sig eingöngu í arðbærustu greinarnar og að erfitt verði manna láglaunastörf sem krefjast háskólamenntunar. Kerfið auki jafnrétti til náms.
Illugi vill hvetjandi námslánakerfi
Lánasjóður íslenskra námsmanna er rekinn með tapi. Aðeins helmingur þeirrar fjárhæðar sem er lánaður fæst í dag endurgreiddur og svo virðist sem ástandið komi ekki til með að batna á næstunni. Útlit er fyrir að sjóðurinn þurfi aukið fé frá ríkinu í takt við auknar afskriftir og minnkandi heimtur.
14.07.2015 - 18:56