Færslur: Myndlist

Pistill
Hver kynslóð ákveður hvað er list
„List er góð í því að fara á móti því sem talið er sannleikur. En er núna þörf á einhverri staðfestu? Einhverju svari við því póstmóderníska viðhorfi sem sérhæfir sig í að spyrja spurninga en hefur ekki endilega áþreifanleg áhrif?“ Starkaður Sigurðarson veltir fyrir sér Turner tilnefningum og útskriftarsýningu Listaháskólans í Víðsjárpistli.
06.05.2018 - 08:45
Vinnur með húmor í verkunum
Myndlistarkonan Edda Mac sýndi portrett af fólki úr Félagi áhugamanna um árshátíðir á Barnamenningarhátið.
Viðtal
Þetta er bara eins og hver önnur vinna
„Ég er búin að læra það með árunum að hver dagur er vinna. Því meira jafnvægi og stöðugleiki sem er í vinnunni því betur skilar þú orkunni í verkin,“ segir Gabríela Friðriksdóttir. Gabríela opnaði sýningu í Hverfisgallerí um liðna helgi og bauð Víðsjá heim af því tilefni.
Mín insperasjón eru atburðir í hversdagslífinu
„Þegar ég var með Gráa köttinn þá fannst mér viðskiptavinirnir oft bera inn til mín myndir, eða hugmyndir, úr hversdagslífinu.“ Víðsjá heimsótti Huldu Hákon á vinnustofuna og fékk að heyra af áhrifavöldum hennar.
01.04.2018 - 12:00
Oftast lokað en stundum opið
„Hér verður oftast lokað en stundum opið,“ segir myndlistarmaðurinn Örn Alexander Ámundason en hann deilir OPEN, nýju sýningarrými og vinnustofu við Grandagarð, með Hildigunni Birgisdóttur, Unu Margréti Árnadóttur og Arnari Ásgeirssyni.
21.03.2018 - 16:46
Myndlist er bara fallegt orð yfir mikið vesen
„Það er okkar að spila úr lífinu og gera það innihaldsríkt,“ segir myndlistarmaðurinn Kristinn E. Hrafnsson. Kristinn sýnir um þessar mundir í Hverfisgallerí við Hverfisgötu á sýningunni Þvílíkir tímar.
Verkið er köggull inni í vitundinni
„Þetta er verk sem talar beint inn í hlutinn sjálfan,“ segir myndlistarmaðurinn Bjarki Bragason um hverfandi Harburgar-minnisvarðann í Hamborg. Bjarki er lektor við Listaháskóla Íslands og sagði Víðsjá frá eftirminnilegustu myndlistarverkunum sem hann hefur upplifað.
14.03.2018 - 09:04
Nektin er furðulegt fyrirbæri
„Það er einstök tilfinning að vera nakin. Um leið og þú fækkar fötum og stendur svona berskjaldaður opnast fyrir eitthvað.“ Listakonurnar Rakel McMahon, Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir og Eva Ísleifs rannsaka nektina, gjörninginn og afurðir hans á sýningunni About looking í Gallerí Gamma.
Þetta er bara eitthvað rugl
„Þetta er eins og þerapía sem ég beiti sjálfan mig þegar ég er taugaveiklaður eða þunglyndur eða illa haldinn, svefnlaus. Þessar myndir eru málaðar fyrir sjálfan mig, segir Björn Roth í spjalli við Víðsjá um verkin sem hann sýnir um þessar mundir í Gallerí Berg Contemporary.
06.03.2018 - 17:00
Listin hefur alltaf verið vinur minn
„Listin hefur alltaf verið vinur minn í gegnum lífið og það eru nokkrar upplifanir sem að ég man mjög sterkt, þar sem myndlist hefur komið sem stuðningur á mikilvægum tímabilum í mínu lífi,“ segir Lilja Birgisdóttir. Lilja, sem er myndlistarkona og meðlimur í Kling & Bang gallerí, bauð Víðsjá heim til sín í Þingholtin til að ræða sterkar upplifanir. 
Upplifun sem breytti öllu
„Það opnaðist einhver heimur og ég held ég hafi aldrei verið söm eftir þessa upplifun,“ segir Helga Óskarsdóttir um verk eftir Dieter Roth sem hafði mikil áhrif á hana þegar hún var barn að aldri.
16.02.2018 - 11:28
Þurfum að vera skapandi og bjartsýn
Timothy Morton er einn af þekktustu fræðimönnum samtímans á sviði hugvísinda og hefur verið kallaður spámaður sem sameinar listir og vísindi. Víðsjá spjallaði við Sigrúnu Hrólfsdóttur, deildarforseta myndlistardeildar Listaháskólans, og Björn Þorsteinsson, heimspekiprófessor, um Morton, en hann flytur erindi í Safnahúsinu í dag, 2. febrúar.
Draumar og minningar í ull sauðkindarinnar
Myndlistarkonan Ráðhildur Ingadóttir hefur á undanförnum árum deilt tíma sínum milli Kaupmannahafnar og Seyðisfjarðar. Á nýrri sýningu hennar í Hafnarborg í Hafnarfirði sem hún kallar upp á ensku Ultimate, Relative koma draumar, dagbókarbrot, búddismi og ullin af sauðkindinni við sögu.
27.01.2018 - 08:55
Myndlistin kenndi mér að treysta innsæinu
Myndlistarkonan og verðandi ljósmóðirin Sunna Schram segir margt vera líkt með myndlistinni og ljósmóðurfræðum.
Nýló er hress miðaldra unglingur
Nýló, Nýlistasafn Íslands, er 40 ára í dag en safnið er nú komið í öruggt skjól í Marshallhúsinu nyrst á Grandanum í Reykjavík. Víðsjá á Rás 1 kíkti í morgunkaffi í Nýló í vikunni og ræddi við myndlistarkonurnar Þorgerði Ólafsdóttur og Önnu Líndal sem eiga sæti í stjórn safnsins en því er að fullu haldið úti að listamönnunum sjálfum. Viðtalið má heyra hér fyrir ofan.
05.01.2018 - 09:17
Erum við föst í endalausri skissu?
„List getur sýnt okkur að framför er sjónhverfing líka, eða í besta falli myndlíking. Það leysist ekki úr sögunni; framför er ekki óhjákvæmileg,“ segir Starkaður Sigurðarson, myndlistarrýnir Víðsjár. Hann fór á sýningu Hafnarhússins, Í hlutarins eðli - skissa að íslenskri samtímasögu.
Alltaf að leita og þróa eitthvað nýtt
„Ég vil helst vera laus við þetta,“ segir Arnar Herbertsson aðspurður um sýningar á verkum sínum. Arnar, sem var á sínum tíma virkur í SÚM og tók þátt í sýningum hérlendis og erlendis, málar enn á hverjum degi en nýlega var gefin út vegleg bók um feril hans.
13.12.2017 - 15:03
Getur verið flókið að gefa myndlist
„Það er auðvelt fyrir ungt fólk að kaupa prentverk og við getum verið með úrvalslistamenn sem þurfa ekki að undirverðleggja sig bara því það eru jól.“ Árni Már Erlingsson hjá Gallerí Port mælir með myndlist í jólapakkana.
Margfalt hálendi og fjallið yfir bænum
Ósk Vilhjálmsdóttir (að austan) og Gunnar Jónsson (að vestan) fóru á slóðir hvors annars til að undibúa sýninguna Hamfarir Austur-Vestur sem nú stendur yfir í Harbinger sýningarrýminu við Freyjugötu í Reykjavík. Samsett hálendi og snjóflóðarvarnargarður sem minnir á hval á þurru landi eru meðal þess sem þar kemur fyrir augu. Umfjöllun Víðsjár um sýninguna má heyra hér fyrir ofan.
30.11.2017 - 12:30
Gefins pönnukaka með mæjónesi verður list
Er skrítið að gefa af sér í samfélagi þar sem allt kostar pening? Og hvenær er listin lífið og lífið listin? Starkaður Sigurðarson veltir fyrir sér gjörningalist dúósins Berglindar og Rúnars og hljómsveitarinnar Post Performance Blues Band í myndlistarrýni Víðsjár.
Sjaldséð tússverk eftir Kjarval
Í geymslu Kjarvalstaða leynist margur dýrgripurinn. Þeirra á meðal er óvenjuleg tússteikning eftir Kjarval sem ekki margir hafa séð, en sem mun fá sinn sess á sýningu í janúar.
15.11.2017 - 10:00
„Hún var ekki fullkomin“
Hópur myndlistarmanna opnar í dag sýningu tileinkaða Díönu prinsessunni og goðsögninni um hana í Gallerí Port og Ekkisens galleríi.
10.11.2017 - 15:01
Ódýrt kaffi, gull og gersemar í boði trölla
„Okkur finnst miklu betra að sitja og drekka kaffi og sódavatn til að horfa á góða list og fá hugmyndir,“ segir myndlistarmaðurinn Egill Sæbjörnsson sem sýnir ný verk í gallerí i8.
23.10.2017 - 17:52
Teygt á tímanum í rúma viku
„Þetta er kvik og fljótandi hátíð,“ segja systurnar Edda Kristín og Ingibjörg Sigurjónsdætur um alþjóðlegu myndlistarhátíðina Sequences sem hefst á morgun. Þær systur eru meðal aðstandenda hátíðarinnar sem fer fram í Marshall húsinu úti á Granda í Reykjavík og víðar um borgina dagana 6.-15. október. Hér má heyra viðtal við þær úr Víðsjá á Rás 1.
05.10.2017 - 14:12
„Hundleiðinlegt að lagfæra verk annarra“
Á Hagatorgi í vesturbæ Reykjavíkur stendur listaverkið Íslandsmerki eftir Sigurjón Ólafssson. Skúlptúrinn er hæstur 7 metrar en hann samastendur úr fimm súlum og er í raun hópmynd þegar vel er að gáð. Í Víðsjá á Rás 1 var rætt við Helga Gíslason myndhöggvara og Sigurð Trausta Traustason, en þeir hafa verið að vinna viðgerð á verkinu síðustu daga.