Færslur: Næringarfræði

Sjónvarpsfrétt
Hlaupbangsar ekki sniðugir í stutt skokk
Eftir þriggja tíma hlaup eða hjólreiðar getur verið skynsamlegt að borða hlaupbangsa en ekki er skynsamlegt að úða í sig sælgæti á styttri æfingum, segir doktorsnemi í íþróttanæringarfræði. Hlaupbangsar njóta vaxandi vinsælda meðal íþróttafólks. 
Spegillinn
Mjólkurneysla minnkar en osturinn aldrei vinsælli
Íslenska þjóðin borðar ekki nóg af grænmeti og ávöxtum miðað við lýðheilsuleg viðmið og ráðleggingar. Ávaxta-, kjöt- og mjólkurneysla hefur dregist saman seinustu ár og einungis 2% þátttakenda náðu að borða 500 grömm af grænmeti og ávöxtum daglega eins og ráðlagt er.
Sjónvarpsfrétt
Áramótaheitin endast sem eru raunhæf og tekin í skrefum
Að setja sér raunhæf markmið um áramótin í litlum skrefum er vænlegra til árangurs en boð og bönn. Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði, segir um það bil 80% þeirra sem setji sér háleit markmið um breyttan lífstíl áramótin sem snúi að hreyfingu og næringu, gefist upp innan sex vikna.
03.01.2022 - 20:05
Síðdegisútvarpið
Vantar allt malt í þig?
Það er ekki ofsagt að maltölið sem Ölgerðin framleiðir sé samofið þjóðarsál Íslendinga enda hefur það verið á boðstólum frá því snemma á 20. öldinni. Í gegnum tíðina hafa margir staldrað við fögur fyrirheit sem staðið hafa á umbúðum drykkjarins frá öndverðu - en hve mikið er að marka þau? Síðdegisútvarpinu rann maltið til skyldunnar og ákvað að kanna málið.
09.06.2021 - 22:13
Samfélagið
Lengi vitað að stór hluti veikra aldraða er vannærður
Um fimmtíu prósent aldraðra sem lagðir eru inn á Landspítalann eru vannærð. Þetta sýna tölur frá spítalanum. Ólöf Guðný Geirsdóttir, næringarfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, segir að það hafi verið vitað í nokkuð mörg ár að stór hluti aldraðra sé vannærður en því miður hafi lítið sem ekkert breyst. Hún segir að til að ná tökum á þessu þurfi heilbrigðisstéttir að vinna betur saman að því að leysa þennan vanda.   
12.04.2021 - 13:00
Samfélagið
Lágkolvetnafæði getur dregið úr árangri í íþróttum
Sigríður Lára Guðmundsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur er ein af sex sérfræðingum sem skrifa í nýjasta tölublað Læknablaðsins og lýsa yfir áhyggjum sínum af því að fólk sem er að hreyfa sig taki út heilu fæðuflokkana eins og þegar fólk kýs háfitu-lágkolvetna fæði. Það geti haft slæm áhrif á heilsufar fólks og nýjar rannsóknir bendi til þess að háfitu-lágkolvetna mataræði geti dregið úr árangri í íþróttum.
Barnamatur of sykraður
Barnamatur sem fæst í verslunum inniheldur oft of mikið af sykri og innihaldslýsingu er ábótavant. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO.
16.07.2019 - 09:59
Prófessor kallar kókosolíu „hreint eitur“
Kókosolía er „eitt það versta sem þú getur látið ofan í þig“ og jafngóð fyrir heilsuna og „hreint eitur“. Þetta segir Karin Michaels, prófessor í faraldursfræði við lýðheilsudeild Harvard-háskóla. Ástæðan sé sú að meira en 80% af kókosolíu sé mettuð fita, sem hækki gildi LDL-kólesteróls í líkamanum sem aftur auki líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum.
22.08.2018 - 15:00