Færslur: nám

Myndskeið
Reyna að kynnast utan skóla „innan skynsemismarka“
Félagslíf framhaldsskóla er vonlaust á tímum COVID, segja forsetar nemendafélaga, sem bíða með skemmtanahald þar til eins metra reglan hefur verið afnumin. Vinahópar hittist utan skóla.
14.09.2020 - 19:01
Dúxaði í Versló og skrifaði lífsstílsbók fyrir tvítugt
Guðjón Ari Logason er tvítugur og gaf nýlega út bókina Náðu árangri - í námi og lífi. Í bókinni fjallar hann um það sem hefur hjálpað honum að ná árangri í námi og á öðrum vettvangi en hann var dúx Verslunarskóla Íslands vorið 2019 og hefur spilað körfubolta með meistaraflokki Fjölnis.
19.08.2020 - 14:31
19 stafi þarf til að geta lesið
Ný rannsókn Hermundar Sigmundssonar prófessors í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskólann í Þrándheimi sýnir að börn þurfa að kunna að minnsta kosti 19 bókstafi til að geta lesið. Hann segir þessar niðurstöður sýna hversu mikilvægt sé að hefja lestrarkennslu á því að kenna bókstafi og hljóð. Hann gagnrýnir að aðferðir, þar sem áherslan sé á aðra þætti, séu notaðar í um helmingi grunnskóla hér á landi. 
24.05.2020 - 14:12
Innlent · Menntun · Börn · Lestur · nám · Grunnskólar · vísindi
Tillögum um hjúkrunarfræði skilað í skugga faraldurs
Ásókn í hjúkrunarfræðinám er meiri en hægt er að anna, að óbreyttu, og því þarf að fjölga bæði námsplássum og starfsfólki og efla getu til að sinna klínísku námi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps heilbrigðisráðherra um menntun hjúkrunarfræðinga og leiðir til að fjölga þeim sem ljúka námi. Hópurinn skilaði tillögum sínum á dögunum, í skugga COVID-19 alheimsfaraldursins.
19.04.2020 - 08:56